Lesbók Morgunblaðsins - 16.09.1956, Side 10
526
LESBÓK MOEGUNBLAÐSINS
Kjarnorkuvopn öElum KiæituEeg
UM leið og einhver þjóð beitir stórum kjarnorkuvopnum, er skollin á
heimsstyrjöld. Kjarnorkuvopn eru ekki aðeins hættuleg þeim þjóðum,
sem þeim er beint gegn, heldur einr.ig öðrum þjóðum.
^HRIF kjarnorkunnar í heims-
stríði mundu svo ægileg, að
jafnvel herfræðingum blöskrar að
hugsa til þess. Stærsta vetnis-
sprengjan, sem nú er til (60 mega-
tonn), er 3000 sinnum aflmeiri
heldur en sprengjan, sem varpað
var á Hiroshima. Hún var ekki
nema 20 kílótonn. (1' megatonn
samsvarar milljón tonnum af þrúð-
tundrinu TNT, og kílótonn sam-
svarar 1000 tonnum af TNT). Nýa
sprengjan er%þeim mun aílmeiri
en fyrsta kjarnasprengjan, sem
hún var þá öflugri heldur en
stærsta TNT sprengja.
Það er mjög mikið vafamál h';ort
hægt er að beita kjarnasprengjum
í „takmarkaðri" styrjöld. Hætt er
við að afleiðingin yrði sú, að
styrjöldin yrði ótakmörkuð. —
Minnstu sprengjurnar, sem banda-
ríski flugherinn hefir til umráða,
eru 20 kílótonn, og eru ætlaðar til
þess að beita þeim gegn hersafnaði
og flugvöllum. í haust fór fram
heræfing í Lousiana-ríki og var
látið svo sem 70 slíkum sprengjum
væri varpað þar niður á einum
degi. Að því loknu komust hern-
aðaryfirvöldin að þeirri niðurstöðu,
að ef hér hefði verið um reglulegar
kjarnorkusprengjur að ræða, þá
hefði ekki nokkur maður í ríkinu
komizt lífs af. Nú er Lousiana álíka
stórt ríki og Grikkland eða Portu-
gal. En það mundi tæplega geta
heitið „takmörkuð" styrjöld ef allt
líf væri í einu þurrkað út í þeim
löndum.
Stærstu sprengjurnar eru sem
sagt 60 megatonn. Bandaríkin eru
viðbúin hvenær sem er að senda
flugvélar á stað með slíkar sprengi-
ur, og sennilega er sama máli að
gegna um Sovétríkin. En svo mikill
er vítiskraftur þessara sprengja, að
ein þeirra mundi næg'ja til þess aí
þurrka út allt líf á Bretlandsey-
um.
Kjarnorkustyrjöld getur náð ti\
vinaþjóða alveg eins og til óvina-
þjóða. Það er kunnugt að helztu
kjarnorkuver Rússa eru hjá Baikal-
vatni í Síberíu. Ef stríð skyld:
hefjast milli Bandaríkjanna og
Sovétríkjanna, mundi það vera
fyrsta verk Bandarikjanna að
varpa kjarnasprengjum á þessi
orlcuver til þess að ónýta þau. En \
á þessum slóðum blása norðlægir
vindar. Geislamagnaður mökkur-
inn af sprengingunum mundi því
berast til Burma og Indlands og
getur strádrepið fólkið í þéttbýl-
ustu héruðum þessara landa. Það