Lesbók Morgunblaðsins - 07.08.1955, Síða 1
Á ferð um Noreg með forsetahjónunum
Borgin vestan fjaila
VII.
yÉR ERUM nú á Hörðalandi og
þangað er margar og merk-
ar minningar að rekja frá fornöld.
Þaðan komu margir landnáms-
menn og finnast á íslandi enn nöfn,
sem minna á þá, svo sem Hörða-
hólar á Mýrum og Hörðadalur í
Dalasýslu. (Misskilningur hlýtur
það að vera að hann sé kenndur
við Hörð, leysingja Auðar djúp-
úðgu, því að þá hefði dalurinn átt
að heita Harðardalur).
Á Hörðalandi bjó fyrir land-
námstíð maður, sem nefndur er
Hörða-Kári. (Hauksbók kallar hann
Ketil hörðakára). Hann hefur ver-
ið ágætur maður og kynsæll og
segir Snorri að á dögum Ólafs kon-
ungs Tryggvasonar hafi ættbogi
hans verið mestur og göfgastur á
Hörðalandi. Getið er sex barna
hans, tveggja dætra og fjögurra
sona. Önnur dóttir hans var Vil-
gerður, móðir Hrafna-Flóka, er
fyrstur allra Norðmanna hafði
vetursetu á íslandi og gaf því nafn.
í veitingasal á Flöjen, talið frá vinstri: Hinrik Björnsson forsetaritari, frú Rit-
land, Árni Óla, Bjarni Guðmundsson blaðafulltrúi, Ásta Jónsdóttir sendiherra-
frú, Ritland konsúll íslendinga í Bergen, frú Mohr, forseti íslands herra Ás-
geir Ásgeirsson, frú G. Björnsson, Bjarni Ásgeirsson sendiherra, forsetafrú Dóra
Þórhalisdóttir, Mohr ríkisstjórnarstallari. (Ljósm. Vigfús Sigurgeirsson).
Hann nam seinna land norður í Hörða-Kára var Þóra, móðir Úlf-
Fljótum og bjó á Mói. Hin dóttir ljóts landnámsmanns, er samdi hin