Lesbók Morgunblaðsins - 07.08.1955, Síða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 07.08.1955, Síða 12
f 140 r LESBÖK MORGUNBLAÐSINS masterflugvél til millilandaferða og hefir hún hlotið nafnið „Saga“ (19.) h» MENN OG MÁLEFNI Islenzkt „lingvafón“-námskeið er komið út (1.). Menntamálaráði var fsert eitt eintak að gjöf (5.) og háskól- anum annað (10.) Rússland og Tékkóslóvakía efndu til vörusýninga í Reykjavík (2.) Vilhjálmur Finsen sendiherra í Vest- ur-Þýzkalandi lét af embætti sökum aldurs (2.) . Listmálararnir, Bragi Ásgeirsson og Karl Kvaran, hafa fengið styrk frá „Berlingske Tidende", 1500 kr. hvor, til framhaldsnáms í Danmörk (3.) Kínversk vörusýning var opnuð í Reykjavík (5.) Sveinn Sveinsson bóndi á Sveins- stöðum í Alftaneshreppi á Mýrum, varð bráðkvaddur er hann var að reka fé á fjall (5.) Ólö.f Pálsdóttir myndhöggvari hefir fengið styrk til námsdvalar í Ítalíu (6.) Þjóðminjasafninu barst að gjöf frá danskri konu skrautofinn altarisdúkur, er á sínum tíma var í Sandakirkju í Dýrafirði (7.) Fimmtán danskir kennarar komu hingað í kynnisför (7.) Magnús Þ. Torfason fulltrúi hjá borgardómara í Reykjavík, var skip- aður prófessor í lögum við háskólann (9.) Ung hjúkrunarkona, Ingunn Gísla- dóttir, fór héðan til Eþíópíu og verður við íslenzka kristniboðið í Konso (10.) Frosti Sigurjónsson cand. med. hlaut námsstýrk frá háskólanum í Kiel og verður þar við skurðlækninganám í vetur (14.) Brynleifur Tobíasson áfengismála- ráðunautur og Pétur Sigurðsson rit- stjóri, sóttu þing Hástúku IOGT, sem haldið var í Bournmouth í Englandi (21.) Tíu menn sóttu um bæarfógeta- embættið í Kópavogi. Var ákveðið að veita það Jóni Steingrímssyni, sýslu- manni í Borgarnesi, en þá afturkallaði hann umsókn sína (23.) Tveir norskir prófessorar frá há- skólanum í Björgvin, komu hingað til þess að rannsaka innvortis sníkjudýr í fuglum og fiskum (24.) Landsbókasafninu bárust að gjöf 900 bindi af rússneskum bókum (27.) Leiðangur dr. Finns Guðmundsson- ar kom heim frá Austur-Grænlandi og hafði orðið vel ágengt (28.) íslenzkir bókaútgefendur gáfu Nor- ræna bókasafninu í París 600 bindi af íslenzkum bókum (28.) Tveir danskir mælingamenn, sem heldu til á Eiríksjökli, fengu hið versta veður vikum saman. Seinast kól þá báða á fótum og leituðu þeir þá byggða (28.) Fjölmennur „ballet“-flokkur frá konunglega leikhúsinu í Kaupmanna- höfn, kom hér við á vesturleið og hafði sýningar (2.) Edvard Mitens lögfræðingur og menntamálaráðherra Færeya, kom hingað til þess að kynna sér útvarps- mál. Jafnframt flutti hann erindi í út- varpið. Mitens var fulltrúi Færeya á Alþingishátíðinni 1930 (8.) Kveðjusamsæti héldu Dalamenn Þorsteini Þorsteinssyni sýslumanni og frú hans í tilefni af því að Þorsteinn lætur nú af embætti vegna aldurs (22.) Minnisvarði um Hjálmar Jónsson skáld í Bólu var reistur og afhjúpaður við þjóðveginn fyrir neðan Bólu. — Skagfirðingafélagið á Akureyri gekkst fyrir þessu (26.) Gunnar Ólafsson arkitekt hefir ver- ið ráðinn skipulagsstjóri Reykjavíkur (29.) Ný frímerki, 75 au. og 125 au. hafa verið gefin út og eru á þeim íþrótta- myndir (29.) Þrír ítalskir kvikmyndatökumenn komu hingað til þess að taka fræðslu- kvikmyndir (29.) Biskupinn yfir íslandi, herra Ás- mundur Guðmundsson, vísiteraði Skagafjarðarprófastdæmi (30.) MERKISDAGAR OG FUNDIR Minnst var 40 ára afmælis Hafnar- fjarðarkirkju og við það tækifæri var vígt nýtt forláta orgel, sem kirkjan hefir fengið (2.) Búnaðarbankinn minntist 25 ára af- mælis síns. í tilefni af því gaf hann starfsfólki sínu 200.000 kr. sjóð, sem verja skal til styrks þeim, er leita þurfa lækninga erlendis (3.) Þing UMFÍ var háð á Akureyri. Séra Eiríkur J. Eiríksson var endur- kjörinn forseti (5.) Rauði kross íslands helt aðalfund sinn á Akureyri. Formaður var end- urkjörinn Þorsteinn Sch. Thorsteins- son lyfsali, en formaður framkvæmda- ráðs var kosinn dr. Gunnlaugur Þórð- arson (6.) Minnst var 25 ára afmælis Mjólkur- bús Flóamanna, sem nú er elzta og stærsta mjólkurbú landsins (23.) ÝMISLEGT Verðlaunum, 10.000 kr., hefir verið heitið fyrir bezta leikþátt til sýning- ar á Skálholtshátíðinni næsta ár (12.) Verkfall gerðu vélstjórar við frysti- húsin í Vestmanneyum, en það stóð ekki nema nokkra daga (13. og 17.) Úr danska sáttmálasjóðnum hefir verið úthlutað styrkjum til 24 manna, alls kr. 20.000 (20.) Skipverji á mb. Síldinni, sem var að því komin að sökkva hjá Gróttu fyrir nokkru, hefir nú játað að hafa opnað botnventla bátsins í því skyni að sökkva honum (21.) Mikil laxveiði, hefir verið sunnan lands í sumar, .en ekki nema í meðal- lagi nyrðra (23.) Vatnavextir voru með meira móti í olfum ám landsins seinni hluta mán- aðarips. Á Suðurlandi og Vesturlandi

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.