Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 22.07.1956, Qupperneq 5

Lesbók Morgunblaðsins - 22.07.1956, Qupperneq 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 393 mennirnir ganga enn í eldrauðum treyum, eins og fyrrum, og skera sig úr hvar sem þeir fara í marg- menninu á strætunum. . Torgsölur hafa um aldir sett svip í lífið í Höfn, og enn eru þær við líði. Úti í Skovshoved, sem er á milli Charlottenlund og Klampen- borgar, hafa fiskimenn búið um langan aldur, en konur þeirra fóru með fiskinn inn í borgina og seldu hann þar. Að vísu hefir útgerð þessi dregist saman ög er hlutfalls- lega miklu minni nú en áður var. En fiskimennirnir hafa enn bæki- stöð sína í Skovshoved og konur þeirra koma á hverjum morgni inn til borgarinnar að selja fiskinn á torgi. Þær eru svipur af inni gömlu Kaupmannahöfn. Uppi undir Vötnunum svoköll- uðu, rétt austan við Örstedparken, er Grænmetistorgið og hefir lengi verið. Þangað komu bændur áðúr með grænme+i og ávexti í hest- vögnum, eldsnemma á hverjum morgni, og seldu ódýrt. En sam- keppnin var mikil. Þar orgaði hver í kapp við annan til þess að bjóða vörur sínar. Torgið var fullt af kössum og borðum, vögnum og hestum og æpandi sölufólki, en kaupendur tróðust þar á milli, þótt varla yrði þverfótað. Þótti það ævintýri líkast að koma á græn- metistorgið þegar allt var þar í al- gleymingi. Torgið er til enn, en er fyrir löngu orðið altof lítið. Þess vegna hefir það verið stækkað mjög og bætt við það löngu svæði milli Örstedparksins og Nörrevold- gade. Og samt er of þröngt um það, og þarna er það fyrir, svo að nú á brátt að flytja það til Valby, og hefir borgarstjórnin tekið þar frá stórt land handa því. Nú flytja bændur ekki lengur af- urðir sínar á hestvögnum til torgs- ins, allir eru með bíla. En þó hefir torgið enn nokkuð af sínum gamla svip. Þar eru sömu þrengslin og áður, sömu ópin og köllin. Menn koma þangað kl. 6 á morgnana og mega selja til kl. 9, en verða þá að fara. Þá er markaðnum lokið, en ýmsir grænmetissalar hafa keypt birgðir og eru að selja þær með hærra verði á torginu allan daginn. Þá eru hrópin minni, en þeir hafa hjá sér spjöld með verði varanna og leitast við að teygja kaupendur að sér með þeim. Og þá kemur sam- keppni í auglýsingum, eins og t. d. þetta: Einn hafði hjá sér stórt spjald og á því stóð með stórum stöfum: „lbí kg. kartöflur fyrir 85 aura“. Skammt þar frá var annar og hafði skráð á sitt spjald; „3 hálf- kg. kartöflur fyrir 85 aura“ og var staíurinn 3 geisistór. Þessi hefir verið mannþekkjari og vitað að fólk hélt að 3 hálfkg. væri betri en IV2 kg.! Mest af því grænmeti sem nú var selt, var úr gróðurhúsum. Er orðið mikið um þau í Höfn víða, og fjöldi gróðurhúsa er það fyrsta sem maður sér þegar ekið er fra flugvellinum til borgarinnar. Við fórum eitt sinn snemma morguns til torgsins, í þann mund er þar var mest um að vera. Þar rakst maður á mann milli bíla, kassa og borða, og köll sölumanna og kvenna gengu óspart. Þar rakst eitt okkar á háan og þrekinn sölu- mann og átti af tilviljun einhver orðaskipti við hann. Heyrði sá danski að hér var útlendingur og spurði hvaðan hann væri. Og er hann vissi að hér var íslendingur kominn, bað hann fyrir kveðju til bróðurs síns Michael Hassing bónda í Berufirði í Reykhólasveit!

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.