Lesbók Morgunblaðsins - 10.07.1955, Síða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 10.07.1955, Síða 16
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS f 380 FRA HÖFUÐBORG ARGENTÍNU. — Myndin hér að ofan er af aðaltorginu í Buenos Aires, höfuðborginni í Argentínu. Torgið nefnist „Plaza del Congreso“ og stjórnarbyggingin Palazio del Congreso gnæfir yfir það. — Nýlega var gerð til- raun til stjórnarbyltingar í landinu og létu þrýstiloftsflugvélar uppreisnarmannanna þá sprengjum rigna yfir þennan stað, svo að þar er nú öðru vísi um að litast. fyrir siðaskiftin, og forna trú og fornar venjur hafa þeir tekið í arf mann fram af manni. Nú er þekk- ingin þó svo lítil, að þeir halda að þessir gömlu siðir séu kaþólskir trúar- siðir. Þetta dásamlega fagra og frjóvsama land hefir þó sína ókosti, og er þar helzt að nefna skordýrapláguna. Menn hafa hvergi frið fyrir mývargi og ekki er viðlit að sofa á nóttinni nema undir flugnaneti. Konum hér á íslandi þyk- ir ekki gott að fá smámaura inn í hús sín. En hvað mundu þær þá segja ef þær væri komnar til Guatemala og fengi eldhúsið fullt af þarlendum maurum, sem ekki eru neitt smásmíði, því að þeir geta verið allt af þriggja þumlunga langir og grimmir að því skapi. Þar eru líka hvítmaurar, sem bókstaflega eta upp timburhús og allt sem í þeim er. Margir einkennilegir siðir eru í Guatemala, og eru þó kveðjusiðimir máske einkennilegastir. Ef maður hitt- ir þar kunningja sinn á förnum vegi, nægir ekki að kasta á hann kveðju, kinka kolli eða taka ofan. Nei, maður verður að ganga til hans og heilsa honum með handabandi og romsa upp úr sér eitthvað á þessa leið: „Æ, komdu blessaður og sæll! Hvernig líð- ur þér? Hvernig líður fólki þínu“ o. s. frv., en hinn romsar upp úr sér álíka miklu. Og þannig standa menn í fulla mínútu, hrista og kreista höndina hver á öðrum og láta kurteisisspurningum rigna hver yfir annan. Að þvi loknu geta þeir tekið tal með sér. En þegar þeir kveðjast er endurtekið sama handaskakið og menn romsa upp úr sér blessunaróskum og kveðjuorðum, ekki skemmri tíma en þá er þeir heils- uðust. Fjaðrafok LÝSING Á ÍSLENDINGUM Fyrir rúmum 200 árum (1746) kom út í Þýzkalandi bók um ísland eftir Anderson nokkurn, er var borgar- stjóri í Hamborg. Þar er íslendingum svo lýst að þeir sé ragir, latir, þráir, deilugjarnir og skapillir, heiptugir, falskir og glettnir, óhófsamir, léttúðug- ir og saurlífir, svikulir og þjófgefnir. Það sé svo svínslegt í húsum þeirra, að almennilega uppaldir menn mundu verða veikir þar og jafnvel sálast. Prestarnir séu blindónýtir, ákaflega ósiðsamir og svo vitlausir í brennivín, að það taki engu tali. Stundum blind- fylli söfnuðurinn sig á undan messu, svo að lítið verði úr guðsþjónustu, enda viti þjóðin lítið um guð. Þá fyrir skömmu hafi fallið margt fólk í sótt, og þá hafi menn tekið það til bragðs til þess að fjölga fólkinu, að hver ung stúlka mætti eiga sex börn í lausa- leik, og skyldi hún þó talin jafn hrein mey eftir sem áður. — Það er nokkurn veginn auðséð hvaðan Anderson hefir haft upplýsingar sínar, því að hann segir á einum stað að íslendingar séu svo óþrifnir að enginn „danskur kaup- maður“ geti haft þá nærri sér og tali því við þá úti og undan vindi. Bók Anderson var þýdd á frönsku, ensku, hollenzku og dönsku, svo að víða hefir þessi lýsing farið. SÍMINN 50 ÁRA Frumvarpið um ritsímalagningu til íslands og símalagningu frá Austfjörð- um til Reykjavíkur, var samþykkt á Alþingi 21. ágúst 1905.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.