Lesbók Morgunblaðsins - 07.08.1955, Page 2

Lesbók Morgunblaðsins - 07.08.1955, Page 2
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS [ 430 ; fyrstu stjórnskipunarlög Islend- inga með aðstoð Þorleifs spaka, móðurbróður síns, sonar Hörða- Kára. Annar sonur Hörða-Kára var Ögmundur faðir Þórólfs skjalgs föður Erlings á Sóla. Þriðji sonur- inn var Þórður faðir Klypps hersis, er drap Sigurð konung slefu Gunn- hildarson á Álreksstöðum, en dótt- ir Klypps var Guðrún kona Einars Þveræings. Fjórði sonurinn var Ölmóður inn garnli faðir Áskels föður Ásláks Fitjaskalla, er varð banamaður Erlings Skjálgssonar; þótti það frændvíg óhappaverk mikið og var Áslákur drepinn fyrir það norður á Borgund, fyrir inhan Álasund. Landnáma getur þess að Hjörleífur Hróðmarsson fóstbróðir Ingólfs Arnarsonar, hafi verið skyldur þeim sonum Hörða-Kára. Þess er og getið að Þóra mostur- stöng, móðir Hákonar konungs Að- alsteinsfóstra, hafi verið „í frænd- semistölu við Hörða-Kára“. Þórður hreða er talinn sonur Þórðar Hörða-Kárasonar. Meðal ættgöfgustu landnáms- manna eru taldir þeir bræðurnir Geirmundur heljarskinn og Há- mundur heljarskinn. Forfeður þeirra höfðu verið konungar á Hörðalandi mann fram af manni. Frændi þeirra var Úlfur skjalgi, er bjó á Reykhólum fyrstur manna. Frá Hörðalandi var Þrasi í Skóg- um, sem reyndi með fjölkynngi að koma af sér fyrsta jökulhlaupinu, sem um getur í Jökulsá á Só!- heimasandi. Þaðan var einnig Hafl- '•arður súgandi, sem Súgandafjörð- ur er við kenndur. Þorsteinn höfði hét hersir á Hörðalandi. Synir hans voru þeir Eyvindur og Ketill hörðski er námu Reykjadal í Þing- eyarsýslu. Þar var þá fyrir Nátt- fari, er varð eftir af Garðari Svav- arssvni. en þeir ráku hann 'brott og bjó Eyvindur á Helgastöðum en Ketill á Einarsstöðum. Dóttir Eyvindar var Fjörleif móðir Vé- mundar kögurs og þeirra bræðra, er Reykdælasaga segir frá. Hér á Hörðalandi eru og ýmsir merkir sögustaðir og verður manni helzt að minnast þeirra, er koma við Egilssögu. Heimskringla segir frá því, að þá er Haraldur konung- ur hárfagri gerðist gamall, hafi hann löngum. setið að stórbúum sínum á Hörðalandi og Rogalandi: Álreksstöðum, Sæheimi, Fitjum á Storð, Útsteini og Ögvaldsnesi á Körmt. Álreksstaðir voru skammt fyrir sunnan þar sem Björgvin var síðar stofnuð. Þar hafði Eiríkur konungur blóðöx bú, fékk ráðs- mennskuna í hendur frænda sín- um, sem nefndur er Fróði, og lét Rögnvald son sinn vera þar. En á eynni Fenhring, sem er þar yzt í firðinum, bjó Bergönundur á Aski. Norður af þeirri ey er önnur lítil ev, sem heitir Herðla. Skömmu eftir að Eiríkur kon- ungur hafði gert Egil Skallagrims- son útlægan um endlangan Noreg, fór konungur austur í Víkina að bræðrum sínum Ólafi og Sigröði og drap þá báða, sem alræmt er. Meðan konungur var í þeim leið- angri fór Fróði að heimsækja Berg- önund á Aski, en Rögnvaldur kon- itngsson fór út í Herðlu. Egill Skallagrímsson lá þá með skip sitt í Herðluveri og hafði njósn af þessu. Fór hann þá inn á Fenhring og drap þar Fróða, Bergönund og Hadd bróður hans. Á leiðinni út aftur mætti liann Rögnvaldi kóngs- syni og var ltann drepinn og allir menn hans, En þetta þótti Agli ekki nóg hefnd. Hann gekk á land á Herðlu og reisti þar níðstöng á hendur Eiríki konungi og Gunn- hildi drottningu. Var það hesli- stöng og hrosshöl'uð á. Rak hann stöngina niður í bergrifu, sneri höfðinu á land og mælti: „Sný eg níði þessu. á landvættir þær. er þetta land byggja, svo að allar fari þær villar vega, engin hendi né hitti sitt inni, fyr en þær reka Eirík konung og Gunnhildi úr landi“. Níðstöngin á Herðlu er horfin fyrir löngu. En in merkilega frá- sögn lifir, sagan um útlendan og útlægan bóndason, sem ekki hik- aði við að eiga í stríði við vold- ugan konung, og krafðist liðs af landvættum. Níðið varð að áhríns- orðum — konungshjónin flæmdust úr landi litlu síðai'. Þetta gerðist hér út af Björgvin, árið 932, sam- kværat annálum. BJÖRGVIN „Á sjö fjöllum liáum hún tii himins lyftir veggjum“, segir Sigurður Breiðfjörð um Rómaborg. Ekki verður það sagt um Björgvin, en hitt er henni talið til einkenna, að hún er umgirt sjö fjöllum, og Flöjen þá ekki talin með. Þessi fjöll einangruðu borg- ina frá öðrum héruðum Noregs um langan aldur. Yfir þau voru engar þjóðleiðir. Hafið var þjóðleið Björgvinjarbúa Um upphaf Björgvinjar verður að leita til Snorra, eins og svo oft endranær. Haim segir frá því að Ólafur konungur kyrri hafi sett kaupstað í Björgvin. „Gerðist þar brátt mikið setur auðugra manna og tilsiglingar kaupmanna af öðr- um löndum“. Ólafur lét einnig hefja þar smíði innar miklu Krists- kirkju úr steini. Þetta mun hafa verið um 1070. Eysteinn konungur Magnússon sat í Björgvin og efldi staðinn mjög. llann hóf munklífi í Norð- nesi, hann lét gera Mikjálskirkju, ið veglegasta musteri, og í konungs- garði Postulakirkju úr timbri. „Þar lét hann og gera höll ina miklu, er veglegast tréhús hefur verið í Noregi.“ Þessa getur konungur, er hann fór í mannjöínuð við bróður sinn Sigurö Jórsalaíai’a: „Spurt

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.