Lesbók Morgunblaðsins - 16.09.1956, Qupperneq 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
521
Jón tekið hann upp á sína arma
um haustið og veitt honum viður-
væri allan veturinn og geri enn,
þangað til svar komi frá Skálhoiti
um það hvernig eigi að fara með
skuldir Finns. Þá segir Magnús, að
ekki sé hægt að koma Finni heim
til íslands, því að skuldheimtu-
mennirnir höfuðsitji hann, og ætli
sér ekki að láta hann sleppa við
fangelsi, fái þeir fé sitt ekki að
fullu greitt. Hann segir ennfremur,
að vegna ættar Finns, en ekki
vegna hans sjálfs, hafi ýmsir ís-
ienzkir stúdentar og „meiri menn“
sýnt honum þá góðvild að forða
honum frá skuldafangelsi. Meðal
þessara manna hafa verið þeir Carl
Pontoppidan (sonur Eriks Pont-
oppidan prókanzlara) og Grímur
Thorkelín leyndarskjalavörður. —
Sést það á bréfum Hannesar bisk-
ups. Hann skrifar Pontoppidan í
ágúst 1783 og þakkar honum lið-
sinnið. Segist biskup ekki geta lýst
því með orðum hve mikla sorg
þessi afvegaleiddi systursonur sinn
hafi bakað ættfólki sínu með fram-
ferð: sínu, og það standi uppi ráða-
laust og viti ekki hvernig eigi að
fare með hann. Hætt sé við að þeim
pemngum, er honum yrði sendir,
væri fleygt í sjóinn, en þó hefði
faðir sinn reytt saman allt sem
hann hafi getað og sent peningana
Jóni Eiríkssyni og beðið hann um
að verja þeim eftir því sem bezt
hentaði. — í bréfi til Gríms
Thorkelín í sept. 1783 má sjá, að
Grímur hefir skrifað biskupi eitt-
hvað um framferði Finns, því að
biskup segir að sig taki það mjög
sárt að frétta um óreglu hans og
geta ekki bjargað honum. Væri
það sorglegt ef hann yrði sjálfum
sér til byrði, ættmennum sínum
til hrygðar og almenningi til eink-
is gagns.
Gamla biskupinum í Skálholti
rann til rifja auðnuleysi og vesal-
dómur dóttursonar síns, þegar að
því var komið að harðvítugir skuld-
heimtumenn settu hann í fangelsi.
Hann sendi því Jóni Eiríkssyni 400
rdl. til þess að greiða skuldir Finns,
og auk þess 43 rdl. til þess að hann
gæti komizt heim til íslands. Er
þó líklegt að hann hafi að nokkru
gert þetta fyrir þrábeiðni Mar-
grétar dóttur sinnar, móður Finns,
því að hann skuldaði hana fyrir
243 rdl. af þessari upphæð, sem
fyrirfram greiðslu upp í væntan-
legan föðurarf hennar.
Fhnnur kom svo heim sumarið
1784. Um leið skrifaði
Magnús Stephensen Hannesi
biskupi og biður hann að leggja
engan trúnað á það, sem Finnur
kunni að segja sér eða öðrum til
meins, „ef hann komi í Skálholt".
Kveðst Magnús hafa orðið var við
þann veikleika hjá Finni að segja
mikið, en — — —. Auðskilið er
hvað hann á við með því, sem hann
iætur ósagt. Á hinn bóginn grun-
ar hann, að Finnur muni ekki dirf-
ast að koma fyrir augu afa síns og
móðurbróður eftir það sem á und-
an var gengið, en vill þó hafa vaðið
fyrir neðan sig.
Finnur fór fyrst heim til móður
sinnar. Var hún þá flutt að Neðra
Ási og var þar heldur dapurleg að-
koma, því að móðuharðindin höfðu
drepið svo að segja allan búpen-
ing hennar. Þarna var Finnur um
sumarið, en vildi ólmur sigla aftur
um haustið. Fór hann þá að norð
an og suður á Nes og ætlaði að
fá sér þar far, en fekk ekki. Hvarf
hann þá að Skálholti og var þar
um veturinn. Kom hann sér í fæði
hjá Magnúsi varalögmanni Ólafs-
syni, sem var kvæntur Ragnheiði
móðursystur hans, en forðaðist afa
sinn eftir því sem unnt var, og lét
allar áminningar hans sem vind
um eyrun þjóta. Var hann þar
hvorki sjálfum sér né öðrum til
gagns. Ekki leit hann í neina bók,
er hann gat haft gagn af, en las
skemmtibækur öllum stundum.
Um vorið vildi Finnur biskup að
hann færi til Borgarf jarðar og sett-
ist að í Reykholti hjá séra Eiríki
Vigfússyni og systur sinni. En við
það var ekki komandi. Finnur
yngri vildi komast út og kvaðst
þurfa að ljúka háskólanámi, en
gamli maðurinn var ekki trúaður
á það. Finnur fór þá norður til
móður sinnar og særði út úr henni
alla þá peninga, er hún hafði ráð
á, en það voru 50 rdl. Síðan seldi
hann jarðarpart, er hann hafði
fengið í föðurarf, fyrir 100 rdl. Fór
svo vestur að Stapa og réði sér þar
far með kaupskipi. Heldur munu
honum hafa þótt fararefni lítil,
svo að hann reið suður í Skálholt
og ætlaði að kría út meira fé hjá
afa sínum. En gamli maðurinn
sagði nei, og réði honum aljjérlega
frá því að sigla. Það stoðaði þó
ekki og fór Finnur utan um haust-
ið Hvernig gamla biskupnum hafi
þá verið innan brjósts, má nokkuð
sjá af tveimur bréfum, sem hann
skrifaði þá vinum sínum í Kaup-
mannahöfn, þeim Jóni Eiríkssyni
og Jóni Ólafssyni frá Svefneyum.
Eins og fyrr er getið hafði Jón
Eiríksson afsagt að skifta sér nokk-
uð af Finni framvegis, og þess
vegna segir biskup í bréfinu til
hans, að hann geti ekki vænzt þess
að Jón skifti sér nokkuð af honum
nú, en mælist samt til þess að hann
láti Finn fá atvinnu við skriftir.
En bezt væri ef hann kæmist eitt-
hvað langt í burtu úr Kaupmanna-
hafnar sollinum og frá þeim mönn-
um, er hann sækist mest eftir að
vera með. Segir biskup að honum
muni skammt hrökkva þeir 150 rdl.
sem hann hafi farið með, og um
háskólanám sé nú ekki framar
neinar vonir, því að Finnur sé
orðinn öllu námi frábitinn, enda
þótt hann þykist vilja halda áfram.
Þó segir biskup að það sé sér hjart-