Lesbók Morgunblaðsins - 09.10.1955, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 09.10.1955, Blaðsíða 8
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS f 550 ' ÞETTA GERÐIST í SEPTEMBER VEÐRÁTTA var svipuð og að undanförnu í sum- ar, úrkomusamt syðra og vestra, en þurrviðri nyrðra og eystra. Þó gerði hret fyrir norðan um mánaðamótin ág.-sept. og kom þá svo mikill snjór á Siglufjarðarskarð, að vegurinn varð ófær bílum, og hefir það ekki komið fyrir áður svo snemma. Seinni hluta mánaðarins kólnaði á Norðurlandi og komu næturfrost. LANDBÚNAÐUR Upp úr miðjum mánuði kom þerrir vestan og sunnan lands og stóð í nokkra daga. Náðu menn þá heyum þeim, sem úti voru og breyttust þá horfur mjög til ins betra, enda þótt heyið sé mjög hrakið og ekki gott fóð- úr. Er búizt við því að bændur muni þurfa að farga miklu meira af fjár- stofni sínum heldur en þeir höfðu ætl- að sér, og ennfremur að kúm muni fækka mikið í haust á suðvesturlandi. Eru jafnvel taldar horfur á að mjólk- urekla muni verða í Reykjavík í vet- ur og þess vegna hefir þegar verið úthlutað mjólkurmiðum ásamt öðrum skömmtunarmiðum. Enn er gert ráð fyrir því að sauðfjárslátrun verði svo mikil að flytja þurfi út um 2000 lestir af kjöti, en markaðshorfur eru daufar. Þess vegna hefir ríkisstjórnin ákveðið að beita sér fyrir því að uppbætur verði veittar á verð fyrir útflutt kjöt, gærur og ull. — Göngum var víða frestað í óþurrkasveitunum um viku. Fé er yfirleitt talið með rýrara móti og er kennt um ótíðinni syðra og vestra, en of miklum þurrkum annars staðar. — Kartöfluuppskera mun víðast vera með lang lélegasta móti. ÚTGERÐIN Síldaraflinn vestan lands mun hafa verið orðinn um 60.000 tunnur í mán- aðarlok, og vantar enn nokkuð upp á að veitt hafi verið upp í gerða samn- inga. Síldveiðarnar gengu nokkuð skrykkjótt vegna ógæfta og hins, að háhyrningar ollu stórkostlegum skemmdum á netjum. Er tjónið af völd- um þeirra metið til milljóna og lá við um skeið að útgerðarmenn gugnuðu á að halda bátum sínum út. En þá var leitað þess ráðs að senda vopnaðan bát gegn háhyrningunum og veiðibátar fengu vopn til að verja net sin. — Tog- ararnir hafa aðallega veitt karfa í þess- um mánuði. Þeir byrjuðu laust fyrir miðjan mánuð að selja afla sinn í Þýzkalandi. Gengu fyrstu sölumar Fyrsti ambassador á íslandi Anderssen-Ryst sæmilega, en þá barst svo mikið á markaðinn af karfa, að verðið féil um helming og voru seinustu sölur rúm 50.000 mörk. Verðfall þetta stafaði af því að Þjóðverjar höfðu. fundið ný karfamið norður. af íslandi og fylltu sig þar á fáum dögum. Barst því svo mikið að af þessum fiski að markað- Frá fundi Stéttar- sambands bænda. — Talið frá vinstri: Guðm. Ingi Kristj- ánsson og séra Gísli Brynjólfsson (ritar- ar), Jón alþm. Sig- urðsson fundarstj., Sigurður Snorrason, Gilsbakka vara- fundarstj. og Sverr- ir Gíslason í Hvammi, form. sambandsins.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.