Lesbók Morgunblaðsins - 07.08.1955, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 07.08.1955, Blaðsíða 11
LESBÓK MORG UNBLAÐSINS W, ' 4 3ð Frá fyrsta vísindalcið- angri ís- lendinga erlendis. Á efri mynd- inni er dr. Finnnr Guðmunds- son hjá hús- inu sem þeir fengu til af- nota í Meist aravík í Grænlandi. Á neðri myndinni sjást þeir félagar þrír að kaffi- drykkju. Fimleikastúlkur úr Ármanni komu heim úr sýningarför um Norðurlönd og Holland og höfðu getið sér gott orð (15.) Hollenzkt landslið í frjálsum íþrótt- um kom hingað og keppti við landslið íslendinga. Var það tvísýn keppni, en lauk svo að Hollendingar sigruðu með 111 stigum gegn 103 (23.) Golfmeistaramót var háð á Akur- eyri og unnu Akureyringar sameinað lið Reykvíkinga og Vestfirðinga. Is- landsmeistari varð Hermann Ingi- marsson (23. og 26.) íslandsmót kvenna í handknattleik var háð á Akureyri og kepptu aðeins tvö lið. Flokkur frá KR sigraði (24.) LANDHELGISBROT Belgiskur togari, Van Dyck, var tekinn að veiðum í landhelgi eftir mikinn eltingaleik. Tvívegis áður höfðu flugvélar kært hann fyrir land- helgisbrot (5.) Brezkur togari, Valafell, var tekinn að veiðum í landhelgi og sektaður um 74 þús. kr. Var hann nýkominn frá Englandi og hafði farið rakleitt inn í landhelgi, því þetta var fyrsta kast hans (22.) FRAMKVÆMDER Fyrir milligöngu Búnaðarfélags ís- lands réðist 200 manns úr Reykjavík til landbúnaðarstaría í sumar (3.) Nýr viti var fullgerður á Höfðamun hjá Húsavík í Þingeyarsýslu (5.) Skólabáturinn Þórarinn frá Reykja- vík var mánuð á veiðum. Á honum voru 13 drengir og varð hlutur þeirra 1000 kr. og frítt fæði. Skipstjóri sagði að mörg ágæt sjómannsefni væri með- al þeirra (10.) Flakið af enskum togara, sem sökk fvrir mörgum ái'um út af Laugames- töngum í Reykjavík. hefir nú verið sprengt og flutt burtu (12.) Nýlt hraðfrystihús tók til starfa á Sauðárkróki (13.) Nýtt heilsuhæli Náttúrulækningafé- lagsins tók til starfa í Ilveragerði (27.) Nýtt gistihús tók til starfa í Borg- arnesi (28.) Hafin var lagning háspennulínu frá orkustöð ísafjarðar tii Súðavíkur (30.) FLUGMÁL Flugfélpg íslands hefir fengið um- boð hér á lahdi fyrir þýzka flugfélagið Lufthansa (3.) Minnst var þess, að nú voru liðin 10 ár síðan fvrsta íslenzka farþega- flugvélin fór milli landa (10.)' Dómsmálai-áðherra Luxemburg og flugmálastjórinn þar, komu hingað í heimsókn í sambandi við að nú eru komnar beinar loftsiglingar á milli landanna (12.) Nýtt flugfélag var stofnað í Reykja- vík. Heitir það Vængir og hefir eign- azt tvær flugvélar (15.) Loftleiðir h.f. hefir keypt nýa Sky- Ingunn Gisladóttlr hjúkrunarkona

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.