Lesbók Morgunblaðsins - 16.09.1956, Blaðsíða 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
527
Sovjet-fræðsla
FYRIR fimm árum kom út í Svíþjóð bók, sem heitir „Halvtannat ár
i Sovjetryssland". Höfundurinn er eistneskur liðsforingi, V. Selge að
nafni. Rússar fluítu hann úr landi 1941, ásamt fjölda eistneskra manna
og kvenna. Var hann fyrst hafður í þrælabúðum langt norður í Rúss-
landi og eru lýsingarnar hryllilegar á lífinu þar. Eftir friðslitin við
Þjóðverja, söfnuðu Rússar inum herleiddu Eistlendingum saman í sér-
stakar hersveitir. Með hverri hersveit var pólitískur fræðari, sem átti
að leiða þá í allan sannleika, og segir hér lítið eitt af þeirri fræðslu.
er því sýnilegt að þessar sprengj-
ur er ekki hægt að nota í „tak-
mörkuðum“ hernaði.
En nú eiga Bandaríkin að vísu
miklu minni kjarnorkuvopn,
sprengjur og skotflaugar, sem eru
ekki meira en 4—10 kílótonn. Þau
vopn eru til þess ætluð að beita
peim á vígvelli. Nýasta vopnið af
þessari gerð er eins og lítill knött-
ur. Vopn þessi geta orðið mjög
hættuleg í orustum, en þau þyrla
ekki upp inum drepandi reykský-
um, eins og stóru sprengjurnar. Þar
sem þessum vopnum er beitt, get-
ur íótgöngulið sótt fram, og ekki
er víst að borgir leggist algjörlega
f rústir þótt barizt sé um þær.
Þá má og nefna handsprengjur og
byssukúlur með kjarnasprengju í
broddinum. Slíkum vopnum er
hægt að beita án þess að úr þurfi
að verða heimsstyrjöld. Þessi vopn
eru létt og auðveld í meðförum og
getur verið gott að grípa til þeirra
ef skyndiárás skyldi gerð einhvers
staðar. Setjum svo að Kúrdarnir í
norðanverðu íran gerðu uppreisn
og nytu til þess fulltingis Rússa,
þá mur.di eitt riddaraliðs herfylki,
búið þessum vopnum og með nokk-
urri aðstoð flugvéla, hæglega geta
stöðvað framsókn uppreisnar-
manna suður í íran. Að öðrum
kosti mundi þurfa til þess um tíu
fótgönguliðs-herfylki, með þeim
vopnum, sem notuð voru í seinasta
stríði.
Þar sem þessi léttu kjamorku-
vopn eru, þarf miklu minni mann-
afla en áður. Slíkum mannafla er
hægt að koma fljótt með flug-
vélum á hvaða stað sem er, og með
þeim mætti því stöðva staðbundnar
uppreistir áður en þær næðu að
msmast.
(Útdiáttur úr grein í The Reporter).
nóKiN er prentuð eftir dagbók,
sem Selge helt í útlegð sinni,
og tókst að fela, svo að Rússar
fundu hana aldrei. Hér er fylgt
dagsetningum eins og þær eru í
bókinni.
13. ÁGÚST 1942.
Fyrir nokkru kom fram fyrir-
spurn í fræðslutímanum. Maður
nokkur kvaðst hafa heyrt, að nú
væri byrjað að gera við kirkjur og
halda guðsþjónustur í Moskva.
Hann spurði hvort stjórnin væri
orðin mildari í garð trúarbragð-
anna.
í dag svaraði fræðarinn þessu.
Hann sagði að kommúnisminn
mundi aldrei viðurkenna kirkjuna,
alltaf skyldi barizt gegn trúar-
brögðum. Það væri þó rétt að nú
væri verið að gera við nokkrar
kirkiur í Moskva og stjómin hefði
sett nokkra presta í embætti aftur.
Þetta hafi eingöngu verið gert
vegna þess að bandamertn hefði
krafizt þess. Auk þess sé búizt við
að hægt sé að fá meiri hjálp frá
Vesturveldunum fyrir þetta. En
undir eins og Rússar þurfi ekki
framar á hjálp þeirra að halda,
verði prestarnir látnir hverfa og
kirkjurnar aftur gerðar að kvik-
myndahúsum og söfnum. Þegar vel
sé að gætt þá þurfi þessi hús við-
gerðar, eins og önnur, og sérstak-
lega menntaðir prestar geti gert
mikið gagn með því að fræða lýð-
inn í kommúniskum anda.
24. ÁGÚST
í dag talaði fræðarinn um
sovjetska framtíðarríkið. Það á að
líkjast býflugnabúi, þar sem hver
hefir sitt starf og hlutverk. Sumir
byggja, aðrir framleiða, þeir þriðju
sjá um mat o. s. frv. Og þar sem
heimurinn á að verða eitt ríki,
verða styrjaldir úr sögunni í fram-
tíðinni og þá þarf ekki lengur á
hermönnum að halda. En yfirstjórn
verður að vera í lagi, því að búast
má við, jafnvel í slíku ríki, að þar
skjóti upp skaðræðisskepnum, sem
reyni að gráfa undan sovjetstjórn-
inni. Þessum skaðræðisskepnum
verði að lóga, eins og gert sé hjá
býflugunum.
Kommúnisminn viðurkennir
ekld fjölskyldulíf. Konan á að leys-
ast frá þeirri skyldu að aia upp
börn sín, svo að hún geti alltaf
unnið eins og maðurinn. Hjóna-
band er upp fundið af auðvalds
skipulagi, og á því að hverfa úr
sögunni. Karlmaðurinn á ekki að
fá neinn einkarétt til konunnar,
heldur á hún að ráða því með
hverjum hún er í þann og þann
svipinn. Bömin á að ala upp á
ríkisstofnunum. Það sé til mikits
tjóns fyrir þjóðfélagið að konur