Lesbók Morgunblaðsins - 18.03.1956, Page 4

Lesbók Morgunblaðsins - 18.03.1956, Page 4
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 168. — Snœbjörn Jónsson Hver kenndi Dasent k F ÍSLENZKUM fornsögum mun það óumdeilanlegt að Njála hafi orðið víðfrægust á enska tungu — í þýðingu er Sir George Webbe Dasent gerði og út kom í Edinborg 1861, í tveim fallegum bindum. Með þýðingunni var forspjall, hátt á annað hundrað síður að lengd, um forníslenzkar bókmenntir og menningu. Er það bæði fróðlegt og skemmtilegt, svo að enn í dag er unun að lesa það, en efalítið er það að efni til mestmegnis frá Guðbrandi Vigfússyni komið, og þarf þá engan að undra, að fróð- leikurinn sé mikill. Ekki þar fyrir, Dasent varð án efa sjálfur fróður um þessi efni. Dasent átti til hinna merkustu manna að telja, umgekkst hið mesta stórmenni Englands og var sjálfur mikill bæði að hæfileikum og lær- dómi. Þýðingar hans úr íslenzku og norsku og ritgerðir hans um nor- ræn efni hlutu heiður og öfluðu honum orðstirs, og hann hlaut mikinn embættisframa. Sökum þessa orðstírs var það, að eftir að Richard Gleasby var fallinn frá (1847), áður e'n starfinu til und- irbúnings hinnar fyrirhuguðu orðahókar hans yfir íslenzka tungu væri nálægt' því lokið, var Dasent falið að íjúka verkinu. Ekki kem- ur það til mála, að hann hafi verið slíkum ógnar-Vánda vaxinn. Varð og ekkert úr framkvæmdum, unz Guðbrand.ur Vigfússon var ráðinn til þess ‘að fullgera orðabókina (að tillögu Dasents) og Clarendon Press tókst á hendur að standa straum af kostnaðinum. En allt er það meiri og margbrotnari saga en hér verði sögð, enda ýmislegt þar óljóst unz hin nýja útgáfa orða- bókarinnar kemur, sú er Sir William Craigie hefir unnið að nú um átta ára skeið. Hann einn hefir rannsakað sögu bókarinnar. Vitum við það eitt, að hans rannsóknir hafa kollvarpað ýmsu því, er hing- að til hefir af flestum verið trúað um þá sögu. Mun þess nú skammt að bíða, er hann hefir nýtt um hana að segja. Ekki er þó endilega víst að hann segi allt það er hann veit, því vera má að eigi sé enn tími til kominn að draga hvert atriði fram í dagsljósið. Svo mikið er þó víst, að sumt það, er Dasent segir í ritgerð sinni framan við hina frapgu og ágætu orðabók, verður nú að falla fyrir því, er sannara hefir reynzt. Það verður að víkja, sem hrakið verð- ur með óvefengjanlegum rökum, þar á meðal andmælum Guðbrands sjálfs, sem þar mátti gerst um vita. Og stærri mun reynast hlutur þeirra Konráðs Gíslasonar, Hall- dórs Kr. Friðrikssonar, og annara íslendinga í Kaupmannahöfn, en ætlað hefir verið. En þeir unnu fyrir Cleasby. Eru fyrir þessu þær sannanir, sem öll tvímæli taka af. Hvað sem þessu líður, hefir kunnátta Dasents í íslenzkri tungu verið mikil. En þegar ég síðast heimsótti Sir William Craigie, í september 1955, hafði honum ekki tekizt að komast fyrir það, með hvers aðstoð Dasent hafði numið íslenzku svo rækilega. En vart sýn- ist annað hugsanlegt en að hann hafi notið tilsagnar einhvers fs- lendings. Hjálpargögn voru í þá íslenzku? daga bæði fá og ófullkomin. Ekki sé ég hvernig Craigie ætti að hafa getað haldið áfram þeim eftir- grenslunum er líklegar væru til þess að varpa Ijósi yfir þetta atriði, því ekki er lengur unt fyrir hann að fara að heiman til þess að sitja á handritasöfnum í London eða Oxford, eða á öðrum þeim stöðum er líklegir séu til þess að geyma heimildir um málið. Mjög er það líka sennilegt að bréf og dagbæk- ur Dasents hafi glatazt er allt bóka- safn hans brann til ösku árið 1890. Jafnvel þótt ekki kynnu að vera til nein gögn um þetta á Englandi, eftir þann bruna, má samt vel vera að þetta mætti upplýsa. Get- ur auðveldlega verið að heimildir sé að finna í íslenzkum handritum, bréfum eða dagbókum, hér eða í Kaupmannahöfn. Eitthvað mun vera hér af bréfum frá Dasent til Gríms Thomsens ( og líklega bréfa- uppköst frá Grími til hans), en naumast eru þau bréf líkleg til þess að svara því, sem hér er um spurt. Dasent var í Stokkhólmi 1840— 1845, ritari brezka sendiherrans þar, og í Stokkhólmi hlýtur hann að hafa numið íslenzkuna. Ekki er mér kunnugt um að á þeim ár- um hafi nokkur lærður íslending- ur haft þar varanlegt aðsetur, en einhvern hluta úr árinu 1841 voru þeir þar við uppskriftir h^^drita Jón Sigurðsson og Ólafur Pá'-^on, síðar dómkirkjuprestur (f. 1814). Ekki þykir mér sennilegt að Jón hafi kennt Dasent, og ekki mun Jón hafa talað ensku, en öðru máli

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.