Lesbók Morgunblaðsins - 18.03.1956, Qupperneq 2
I 166
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
cjCjóJh&fiíýéu
incpar
INNST INNI
(MARGIT EKEGARDH)
Min kennd, þú ert ekki af okkar heimi,
þú ert árroði, kvöldstjörnnblik.
Að faðma þig væru eiðrof ein
og aldinna loforða svik.
Ég ann þér og vildi þig vefja örmum,
ég veit, þú ert holundum særð,
en vil ei að ögri þér umkomulausri
þau orð, sem þú skilið ei færð.
»&•
r£
I
$
J
J
I
|
í
ÖÐRUM GEFIN
(GIRI GRÖNLUXD)
(Lag eftir Ilmari 'Hannikainen).
I huga minum tregaraddir
ákaft á þig kálla,
er einn í þrá og söknuði
ég horfi iipj> til fjalla.
en bak við þau ég veit að nú
þú brúðarkjdiiiin saumar.
og bjartar myúdir skiðaclds
á héndur þinar falla.
Ö, fagra, liðna stund, að mega
dýrka þig og dá þig,
en — drottning minna björtu vona —
annar sveínn mun fá þig,
þinn heita munn, þitt lokkásafn
og aögun yndisbláu.
og aldrei fá þær raddlr svar,
er stöðugt hröpa á þig
EINAR M JÓNSSON þýddi
—V;
upp lík prestsins, toku þeir að ræða
um sín á meðal hve þeir skyldu að
fara, eða hvern þeir mundu fá til
að segja Oddnýu, prestsekkjunni,
þessa sviplegu harmsögu, og varð
engi þess skjótt búinn.
Er þá sagt að svo bæri til, að
Þorleifur prófastur Skaftason í
Múla væri þá staddur í Húsavíkur
verslunarstað, en hann liggur suð-
vestan til og sjávar megin neðan-
vert við Húsavíkurstað og túnið.
Tóku þeir þá það ráð, að hitta Þor-
leif prófast og inna honum allt svo
sem til hafði borið og báðu að hann
vildi verða til að segja Oddnýu
tíðindin, og er mælt að hann væri
til þess fús. En aðrir segja að hann
væri orðinn nokkuð vínkenndur —
sem ei er ótrúlegt — og byðist til
að segja sorgarsöguna. Og svo fór
að hann varð fyrstur til að segja
henni. En er hún tók að gráta og
berast lítt af, þá er mælt hann
segði:
„Vertu ekki að skæla þig og skíta
á þig af því arna, Oddný' Ég skal
eiga þig. Ég skal eiga þig aftur. eða
er ég ekki fullgóður fyrir þig?“
En þá hafði Þorleifur prófastur
skömmu áður misst Ingibjargar
konu sinnar, er var bróðurdóttir
Einars biskups. Og varð þetta orð
að sönnu, að Oddný gekk með Þor-
leifi prófasti, og hafði það í skilorði
að hann kenndi sonum hennar, sem
hann og gerði.
L'm dauða
Þorleifs prófasts
fer ýmsum sögum, í 18. aídar
Eftirmælum er sagt: „hann fell ’of-
an um veikan ís á íæk og drukkn-
aði 1748“, og ekki meir um það sagt.
En í Árbókum segir frá dauða hans
1747 svo nær eins og í íslands sögu-
ágripi mínu. En síðan eg þetta reit,
hef eg fengið enn greinilegri skýr-
ingu um afgang hans, beint svo
sem hér eftirfylgir
Sumarið 1747, um messnaleysið,
réið Þorleifur prófastur að heiman
frá Múla, ófan að Sílalæk, sem er
sjóarjörð við botn Skjálfandaflóa
og er kirkjujörð frá Grenjaðarstað,
en Múlastaður á þar þó gilt reka-
ítak, er nefnist Múlareki. Með hon-
um Var einn húskarl hans, og hafði
í för 2 eða 3 reiðingshesta lausa,
ér hahn átti að taka trjávið up'p
á af rekanuto. Greiddist þeim vel
ferðin ofan að Sílalæk óg hafði
prófastur þar aligóðar viðtökur,
sem lfklegt mundi.
Síðan fór hann með húskarlin-
ítm ofan að sjónum, sem er þó æði
langt frá bænum, og sá yfir rekann
og sagði fyrir hvað heim skyldi
flytja.-Ei er þess getið hvort'hann
leggði hönd að að hjálpa manni