Lesbók Morgunblaðsins - 18.03.1956, Blaðsíða 1
11. tbl.
Sunnudagur 18. marz 1956
XXXI. árg.
Oddný móðir Skúla fógeta
missti tvo menn sina með sviplegum hætti
og voru báðir að sækja rekavið
QDDNÝ JÓNSDÓTTIR frá Keldu-
nesi, móðir Skúla landfógeta,
var tvígift og fórust báðir menn
hennar voveiflega. Fyrri maður
hennar var Magnús sonur séra Ein-
ars Skúlasonar í Garði. Magnús
var prestur í Húsavík. Um andlát
hans segir svo í Árbókum Espólíns
við árið 1728: „Á þorra sótti Magn-
ús pestur í Húsavík Einarsson
Skúlasonar, rekavið á báti, hann
stjakaði með ár, og brotnaði árin,
en hann hraut útbyrðis og drukkn-
aði, en aðra sakaði ekki, var hann
þó gildlegur maður að öllu, og sökk
þar með aldrei í vatni, varð hann
harmdauði frændum sínum.“
Seinni maður Oddnýar var Þor-
leifur prófastur Skaftason í Múla.
Frá afdrifum hans segir í Árbók-
unum við árið 1747: „Það bar til,
að Þorleifur prófastur Skaftason
hafði riðið nokkuð, og af sér fylgd-
armanninn; hann reið góðum hesti,
og var stundum vanur að setja
hann á lítt fært; sagði hann svo,
er hann hafði riðið veikan ís, og
er að því var talið, að vötn eða ár
mundu ekki verða sér að bana, en
heldur veita nokkur lítil; hann
fannst í blevtukíl einum og var þar
örendur, en hesturinn stóð á bakk-
anum; hann hafði verið einna mest
virður af prestum norðanlands, en
til þess hafði hann talsgáfu, og söng
og aðrar gáfur, álit og stórmennsku
og oft hafði hann þjónað að presta-
vígslum, auk þess er hann var stift-
prófastur.“
Séra Jón Ingjaldsson í Húsavík
ritaði leiðréttingar við Árbækur
Espólíns um andlát ýmissa manna,
þar á meðal manna Oddnýar. Séra
Jón var fæddur í Þerney, en fór
11 ára gamall til móðurbróður
síns, séra Arnórs Jónssonar og ólst
upp hjá honum á Hesti og í Vatns-
firði. Húsavíkurprestakall fekk
hann 1848, eða réttum hundrað ár-
um eftir lát Þorleifs prófasts. Hefur
hann því fengið upplýsingar sínar
eftir að hann kom norður og má
telja víst að frásagnimar um in
sorglegu afdrif þessara merkis-
presta, hafi gengið þar mann fram
af manni lítt brjálaðar. Slysin
höfðu bæði skeð í námunda við
Húsavík og hafa mönnum orðið
minnisstæð og margt um þau rætt.
Þessar frásagnir séra Jóns eru því
svo merkilegar, að rétt þykir að
þær komi almenningi fyrir sjónir.
Drukknan
Magnúsar prests Einarssonar
Síðla vetrar 1728 sótti Magnús
prestur morvið inn á sjávarsand og
var hann við 4. eða 5. mann. En er
þeir voru langt á leið komnir aftur
heimleiðis í logni veðurs, sat prest-
ur aftur á morviðarbunkanum, lík-
lega við stýri, en hinir reru út með
Kaldbaksskerjum (sem liggja í
leiðinni) hvar oft er brimsúgur við.
Lítur þá einn maðurinn upp (það
var Skúli, 18 ára, sonur prests) og
segir:
„Hvar er hann faðir minn?"
Líta hinir þá upp og sáu ei prest,
en er þeir hugðu gjör að, sáu þeir
hann fljóta skammt aftur af bátn-
um, og var hann örendur, er þeir
náðu honum (og mun af þessu, að
hann flaut fyrir aftan bátinn,
sprottin sú saga, að hann sykki
aldrei í vatni, eins og Árbókin
segir).
En er þeir höfðu lent og borið