Lesbók Morgunblaðsins - 07.08.1955, Síða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 07.08.1955, Síða 3
L LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 431 heí eg það, að þú áttir orustur nokkrar utanlands, en nytsamlegra var hitt landi voru, er eg gexði meðan fimm kirkjur af grundvelli, og gerði eg höfn við Agðanes er áður var öræfi, og hvers manns för þá er fer norðan eða suður með landi. Eg gerði og stöpulinn í Sin- hólmssundi og höllina í Björgvin, meðan þú bryljaðir blámenn fyrir fjandann á Serkiandi; ætla eg það lítið gagn ríki voru“. Borgin óx og dafnaði og varð mikil verslunarborg. Lá hún vel við siglingum og varð brátt mið- stöð allrar fiskverslunar Norð- manna. Erlendir kaupmenn streymdu þangað og settust þar að. Blandaðist þá blóðið og höfðu Björgvinjarmenn annan svip og aðra háttu en aðrir Norðmenn. Þótti lengi eima eftir af þvi, að þeim fannst sem þeir væri ríki í ríkinu, samanber það sem haft er eftir þeim: „Jeg er ikke Nordmand jég, jeg er Bergenser'1. Á 14. öld var uppgangur Hansakaupmanna þar sem mestur. Frá þeim tíma er Bryggjan og inar frægu Schjöt- stofur, gildaskálar fyrir þá, sem bjuggu á Bryggjunni, en þar voru þá 15 stórhýsi og fjöldi fólks. Á 16. öld og allt fram um 1840 var Björgvin stærsta borg NoregS. Nú er húu ömmr i róðinni, en íbúar eru þar nokkru fleiri en á öllu íslatidi. Hákon konungur gamli „lét húsa konungsgarð í Björgvin með góð- um 2 steinhöllum og steinmúr um konungsgarð og kastala yfir báð- um nliðunum.“ Þetta var grund- völlurínn að víginu Bergenshus, þar sem nú er Hákonarhöllin sem var reist 1261, og hinn svonefndi Rosenkranzturn sem var reistur 1562—67. Höllin var mikið hús. Þar var fyrst kjallari og siðan tvær hæðir. Sú efri var einn salur með rjáfri, 12,5 m. breiður og 31.5 m. langur. Þar hjá var Kristskirkja, sem gerð var að dómkirkju þegar biskupsstóll var settur í Björgvin. Árið 1530 taldi danska stjórnin að kirkjan stæði þannig að hún gerði vígið gagnslítið. Lét hún því brjóta niður kirkjuna og biskupsgarðinn. Þetta var „et hug i Norges hjerte“, segir á einum stað, svo mjög sáu þeir eftir þessum húsum. Nú var ckki eftir þama annað en höllin og virkið. Var þá farið að nota höllina til ýmislegs, um eitt skeið var hún höfð fyrir kornskemmu. Hrörnaði hún þá óðum. Árið 1880 var byrjað að gera við hana, en það verk varð fyrir ýmsum töfum. Var þó viðgerð langt komið þegar stríðrð hófst, en í sprengiugu 1944 eyðilagðist hún að nýu. GOTT AÐ VERA íSLENDINGUR í NOREGI Ég varð viðskila föruneyti for- setans skömmu eftir að komið var til Björgvinjar, en ætlaði að hitta það aftur kl. 4, því að þá átti að skoða Bryggjuna og Schjöt-stofurn- ar, sem standa að baki húsunum á bryggjunni, uppi við Efrigötu. Lagði ég svo á stað frá gistihúsinu laust fyrir hinn ákveðna tíma, því að stutt var að fara. Þetta var daginn fyrir fullveldis- daginn og á leiðinni þóttist ég sjá að sumir væri þegar farnir að halda upp á 50 ára afmæli fullveldisins. Inn í borgina skerst Vogurinn, sem er aðalliöfnin. Öðrum megin hans er Norðnes, en hinum megin Bryggjan, Bergenshus og Hákon- arhöll. Fyrir botni Vogarins er fisksölutorgið og gekk ég þvert í gegn um það. Hér er fiskur seldur undir beru lofti og stundar fjöldi manns þá atvinnu. Þeir hafa fisk- inn í kerrum, kössum og á borð- um. Mátti þar líta margs konar fisktegundir, svo sem kola, makríl, upsa, loðnu, brisling, reykta síld og reyktan lax, dökkleitan hval í bitum o. s. frv. Þarna eru og seld Uoseoiuauzturmnn

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.