Lesbók Morgunblaðsins - 16.09.1956, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 16.09.1956, Blaðsíða 14
530 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS SÖGUFRÆGUR VITl EINKENNILEGASTI vitinn hjá Bretlandsströndum, er inn svonefndi Nabviti skammt frá Isle of Wight, rétt í mynni Spithead-sundsins þar sem er skipaleiðin til flotahafnanna í Sout» hampton og Portsmouth. Hann hefir vanaiega gengið undir nafninu „Furðu» turninn", enda vekur hann furðu allra, er sjá hann í fyrsta skifti. Þarna rí* hann upp úr sjónum, hár og voldugur og ólíkur öllum öðrum vitum að útlitL Og enginn, sem ekki þekkir sögu hans, getur gert sér i hugarlund, hvernig hann hafi verið reistur á þessum stað. Og það er von, því að hann var alls ekki reistur þama. ----o--- Nú víkur sögunni aftur að seinasta ári heimsstyrjaldarinnar fyrri. Þá var inn ótakmarkaði' kafbátahernaður Þjóðverja alveg að gera út af við Eng- lendinga. Útlitið var miklu ískyggi- legra heldur en almenningur í landinu gerði sér í hugarlund, og brezka flota- málaráðuneytinu lá við örvílnan. En það sá, að þá varð eitthvað til bragðs að taka, ef ekki átti illa að fara. Það fól þá tveimur hugvitsmönnum með mestu leynd að reyna að finna einhver bjargráð. Ekki er nú vitað hve margar hug- myndir komu fram, en ein af þeim var sú, að loka Ermarsundi, svo að þýzku kafbátamir gæti ekki farið um það. Þetta skyldi gert á þann hátt, að steypa sex turna og sökkva þeim með vissu millibili í sundinu og hafa stálnet á milli þeirra. Þetta var furðuleg hug- mynd, en virtist þó geta orðið bjargráð, ef vel tækist, enda þótt kostnaður væri mikill, því gert var ráð fyrir að hver turn mundi kosta um eina milljón ster- lingspunda. Flotamálaráðuneytið fellst é hug- myndina og hófst þegar handa. Var ákveðið að steypa turnana hjá Shore- ham-höfn í Sussex, skammt frá Brigh- ton. Var sá staður valinn með tilliti til þess að hann var skammt frá Dover, og þar var enginn hörgull á steypu- efni. Voru nú sendir 3000 verkamenn til Shoreham og byrjað á smíði tveggja turna. Enginn maður hafði þá séð slíka furðusmíð, og enginn gat gert sér neina grein fyrir því til hvers þessir risastóru turnar ætti að vera. Voru uppi margar getgátur um það, en stjórnin gætti þess vandlega að ekkert kvisaðist um það hvað ætti að gera með þessi mannvirki. Hugvitsmaðurinn, sem fann upp þessa turna, hét G. Menzies, og hann ætti það skilið að verða heimsfrægur fyrir. Tumarnir voru engin smásmíð. Þeim var ætlað að standa á allt að 20 faðma dýpi, og sá hluti þeirra, sem var í sjó, var steinsteyptur hólkur, sem fyllast átti af sjó um leið og honum væri sökkt. Þessi sjór innan í hólknum, átti að halda turninum stöðugum, hvað sem á gengi. En ofan á hólknum skyldi svo byggður stáltum, 90 feta hár. — Hólkarnir voru í laginu líkt og skip, og það var gert til þess að auðvelt yrði að draga þá út á „miðin“, þar sem þeim var ætlað að standa. Meðan á smíðinni stóð, fengu þessir turnar nafnið „furðuturnar“. í nóvembermánuði um haustið gáf- ust Þjóðvarjar upp og stríðinu lauk. Þá var annar turninn fullsmíðaður, en hinn ekki nema hálfsmíðaður. Og nú sat flotastjórnin uppi með þessi dýru mannvirki og vissi ekki hvað hún átti við þau að gera. Varð það úr, að hálfsmíðaði tuminn var brotinn í mola. En áður en sá fullsmíðaði færi sömu leið, kom einhver hugkænn mað- ur með þá tillögu, að draga turninn á haf út, eins og ætlað var, en hafa hann fyrir vita. Og honum þótti til- tækilegast að sökkva honum skammt frá Isle of Wight og láta hann leysa gamla Nabvitaskipið af hólmi. Þama gæti hann orðið ómetanleg útvarðsstöð fyrir flotann. Og svo var það einn lygnan dag i septembermánuði 1920, að tveir aldr- aðir dráttarbátar mjökuðust stynjandi út úr Shoreham höfn og drógu ferlíkið mikla á eftir sér. Það flaut eins og soppur, en var svo stórt, að engu mátti muna að það kæmist út milli hafnar- garoanna. Svo var turninn dreginn á ákvörð- unarstað, og allt gekk eins og í sögu. En þá kom spurningin: Skyldi hanr nú haga sér eins og til var ætlazt, og skyldi hann geta staðið stöðugur af eigin ramleik á sjávarbotni, án þess að hafa nokkurn stuðning? Botninn var opnaður og sjór flæddi inn í hólkinn. Turninn tók að sökkva en hann hallaðist ískyggilega um eitt skeið. Þó rétti hann sig við aftur og sökk til botns og virtist standa þar stöðugur. Útreikningar hugvitsmanns- ins höfðu þá reynzt réttir. -----o--- Og þama hefir nú turninn staðið í 36 ár á 12 faðma dýpi og aldrei hagg- azt, nema hvað hann ruggaði ofur- lítið einu sinni í aftaka veðri og sjó- gangi. Ekki er bátum lendandi við hann nema í góðu veðri og stilltum sjó. Þeir sem koma þangað í heimsókn, verða að byrja á því að klöngrast upp 80 feta háan stiga og er þá komið upr á allstóran pall. Á þessum palli stend- ur útsýnisturn og yfir hann gnæfa tvær loftskeytastengur. Utan á tuminum eru vitaljósin, rautt móti norðri og hvítt móti suðri. Þau senda út rafmagns- blossa 10. hverja sekúndu og hafa leið- beint óteljandi skipum fram hjá skerja- garðinum og inn á djúpleiðina til Sout- hampton og Portsmouth. En þegar þoka er, svo að ljósin sjást ekki, þá hvín þarna í þokulúðri á 214 sekúndu fresti og til enn meira öryggis er hringt mik- illi málmklukku á 7% sekúndu fresti, þangað til þokunni léttir. Þessi viti er að útliti gjörólíkur öll- um öðrum vitum. En hann er meira en venjulégur ljósviti. Hann er einnig radíóviti sem miðar öll skip, sem leita aðstoðar hans og gefur upplýsingar um hvar skip eru í nauðum stödd. Hann er nokkurs konar gkeytamiðstöð fyrir flotann, og þarna eru reyndar allar nýjustu uppgötvanir, sem miða að öryggi siglinga. Og með stuttum fyrir- vara má breyta honum í vígi, því að

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.