Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 07.08.1955, Qupperneq 5

Lesbók Morgunblaðsins - 07.08.1955, Qupperneq 5
E- LESBÖK MORGUNBLAÐSINS r 183 Hákonarhöllin er þaklaus og gluggalaus og hörmulega útleikin. Þar var einn maður við vinnu — og verður þess langt að bíða að höllin komist í samt lag, ef hann á að gera það einn. En margt nauð- synlegra kallar nú að en að gera við gamla múra. Var mér sagt að standa mundi á fé til að hefja fulln- aðar viðgerð á höllinni, enda verð- ur sú viðgerð dýr. Nú fór ég að leita að Schjöt- stofunum og spurði mann til veg- ar. Hann benti mér að ganga upp götu þar, og mundi mig þá bera að Maríukirkjunni (sem er elzta hús í Bergen) og þaðan væri skammt að stofunum. Ég geng upp götuna og þar rekst ég þá á lík- neskju Snorra Sturlusonar, sams konar og þá sem er í Reykholti. Skammt þaðan var Maríukirkjan. Og svo tókst mér að finna ákvörð- unarstaðinn. Hann er vandlega um- girtur og þar standa mörg rauð- máluð hús í óreglulegri þyrpingu og svo þétt, að ekki eru nema smugur milli þeirra sitt á hvað. Hliðið var lokað og stóð á því að stofurnar væri ekki til sýnis eftir kl. 4. Ég bjóst þó við að forsetinn og fylgdarlið hans væri þarna inni, barði því að dyrum og beið, en enginn kom. Þá bar þar að afar Börnin á Hátíðarsvæðinu á fullveldisdaginn (Ljósm. Vigfús Sigurgeirsson) kyndugan karl. Ég spurði hann hvernig ég ætti að fara að því að komast hér inn. Hann þrífur í hurðina og hristir hana ákaft og segir að það sé fjandi hart að hér skuli ekki vera opið, þegar góða gesti beri að garði. Skimar hann svo upp og niður um dyrustafi, þar til hann kemur auga á bjöllu og hringir í ákafa. „Hana, nú verður varðmaðurinn að koma,“ segir hann hróðugur. Ég spyr hvort eng- inn annar inngangur sé þarna. „Jú, niðri á Bryggju,“ segir hann, „en þú skalt bíða hérna þangað til opn- að verður.“ Og svo rauk hann á burt. Mér þótti nú líklegt að þeir sem ætluðu að sýna Bryggjuna og Schjöt-stofurnar, hefði farið inn Til vinstrí ^r mynd af veitingaskálum á Flöjen, en tii hægri er útsýn þaðan yfir borgina. Bryggjan er næst og lengst til hægri Bergenshus, þá er Vogurinn og Nordnes.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.