Lesbók Morgunblaðsins - 07.08.1955, Page 13

Lesbók Morgunblaðsins - 07.08.1955, Page 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS r 441 Trú á tré hefir haldizt um þúsundir ára Minnismerki Bólu-Hjálmars stöfuðu þeir af rigningum, en nyrðra og eystra af hitum til fjalla. Verð á smjörlíki og kaffi lækkaði (28.) Siglingadómur Reykjavíkur hefir dæmt Guðmund ísleif Gíslason, er var skipstjóri á togaranum Agli rauða er hann strandaði í vetur, til sex mánaða fangelsis og réttindamissis um 3 ár, vegna vanrækslu í skyldustörf- um sínum (30.) Nautgripasýning var haldin í Gaul- verjabæarhreppi að tilhlutun Búnaðar- félags íslands og voru þar sýndar 192 kýr og 9 naut. Bezta mjólkurkýrin hefir mjólkað 4676 kg að jafnaði á ári í 4 ár, og fekk hún heiðursverðlaun (30.) Stærsta síld, sem sögur fara af, veiddist norður af Melrakkasléttu. Hún var 46,3 cm. á lengd og vóg 710 gr. (29.) Villiminkum fjölgar óðum í land- inu og hafa þeir gert mikil spjöll víðs- vegar í æðarvarpi og silungsám. JiYRSTA tré, sem sögur fara af, er skilningstréð góðs og ills, sem óx í aldingarðinum Eden. Biblían segir að guð hafi bannað vorum fyrstu foreldrum að eta ávexti þess, en Eva stóðst ekki freistinguna, og af því hefir mann- kynið sopið seyðið síðan. Sagan ber því vitni, að snemma hefir mannkynið talið að tré væri gædd yfirnáttúrlegum eiginleik- um. Trén hafa verið mönnum ráð- gáta. Menn hafa undrast stærð þeirra, sveigjanleik greinanna, hvernig þau laufguðust á vorin en felldu laufið á haustin, hinn und- arlega þyt og klið í skógarlaufi, og þá eigi sízt hitt hvað trén gátu orðið gömul, allt að því ódauðleg og sívaxandi. Menn heldu því að þau væri guðir, eða að guðir byggi í þeim. Þessarar trúar verður þegar vart hjá Egyptum, er fyrstu sögur fara af þeim. Osiris, inn æðsti guð þeirra, var talinn eiga sér bústað í tré. í Assyríu hefir einnig verið mikil trú á helgi trjáa, eins og sést á ýmsum myndum þaðan. Sama trú var í Persaríki, en Babyloníumenn trúðu því, að and- ar eða guðir ætti sér bústaði í öllu því, sem til væri á jörðinni. HJÁ GRIKKJUM OG RÓMVERJUM Talið er að Olympsguðir hafi flestir upphaflega verið tré. Æðsti guðinn, Zeus, var talinn eiga sér bústað í eikartré. í „Encyclopædia Britannica” segir að í hinu elzta hofi Grikkja, Dodona, sem helgað var Zeus, hafi verið véfrétt og að hún hafi verið fengin með því, að menn hlustuðu á þytinn í gömlú eikartré. Er talið líklegt að það sé leifar af gamalli trjádýrkun. Dionysus var sonur Zeus og Semele og var frjóvsemisguð. Rómverjar kölluðu hann Bakkus og hjá þeim var hann guð vín- viðarins. Opollo var sonur Zeus og Leto og hann var næst æðstút* Olympsguðanna, og á hann var gott að heita í veikindum. í bók- inni „The Ascent of 01ympus“ segir: „Hann læknaði öll mein með mistilteinsberjum, berki og lauf- um og ýmsum jurtum, sem einu nafni voru kallaðar Apollo-jurtir. Er það undanfari töframeðalanna og lyfjabúðanna." Systir Apollo var Artemis, þau voru tvíburar. „En- cyclopedia Britannica" segir: „líjá Orchomenus var trélíkneskja hénrl- ar í stóru sedrustré, og bendir það til þess að upphaflega hafi til- beiðsla hennar byrjað á tilbeiðslti trésins (Kedreatis, „sedrusgyðj* an“). Hjá Caryae var líkneskja Artemis, kölluð Karuatis (hnotu- trés gyðjan)“. í Lakonia var mvrt- usviðurinn helgaður henni, en í Spörtu var það pílviðurinn. Þann- ig hefir tilbeiðsla þessarar fiöl- skvldu verið tengd við trjágróður. Rómverska gyðjan Diana Sam- svaraði Artemis, en upphaflega hét hún Vesta og var dýrkuð hjá vatp- inu Nemi. í hofi hennar brann hinn eilífi eldur og er talið að hann hafi verið kynntur með eik, sem talin var heilög. Hjá Rómverjum var Venus ástagyðjan, en Afrodite

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.