Lesbók Morgunblaðsins - 24.07.1955, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 24.07.1955, Blaðsíða 5
r LESBÖK MORGUNBLAÐSINS kvr*0i Fólkið umhverfis bautasteininn í Hrífudal. Bátarnir og ferjan. (Ljósm. Vigfús Sigurgeirsson). hinn mjóvi átti heima. Er það enn mikill bær, og liggur þjóðvegurinn skammt frá honum. En líkur eru til, að héraðið hafi allt verið kallað Gaular, svo sem nú er. Landnáma getur um Þorbjörn gaulverska og að hann hafi varðveitt hof á Gaul- um. Flosi sonur hans nam Rangár- völlu jna eystri, en Loftur systur- sonur Flosa nam fyrir vestan Þjórsá og við hann og menn hans er kenndur Gaulverjabær. Há- steinn sonur Atla jarls nam þar fyrir vestan og bjó á Stokkseyri. Hafa því Gaulverjar numið land allt frá Ölfusárósum að Þjórsá og einnig um Rangárvöllu. Um þá frændur Flosa og Loft er merkileg saga í Landnámu. Flosi hafði orðið að flýa land og átti ekki afturkvæmt til Noregs, og þess vegna fór Loftur „utan ið þriðja hvert sumar fyrir hönd þeirra beggja Flosa móðurbróður síns að blóta að hofi því, er Þorbjörn móð- uriaðir hans hafði varðveitt á Gaulum“. Þessi saga sýnir hve sterk hafa verið tengslin við feðra- landið, er menn fara pílagrímsferð- ir til þess að færa guðunum fórnir í hoíi feðra sinna, en láta sér ekki nægja að færa fórnir í hinum nýu hoium á íslandi. Skallagrímur var úr Firðafylki, en ekki vita menn hvar þeir feðgar hafa búið. Má þó ætla að ekki hafi verið langt milli bústaðar þeirra og bústaðar Ingólfs Arnarsonar. Sagan segir að þá Skallagrím hafi fýst að leita íslands vegna þess að þangað voru áður komnir „vinir þeirra og kunningjar, Ingólfur Arnarson og förunautar hans“. — Hrosskell, sem nam Hvítársíðu, var einnig úr Firðafylki. INN AÐ SOGNI Hjá Kleppsnesi var snúið við, en um leið kváðu við skothvellir í hlíðinni. Það var virðingarkveðja og árnaðarósk til forsetahjón- anna, eins og í Sunnylvenfirði áður. Var nú haldið til Dals og ekið úr Dalsfirði um nýan veg áleiðis að Sogni. Liggur sú leið

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.