Lesbók Morgunblaðsins - 16.09.1956, Page 6
522
LESBOK MORGUNBLAÐSINS
ans raun, að Finnur læri ekkert
sér til gagns, og hafi þó nógar
gáfur, ef hann vilji nota þær rétt.
í bréfinu til Jóns Ólafssonar er
hann berorðari. Þar segist hann
hafa sleppt öllum tökum á dóttur-
syni sínum og látið hann sigla upp
á sitt eindæmi, úr því að hann
hafi ekki viljað hlíta ráðum sínum.
Ekki kveðst hann hafa trúað einu
orði af því sem Finnur sagði um
að hann ætlaði að halda áfram
háskólanámi. Og engin von sé til
þess að hann borgi hér eftir mikl-
ar skuldir fyrir Finn, ef hann taki
ekki aðra stefnu og hagi sér öðru
vísi en hann hafi gert
að fór svo sem gamla biskup-
inn grunaði, að góður ásetn-
ingur Finns var óðar rokinn út í
veður og vind, er hann var kominn
til Kaupmannahafnar. Hann tók
þar upp sitt gamla háttalag og gekk
fé hans fljótt til þurðar. Þá tók
hann lán meðan til vannst og lifði
seinast volæðislífi, er allar bjargir
voru bannaðar, en bar sig þó
mannalega í orðum, eins og hann
væri auðkýfingur. Þó rak nú að
því, að skuldheimtumenn hans
gerðust órólegir og hótuðu að setja
hann í fangelsi. En þá sneri hann
sig af þeim í bili á þann hátt, að
hann kvaðst vera að sækja um það
til krónprinsins að fá tvö vöruskip
og allar vörubirgðir og hús 1 ísa-
fjarðarumdæmi, úr því að verslun-
in væri orðin frjáls, og kvaðst ætla
að setjast þar að sem kaupmaður
Og til þess að sýna skuldheimtu-
mönnum að sér væri alvara, bað
hann um áheym hjá krónprinsin-
um og fekk hana. En svo var hann
þá illa stæður, að hann varð að
fá lánuð föt til þess að geta gengið
fyrir hann. Lagði hann svo fram
umsókn og var hún send stjórninni,
en þar gerðu menn ekki annað en
hlæa að henni og stungu henni
undir stól.
Þá fór skuldheimtumenn að
gruna, að hér væri brögð í tafli,
en til þess að friða þá að nýu, sendi
hann krónprinsinum harðorða
kæru á stjórnina fyrir það að hafa
ekki sinnt umsókn sinni. Þetta
skjal gekk sömu leiðina og ið fyrra
og hlaut sömu viðtökur, að hlegið
var að því. En með þessu móti
hafði Finnur fengið alllangan frest.
í febrúar 1787 skrifar Magnús
Stephensen bréf til Hannesar
biskups og segir þar, að svo langt
sem Finnur hafi gengið í öllum
líðilegheitum, svikum og prettvísi
á sínum fyrri Hafnarárum, þá sé
hann nú hálfu verri. Og þegar
skuldheimtumenn Finns hafi kom-
izt að prettum hans hafi þeir orðið
æfir og gengið fast að honum. Og
er hann gat ekki borgað, hafi þeir
látið setja hann í skuldafangelsi. —
Þá um sumarið skrifar biskup
Sunckenberg kaupmanni í Reykja-
vík og segir að ekki muni stoða
að leysa Finn úr klóm gkuldheimtu-
mannanna. Þeir rnunl wra margir
og verði þó enn fleiri ef það sé
gert, því að það sé, margsannað að
Finnur kunni ekki að fara með
peninga. En í þessu bréfi sendi
biskup 50 rdl. ávísun og bað
Sunckenberg að sjá til þess, að
Finnur fengi viðunanlegt viður-
væri í fangahúsinu, og þá hann
sé laus þaðan, biður biskup kaup-
mann að koma honum fyrir hjá
matsala, en láta hann ekki fá neina
peninga og greiða ekki neina skuld
fyrir hann; ekki megi hann heldur
láta Finn fá neitt til fata, því að
annaðhvort veðsetji hann þau, eða
þá að skuldheimtumenn taki þau
af honum. En það sem eftir kynni
að verða af peningum þessum að
vori, þá skyldi því varið til íslands-
ferðar Finns, og auk þess biður
hann kaupmann að kaupa nauð-
synleg vinnuföt handa Finni, þá
er hann sé kominn hingað til lands
og lofar að greiða þann kostnað.
17orið 1788 var Finni skotið um
borð í íslandsfar og kom
hann út um Alþing. Var þá ekki
hátt á honum risið. Aleiga hans
voru fatagarmar, sem hann gekk í
og var hann morandi í lús, svo að
hann var oft nefndur Lúsa-Finnur
eftir það. Frá skipi komst hann
upp á Alþing, en var fluttur þaðan
að Meðalfelli til Magnúsar lög-
rnanns Ólafssonar. En þegar er
hann hjarnaði við, vildi hann ólm-
ur komasi út aftur.og fara með
fálkaskipi. Lögmaður kom þó í
veg fyrir það og sendi hann norð-
ur til móður sinnar að Neðra Ási
og þar dvaldist hann næsta vetur.
Og enn vildi hann komast til Kaup-
mannahafnar. Er svo að sjá sem
hann haíi, þrátt fyrir allt, getað
talið móður sinni trú um að nú væri
sér alvara að bæta ráð sitt og ná
háskólaprófi. Hefir hún skriíoð
Hannesi biskupi bróður sínum um
þetta, og líklega farið þess á leit
að hann styrkti Finn og gæfi hon-
um þar með enn eitt tækifæri til
þess að verða að manni. Sést það
á bréfi, sem biskup skrifar henni
um vorið. Segir biskup þar, að það
mundi aðeins verða til kostnaðar
•
að senda hann út, en ekki til neins
gagns, og sé ekkert vit í því, þar
sem svo illa hafi tekizt til áður
meðan hann var yngri og hæfari
til náms. Varð svo ekkert úr því
að Finnur sigldi og dvaldist hann
með móður sinni um hríð. Á þeim
árum eignaðist hann launson með
Kristínu nokkurri Markúsdóttui,
og hét sá Kristján.
Ekki er að sjá að sjálfsálitið hafi
bilað Finn, því að 1790 sækir hr.nn
um að verða forstöðumaður Hóla-
stóls. Þá var Sigurður Stefánsson
biskup og mælti hann eindregið
gegn umsókn hans, og kvað hann
ekki hafa varið svo sínum efnum,
að honum sé trúandi fyrir al-
ihannafé. Varð það til þess að hann
íekk aísvar hjá kans»UL