Lesbók Morgunblaðsins - 10.07.1955, Page 8

Lesbók Morgunblaðsins - 10.07.1955, Page 8
r 572 r LESBÓK MORGUNBLAÐSINS metra háir. Eru þeir tilkomumikl- ir ásýndum og gæti ég vel trúað því að Raumadalur hefði fengið nafn sitt af því, að þessir tindar hefði upphaflega verið kallaðir einu nafni raumar. Þeir ættu það nafn að minnsta kosti vel skilið. í Molde kom íslenzk kona til hótelsins að heilsa forsetafrúnni. Hún er eini íslendingurinn á þess- um stað og heitir Guðrún Árna- dóttir og er frá Hofi í Mjóaíirði, systir Vilhjálms heitins á Hánefs- stöðum í Seyðisfirði. Hún giftist norskum manni, Barsten að nafni, sem vann við símalagninguna á íslandi 1906. Hann er enn á lífi og við góða heilsu þótt hann sé kom- inn á áttræðisaldur. Er hann nú líklega einn uppi standandi af norsku mönnunum, sem unnu að símalagningunni hér á landi. Snemma var risið úr rekkju næsta morgun, enda var veður þá framúrskarandi gott og einhver mesti hiti, sem komið hafði. Frá svölum gistihússins var víð útsýn suður yfir sólgylltan fjörðinn, og brátt sáum vér hvar snekkja nokk- ur kom siglandi, með blaktandi veifum og fánum stafna milh. Þetta var ferjan, sem átti að flytja forsetahjónin suður yfir fjörðinn. Með henni var forstjóri félagsins, sem á flestar bílferjur á fjörðum Noregs, kominn til að fagna for- setanum og fylgdi honum lengi síðan. Moldebúar fjölmenntu mjög á bryggjunni, þar sem ferjan lá og kvöddu forsetahjónin með virkt- um, en drengjahljómsveit lék þjóð- söngva íslendinga og Norðmanna. Og við hornaþyt og árnaðaróp mannfjöldans, skreið ferjan út á fjörðinn. Hið seinasta er sást til bryggjunnar var, að þar stóð Guð- rún Árnadóttir og veifaði í ákafa. Árni Óla. Lausavísur úr Lagt á stað í flugvél 16. mai. Það blasa við skýin björt og heið og birtan er mér í sinni, eg held að eg sé á himnaleið er eg horfi úr flugvélinni. Þá gleymi eg jarðar neyð og nekt, í nálægð skýanna reika, því ævintýrið svo unaðslegt er orðið að veruleika. Kuldalegt fyrir norðan. Eg horfi niður nú til baka, þar næðir kuldinn heldur frekt, foldin hulin fönn og klaka, það finnst mér ekki sumarlegt. íshafsnepja í Grímsey 9. júní. Hríðarkrapa um hauður slær, hér af skapast vandinn, það er napur norðanblær, nú er dapur andinn. LISTA.MAÐUR í GRÍMSEY EINAR EINARSSON heitir maður, skaftfellskur að ætt, en á nú heima í Grímsey. Lesendur „Lesbókar“ munu kannast við hann af ferðaþáttum, stök- um og kvæðum, sem hún hefur birt eftir hann. Hitt er mönnum ekki eins kunnugt, að honum er margt annað til lista lagt. Sunnudaginn 12. júní s.l. • * Einar Einarsson Grímseyarför færði hann Miðgarðakirkju i Grímsey að gjöf gestabók, með haglega útskorn- um spjöldum, er hann hafði sjálfur gert. Þegar hann kom heim kvöldið fyrir afhendinguna að loknu erfiðu dagsverki, settist hann við að skraut- rita nafn bókarinnar og tilgang henn- ar framan á hana. Þá gat ég ekki orða bundizt og komu fram í hugann eftir- farandi stökur. Ég minntist þess þá jafnframt hve honum hefur fremur flestum öðrum tekizt sú lífsins list kristilegrar kenningar, að vitja ekkna og munaðarleysingja í þrengingum þeirra: Vinnur störfin mörg og merk, mest við snilld er kenndur fyrst lagað geta listaverk lúnar vinnuhendur. Þin er líknarlundin rík, lætur þorna tárin er gafstu snauðum góða flík og græddir ekkna sárin. Margan lengri tíma tók traust að vinna og hylli og letra inn í lífsins bók letur þroska og snilli. Kvöldflug heim 15. júní. Augu mín á skartið skygn skoða sólarglæður. Það er bæði tækni og tign sem töfrum þessum ræður. Að horfa á þessa gullnu glóð, guðdóms sólarelda! Fæstir geta fært í ljóð fegurð slíkra kvelda. Lilja Björnsdóttir. Matmálstími í skrifstofunni og menn tóku upp nesti sitt. Sá elzti fletti bréf- inu utan af matarböggli sínum, horfði á um stund og sagði síðan gremjulega: Brauð og ostur — alltaf brauð og ostur. — Hvers vegna biðurðu ekki konuna þína að breyta til? sagði annar. — Ef það væri nú hægt! En ég er ekki giftur og ég verð sjálfur að útbúa nestið mitt.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.