Lesbók Morgunblaðsins - 16.09.1956, Side 12
528
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
verði að hætta að vinna um með-
göngutímann, og þess vegna verði
það hlutverk vísindamanna í fram-
tíðinni að losa konuna við með-
göngutíma og þjáningarfulla fæð-
ingu. Það væri miklu hentugra ef
hægt væri að klekja börnum út í
vélum, alveg eins og nú er gert
með hænuegg. —
Hann brosti vandræðalega þeg-
*r hann sagði þetta, eins og hon-
um fyndist að þessi fyrirætlan
Stalins gengi heldur langt.
í framtíðarríkinu, mælti hann
enn fremur, eiga allir að vera jafnir
að efnum og virðingu. Þjóðflokka-
mismunur og mismunandi trúar-
brögð, sem hafa valdið svo miklu
hatri meðal mannanna og styrjöld-
um, er þá úr sögunni. Öllum gæð-
um jarðar og lífsnauðsynjum verð-
ur þá skift jafnt milli manna, og
þá þarf ekki að brenna mat eins
og gert er í Argentínu, samhliða
því sem hungursneyð er annars
staðar í heiminum.
Húsbyggingar eiga að hætta þar
sem velmegun er, og byggingarefni
verður þá flutt til þeirra staða,
þar sem húsakynni eru bágborin.
Lífskjör manna verða að vera in
sömu um allan heim. Moskva verð-
ur þá miðstöð heimsins. Þaðan
koma fyrirmæli og fýrirskipanir
um allan heim. Moskva stjórnar
heiminum.
Nú er þegar hafin bygging á
stjórnarhöll í Moskva. Það verð-
ur stærsta hús í veröldinni. Lík-
neskjan af Stalin, sem á að standa
fifan á byggingunni verður in
ítærsta sem nokkuru sinni hefir
sézt. Þarna mun inn voldugi Stalin
vísa komandi kynslóðum inn rétta
kommúniska veg.* *)
Fræðarinn haíði talað af móði
miklum og jafnan horft upp í loft-
*) Þessi mikla bygging, sem byrjað
• ar á, var rifin aftur í stríðinu og stálið
úr f.enni notað í hergogn.
ið. Nú átti hann von á að menn
gerðu góðan róm að máli sínu.
En þegar hann leit yfir hópinn, sá
hann að flestir sváfu, en þeir sem
stóðu horfðu út í bláinn og voru
með hugann við allt annað. Fræð-
arinn hnyklaði brýrnar og skipaði
inum sofandi mönnum að rísa á
fætur og standa, meðan á fræðsl-
unni stæði. Svo hóf hann að kyrja
sömu lofgerðarrolluna um komm-
únismann, og eftir örstutta stund
sá ég að menn sváfu standandi.
Þeir hölluðust fram á birkilurk-
ana, sem þeim höfðu verið fengnir
til æfinga í staðinn fyrir byssur,
og sváfu eins og fílar, sem halla
sér upp að trjám.
10. SEPTEMBER
í morgun las ég opinbera til-
kynningu um að ég væri fluttur í
fjórða herflokk í sama herfylki.
Þá hefir herfylkisstjórinn orðið að
láta undan rógi fræðarans og her-
njósnarans um mig! Svo kom fræð-
arinn og spurði ísmeygilega
hvernig mér líkaði þetta. Eg svar-
aði rólega, að mér væri svo sem
sama hvar ég berðist í rauða hern-
um.
En mér stóð ekki á sama. Nú
stendur til að við verðum sendir
í fremstu víglínu, og þá vildi ég
ekki skilja við herflokk minn, þar
sem ég þekkti hvern mann og vissi
hvernig þeir voru innrættir.
Eg fór til herskála míns nýa
herílokks til þess að svipast um.
Þar var enginn maður, allir voru
að æfingum, nema fræðarinn.
Hann sat þar og var að blaða í
einhverjum skjölum. Þegar hann
sá mig, stökk hann á fætur og rétti
mér hendina.
— Jæja, félagi liðsforingi, eigum
við ekki að strjúka yfir til Þjóð-
verja um leið og við komum á víg-
völiinn?
Hver skrattinn er nú á seyði,
hugsaði eg með mér. Eg hefi farið
úr öskunni í eldinn. Hann leggur
þegar snöru fyrir mig.
En ég svaraði alvarlega:
— Hvernig getið þér, félagi
fræðari, talað svona?
Hann brosti út að eyrum og benti
mér að setjast á bekk andspæms
sér við borðið. Eg virti hann fyrir
mér. Hann var um þrítugt. Eg
hafði séð hann tilsýndar áður.
Svipurinn var vingjarnlegur og
hreinskilnislegur. Hann horfði
beint á mig og úr augum hans urðu
ekki lesin svik, undirferli né lygi.
Um leið og hann settist sagði hann:
— Félagi liðsforingi, það er þýð-
ingarlaust að vera í nokkrum
skollaleik við mig. Eg veit að þé»
eruð greindur maður og að þé»*
skiljið ástandið hér. Þér vitið að
stjórnarfar kommúnista er band-
vitlaust og stefnir að því að leggja
heiminn í rústir. Eg veit að þér
hafið ákveðið með sjálfum yður að
berjast á móti þessu, og það heíi
eg líka gert.
Hann sá að mér var ekki rótt og
að tortryggni mín jókst, og þess
vegna tók hann að útskýra þetta
fyrir mér.
Hann kvaðst vera Eistlendingur
af rússneskum ættum, hafa tekið
stúdentspróf og síðan unnið í skrif
stofu í Dorpat. Þegar í skóla hafðí
hann verið ákafur liðsmaður í fé-
lagi ungkommúnista og síðan :
lcommúnistaflokknum,. og kvaðst
hafa tekið mikinn þátt í mold-
vörpustarfseminni í Eistlandi. Og
þegar kommúnistar tóku þar við
völdum, hefði hann orðið hand-
bendi þeirra. — Hann hafði meðal
annars samið nafnaskrár um þá,
er fluttir skyldi úr landi, en hann
helt þá að aðeins ætti að flytja
þá til.
Augu hans opnuðust fyrst, er
hann sá hve mikilli grimmd og
harðneskju var beitt við herleidaa
fólkið. Honum haíði aldrei komið