Lesbók Morgunblaðsins - 18.03.1956, Side 6

Lesbók Morgunblaðsins - 18.03.1956, Side 6
170 LESBÓK MöRGUNBLAÐSINS Sjúkdómur sem magnast mjög vestan hafs AÐ drógst um nokkrar vikur að hægt væri að sýna seinasta sjónleik Katharine Cornnell á Broadway, vegna veikinda ins al* kunna leikara, Tyrone Power. Og í sumar sem leið varð að gera mikl- ar breytingar á dagskrá siónvarps- ins, vegna veikinda Dorothy Coll- ins söngkonu og Gene Ravmond leikara. Aðstoðarforseti United Press kom veikur úr Evrópuför og varð að liggja í margar vikur. Og fyrir skömmu varð, að fresta fram- kvæmdaráðsfundi, sem halda átti í Madison Avenue, vegna þess að fimm af átta fulltrúum voru veikir. Hér var ætíð um þá veiki að ræða, sem nefnd er „virus hepa- titis“ (lifrarbólga). Heilbrigðisráð Bandaríkjanna segir að þetta sé sá sjúkdómur, sem nú færist mest í vöxt. Hann er nú fimmti í röðinni af næmum sjúkdómum, og þar sem hann magnast mjög við kulda, má bú- ast við því að hann verði að far- aldri í vetur. Tala lifrarbólgusjúklinga hefir nær þrefaldast á þremur árum, var 17.035 árið 1952, en 49.722 árið 1954. En þar sem aðaleinkenni veik- innar, gula og litarbrevting í aug- um, kemur ekki fram hjá öllum. má búast við bví að langtum fleiri hafi tekið veikina. Ekki getur hún talizt mannskæð, því að venjulega deya aðeins 2—3 af hverjum 1000 sem hana fá. En þegar hún kemur sem farsótt, er hún mannskæðari. Þannig dóu 48 af 809 sjúkUngum í New York ár- ið 1954, en sumir af þeim sem lifðu, verða aldrei jafngóðir. Ef þú ert reykingamaður og miss- ir snögglega löngun í reykingar, þá má vera að þú hafir fengið þessa lifrarveiki. Önnur byrjunar einkenni eru höfuðverkur, þreyta, ógleði, lystarleysi, hiti, kvíði, og auk þess verkur hægra megin í kviðarholinu. Seinna kemur stund- um fram gula, en þó kom hún ekki fram í neinum, þegar veikin bloss- aði upp í flugherbúðunum í Colo- rado fyrir skemmstu og veiktist þar þó 41 maður, ♦—0—4 Lifrin er það líffæri, sem vér hugsum sjaldan um, og hefir hún þó mjög þýðingarmiklu starfi að gegna. Næringarefnin fara í gegn um hana, hún framleiðir gallið, út- deilir og blóðefnum og ýmsum öðrum efnum, sem líkamanum eru nauðsynleg. Ýmislegt getur valdið veikindum í lifrinni, svo sem eitrun og gall- steinar. En þessari lifrarbólgu valda sýklar, og þess vegna er hún köll- uð „virus hepatitis“. Sýklar þess- ir eru tvenns konar og örlitlir. Þeir hafa aðeins fundizt í mönnum, en ekki í neinni annari skepnu. Heilbrigðismálastofnun Samein- uðu þjóðanna kallar þá blátt á- fram „hepatitis vírusa A og B". Hinn fyrri er algengari og getur borizt með mönnum, vatni og mat- vælum og jafnvel sýklaberum, sem ekki veikjast. Sú tegund veikinnar, sem þessi sýkill veldur, er kölluð „smitandi lifrarbólga“. B-sýkillinn veldur ekki smitun nema hann berist inn í blóðið. Þangað getur hann borist með blóðgjöfum, eða með nálum og sprautum og þegar sýnishorn af blóði eru tekin. Sú tegund veik- innar sem.hann veldur, er kölluð „serum hepatitis'. Einkenni beggja tegunda veik- innar eru mjög svipuð, en með- göngutími er lengri með A, því að þar kemur veikin ekki fram fyr en 60—160 dögum eftir smitun, en hjá B eftir 15—40 daga meðgöngu- tíma. B-tegundin hefir orðið hinni mannskæðari, en það má vel vera vegna þess, að sýkillinn berst í menn með blóðgjöf, og þeir því véikir fyrir. Einn kunnur maður lézt nýlega úr „serum hepatitis“. Það var Jap- aninn Aikichi Kuboyama, sem var einn af þeim 23 mönnum á „Happa- drekanum", er urðu fyrir kjarna- geislum frá sprengingu á Kyrra- hafi. Hann dó ekki af geislunum, en honum var gefið blóð og með því fékk hann lifrarbólgusýkilinn, sem varð honum að bana. Hinir mennirnir lifa allir. Engin dæmi þekkjast um „serum hepatitis“ fyrir 1885 og virðist hún því fyrst hafa komið upp á þess- ari „nálaöld“ læknislistarinnar. ♦—0—4 Smitandi lifrarbólga er kunn frá fornu fari. Fyrstu læknar Grikkja hafa lýst einkennum hennar og hún virðist oft hafa komið upp þar sem þröngbýlt var og hreinlæti lítið, eins og var á styrjaldar- tímum. Hermenn Napóleons fengu hana þegar þeir voru í Egyptalandi. í þrælastríðinu veiktust 71.691 af henni. Hún var algeng meðal her- manna Breta og Frakka í Miðjarð- arhafinu ( fyrri heims- styrjöld. í seinni heimsstyrjöldinni brauzt hún hvað eftir annað út sem faraldur, bæði í herjum banda- manna og herjum Miðveldanna. í skýrslum herlækna Bandaríkjanna frá þeim árum, er getið um báðar tegundir lifrarbólgunnar. Arið

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.