Lesbók Morgunblaðsins - 07.08.1955, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 07.08.1955, Blaðsíða 6
' 434 ‘ LESJBÓK MORGUNBLAÐSINS beint af Bryggjunni, úr því að þar var annar inngangur. Fór ég því niður á Bryggju, og á einum stað milli inna háu húsa fann eg rnjóan gang, sem virtist langur og liggja beint upp að stofunum. Þar stóð auglýst að einhver skransala væri efst í ganginum, og var auðséð á því að þetta var almenningsleið. Ég gekk þar inn. Brátt varð gangurinn skuggalegur og hinn furðulegasti, því að bak við háu húsin stungu önnur hús að honum stöfnum og stöllóttum veggjum á báðar hendur. Alls konar skran var þar í ganginum. Ég hafði ekki farið ýkjalangt þegar skuggalegur mað- ur stakk höfði upp úr skraninu og leit á mig. Hann var sýnilega ölv- aður. Hann gaf eitthvert merki inn í ganginn og þá kom þar út úr skraninu annar maður, nokkuð við aldur og ölvaður líka. Gekk hann fram hjá mér og tóku þeir hljóð- skraf með sér, en síðan veitti sá eldri mér eftirför. Mér fannst þetta heldur óviðkunnanlegt, en hélt þó áfram, eins og ekkert hefði í skor- izt, því að nú hlaut ég að vera kominn langleiðina upp að stofun- um. Þá stekkur allt í einu maður í veg fyrir mig. Hann er yngstur þeirra að aldri, en risi að vexti og hinn gjörfulegasti að vallarsýn. Hann var með hálffulla brennivíns- flösku í hendi og spurði af þjósti hvort ég væri Svíi. Ég kvað nei við, en kvaðst vera útlendingur og á leið upp í Schjöt-stofurnar. Hann hreytti úr sér, að þangað væri ekki hægt að komast þessa leið, gangur- inn væri lokrour, og krafðist þess að vita hvorrar þjóðar ég væri. Ég kvaðst vfera íslendingur. Það var lausnarorðið. Aldrei hef ég séð nokkurn rnann taka svo skiótum hamskiftum. Risinn lagði frá sér brennivínsflöskuna, tók of- an, brosti hringinn í kringum allt höfuðið og rétti mér hönd sína: „fslendingur! Það var óvænt ánægja að hitta þig hér. Komdu sæll frændi, þú afkomandi gömlu norsku víkinganna." Og svo klappaði hann mér öll- um utan og faðmaði mig að sér. Sá eldri, sem var að baki mér, varð einnig jafn uppveðraður, klappaði mér öllum utan og var sólskinsbros út að eyrum. „Já, við erum frændur, gammel- norsk frændur," sagði hann. „Og hérna er annar íslendingur rétt hjá, og hann heitir Snorri Sturlu- son.“ (Hann átti við minnismerki Snorra). Ég hélt nú að ég kannaðist við Snorra, þetta væri langa-lajigafi minn, og þá þótti þeim enn vænna um mig. „Æ, hvernig gengur það nú á gamla íslandi?“ sagði risinn bros- ancli og í sfnum blíðasta tón. Ég sagði að þaðan væri allt gott að frétta og allt í uppgangi. „Áttu þá ekki fyrir einum bjór, frændi “ sagði hann. Nei, ég sagðist hafa misst af samferðafólki mínu, og þar hefði einn maður allar f járreiður. „Já, ég skil það vinur og bið þig afsökunar," sagði hann og klappaði mér enn á öxlina. Ég kvaddi svo þessa góðu vini mína, sannfærður um að satt er það sem mælt er, að gott er að vera íslendingur í Noregi. Sneri ég svo við og lét sá þriðji mig afskifta- lausan. En mér fannst gott að kom- ast aftur út í sólarljósið.-- Ég sagði bílstjórunum frá þessu um kvöldið og þá sagði einn þeirra: „Þú varst heppinn að vera ekki Svíi.“ „Hvernig hefði þá farið fyrir mér’“ Hann ypti öxlum: „Þú hefðir varla komizt heilu og höldnu út úr ranghalanum aftur." — — Þetta var kvöldið fyrir fullveld- isdaginn. FULLVELDISDAGURINN , 7. JÚNÍ Hann rann upp bjartur og fagur. Nú eru 50 ár síðan Norðmenn skildu við Svía og þess merkis- atburðar verður miimzt um land allt. Forsetahjónin eiga að vera viðstödd hátíðahöldin hér í Björg- vin. Klukkan 10 að morgni er farið til dómkirkjunnar til að hlýða há- tíðarguðsþjónustu. Kirkjan er mik- ið hús og veglegt en ekki glæsileg að því skapi. Við dyr hennar er tekið á móti forsetalijónunum og þau ásamt föruneyti leidd inn í kór. Gegnt þeim sitja í kórnum 22 hempuklæddir prestar. Kirkjan er troðfull af fólki og innst situr stór hópur uppgjafahermanna frá 1905. Þeir eru gráir fyrir hærum og með rúnir langrar ævi ristar á hrukkótt enni. Dómprófasturinn, Thor Grahl Nielsen prédikaði og minntist þess- ara merkilegu tímamóta og jafn- framt bauð hann forsetahjónin vel- komin til Noregs á þessari fagn- aðarstund. Söngvarinn Thorolf Skage söng einsöng: Herre, du et hjem oss gav, eftir Carsten Sol- heim og Du Herre som er sterk og stor, eftir Edvard Grieg. Og að lokum söng kirkjukórinn og söfn- uðurinn þetta erindi: Gud signe várt dyre fedreland og lat det som hagen blöma! Lat lysa din fred fra fjell til strand og vetter for vársol röma! Lat folket som bröder saman bu, som kristne det kan sig söma! Var þetta mjðg hátíðleg stund. En að guðsþjónustunni lokinni var haldið til Festplassen, eða Hátíða- svæðisins. Er það stórt opið svæði í miðri borginni. Þarna stendur líkneskja Chr. Michelsens á háum stöpli Hann var forsætisráðherra 1905 þegar Noregur og Svíþjóð skildu og átti allra manna mestan og beztan þátt í að skilnaðurinn

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.