Lesbók Morgunblaðsins - 07.08.1955, Síða 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
væri í eyði það sem eftir var stríðs-
ins.
ffl
Nú er Hamborg risin úr rústum*
óg er taiið að endurreisnarstarfið
hafi hvergi gengið betur í Vestur-
Þýzkalandi. En sá sem kemur
þangað, getur alls ekki gert sér
neina grein fyrir þeirri viður-
styggð eyðileggingarinnar, sem
blasti við að stríðinu loknu, né hve
geisilegt átak það hefur verið að
koma borginni upp aftur. Um-
hverfis Binnen-Alster standa nú
nýtízku gistihallir eins og áður,
þar eru nýtízku verslunarhús,
Lombard-brúin milli vatnanna er
komin i samt lag aftur. Margt er
miklu fullkomnara en fyrir stríð,
eins og t d. járnbrautarstöðin, sem
nú er öll undir afar dýru glerþaki.
Yfirleitt má segja að í miðborginni
sjáist nú litlar minjar hinnar hræði-
legu „Katastrophe“.
Það er aðeins í úthverfunum að
maður kannast ekki við sig, hafi
maður verið kunnugur þar áður.
Þar standa nú á stöku stað „Hoch-
haus“ (skýakljúfar), eða stórar
sambyggingar íbúðarhúsa, um-
kringdar leikvöllum og skemmti-
görðum. Áður var hér gata við
götu, stór íbúðarhús full af fólki.
Það er allt horfið, og enginn virð-
ist vita hvað um fólkið hefur orðið.
í ráðhúsinu var mér sagt, að enn
ætti um 250.000 manns heima í
herskálum (bröggum) og biði þess
að röðhi kæmi að sér með að fá
annað og betra þak yfir höfuðið.
Alltaf er verið að byggja. Seinustu
fjögur árin hefur borgarstjórnin
látið byggja íbúðarhús yfir 2000
fjölskyldur á mánuði til jafnaðar,
og nýr barnaskóli hefur risið upp
á hverjum mánuði. Mönnum, sem
byggja yfir sig sjálíir, er veitt mik-
il skattaívihian.
Nú eru íbúar Hamborgar um
1.700.000, og þetta er stærsta borg-
in í Vestur-Þýzkalandi. Og alltaf
fjölgar fólkinu. Talið er að um 7000
manna flytjist þangað á hverjum
mánuði til jafnaðar, vegna þess að
þar eru nú betri afkomu skilyrði
en annars staðar.
Raímagnseyðsla borgarbúa er nú
helmingi meiri heldur en hún var
1938. Og nýi íþróttavangurinn er
hinn stærsti í Þýzkalandi.
ffl
Arið 1189 veitti Friðrik Barbar-
ossa, keisari „ins heilaga róm-
verska ríkis“ Hamborg sjálfstæði.
og því heíur borgin haldið fram á
þennan dag, nema þann tíma sem
nasistar sátu að völdum. Hamborg
hefur nú sína eigin stjórn.
Hún er mesta iðnaðarborgin i
Vestur-Þýzkalandi. Þar vinna nú
um 200.000 verkamenn í hinum
vTnsu verksmiðjum. Auðmennirnir
gömlu, sem litu á sig sem nokkurs
konar aðal, eru nú horfnir, en í
þeirra stað eru komnir verksmiðju-
eigendur. Þeir láta þó lítið á sér
bera og eru ekki að stæra sig af
auðlegð sinni.
„Verksmiðjueigandi er vís til
þess að halda hundrað tnanns
dýrindis veizlu og spara ekkert til,
en næsta morgun gefur liann skip-
un um, að haldið sé til haga öllum
notuðum umslögum, til þess að
skrifað sé á þau það sem skrifa
þart' til minnis. Viðkvæðið cr að
ekki se hægt að græða með öðru
en sparnaði."
Hamborgarmenn hugsa meira
um víðskifti en stjórnmál. Hvar
sem komið er á opinbera staði, er
ekki talað um annað en viðskipti,
skatta og peninga. Þeir fyrirlíta
stjórnmálin og „vilja lifa í friði“.
Gremjan í garð Vesturveldanna.
sem svo mjög gerði vart við sig
fyrst eftir stríðið, er nú horíin með
öllu.
441
Að stríðinu loknu var höliiin í
Hamborg gjcrsamlega evðilögð.
Allar bryggjur, vöruhús og geymsl-
ur í rústum, og ekki sá neitt sftir
af vegum og sporbrautum. í sjálfri
höininni lágu skrokksr 350 sltíoa
sem sökkt hafði verið, svo að allar
siglingar um höfnina voru bann-
aðar.
Bandamenn voru ekki a því í
fyrstu að skipasmíðastöðvarnar
skyldi endurreistar. Þeir leyi'ðu að-
eins að hreinsað væri til í kring
um höfnina. En þegar bandamenn
íóru að slaka á klónni, tóku að rísa
upp nýar skipasmíðastöðvar. í’yrst
i stað smíðuðu þær aðeins lítil skip
til þess að sclja úr landi. Síðan
fóru þær að smíða stærri skip. Síð-
an 1951 hafa í rauninni engar höml-
ur verið á aðrar en þær, að sækja
hefur þurft um leyfi bandamanna
til þess að koma upp jafn full-
komnum skipasmíðástöðvum og
voru íyrir stríð.
Nú er höfnin í Hamborg orðui
svo fullkomin, að eriendir hafnaf-
verkfræðingar dást að því. Höfnin
er mjög rúmgóð, öll upplýst með
neon ljósum, allir hafnarbakkar
gerðir úr síáli og steinsteypu og
svigrúm mikið á landi, með járn-
brautum þvert og endlangt.
„Fyrst skutum vér allt i rústir
og svo bönnuðum vér þeim að end-
urreisa mannvirkin,“ sagöi Breti
nokkur. „En hvað skeður? í dag er
Hamborgárhöfn hin fullkomnasta í
Evrópu og orðin fræg fyrir það hve
hröð afgreiðsla skipa er þar. Þang-
að sigla nú skip rúmlega tvö
hundruð skipaíélaga, og 500 skip
láta þar úr höfn á hverjum mánuði.
Og þetta er aðeins byrjunin. ,.
(Úr The New Yurker).
— Pabbí, aUfeði Jónsi litli og. leit upp
úr iestrinum, hvað er stjórnmálasam-
band.
— Það er nokkuð, sem ekki er til,
drengur minn.