Lesbók Morgunblaðsins - 16.09.1956, Side 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
331
þarna er nóg húsrúm fyrir 90 menn.
Annars eru þar aldrei fleiri en þrír í
senn síoan friður komst á. Þetta eru
.iérfróðir menn, og enginn er þar leng-
ur en tvo mánuði í senn, því að heldur
pylcir einmanalegt þarna. Þriðja hvern
mánuð fær hver maður frí til skiftis,
og er þá sendur einhver annar í hans
stað. Einu sinni í mánuði kemur skip
frá Cowes út að vitanum og færir þeim
vistir, bréf og blöð. Þeim þarf svo sem
ekki að leiðast þarna, því að þeir hafa
nóg að gera. Húsakynni eru ágæt og
1 frístundum sínum geta þeir æft íþrótt-
ir og leikfimi, eða fengizt við föndur,
ef þeir eru lagnir á það. Og einangr-
unin er ekki jafn tilfinnanleg og marg-
ur mundi ætla, því að tvisvar á sólar-
hring hafa þeir samband við alla aðra
vita umhverfis landið.
flgSi og flgðir
í ÞÆTTINUM „Mál og menning‘'
iern dr. Halldór Halldórsson annast
vikulega í dagblaðinu „Tímanum"
var nýlega vikið að orðinu agði í
sambandi við örnefnið Agða-
hvammur í Rangárþingi. Af grein
dr. Halldórs má ráða, að hér sé um
eitt þeirra orða íslenzkrar tungu
að ræða, sem vandi sé að skýra. I
fornritum kemur það m. a. fyrir
sem viðurnefni og mun nú helzt
tahð tákna mann frá Ögðum í
Noregi. Þetta er þó mikið vafamál.
Drðabók Sigfúsar Blöndal telur
umrætt orð dautt í nútíðarmáli, en
vitnar til orðabókar sr. Björns Hall-
dórssonar um, að það tákni reynd-
ur maður. Vafalaust hefur sr.
Björn þekkt orðið í þessari merk-
ingu og annari, sem dr. Halldór tii-
i’ærir, göfugur maður, en hér koma
ekki öll kurl til grafar. Orðið agði
er lifandi í mæltu máli, ennfrem-
ur lýsingarorðið agðalegur og sagn-
orðið að agðast, venjulega í sam-
bandinu að agðast' áfram. Agði
v.áknar lágvaxinn, skrefstuttan
m?nn, agðalegur vitanlega þann,
sem líkist agða og að agðast áfram
að ganga stuttum skrefum, fara
sér hægt.
Viðurnefnið agði virðist mér
geta táknað lítinn mann, enga síð-
ur en mann frá Ögðum. Hins vegar
má líklegt telja, að hér sé um skyld
orð að ræða. Er þá tvennt til, að
Agðir í Noregi hafi í upphafi vega
byggt þjóðflokkur með ákveðnum
líkamlegum einkennum, agðar, eða
hitt, að orðið agði sé í byrjun dreg-
ið af Agðir, þ. e. maður líkur íbúum
Agða, fremur en frá Ögðum.
Sé þetta á nokkrum rökurn reist,
hafa fyrstu íbúar Agða verið
óskyldir hinum gérmönsku þjóð-
flokkum, sem tóku heima í Noregi
á þjóðflutningatíma.
Góðir menn! Gerið hér af það,
sem yður gott þykir.
Þórður Tómasson
Vallnatúni.
t-*'T>®®®G'>*J
Lílið má tæta
í minna
MENN heldu einu sinni, ekki alls
fyrir löngu, að atómið væri minnsta
efniseind, sem til væri í veröldinm.
En það fór nú samt svo, að atómið
reyndist samsett af fjölda mörgum
eindum, og efamál hvort allar hafa
fundizt enn. Þó kemur nú sú frétt,
að vísindamennirnir Frederick
Reines og Clyde Cowan, sem starfa
við vísindalegu tilraunastöðina í
Los Alamos, hafi fundið þá öreind,
er smæst sé af öllum, og kölluð
er „neutrino“.
Það var kjarnorkufræðingurinn
Enrico Fermi, sem fyrstur skar upp
úr með, að í atóminu væri eind,
sem hann kallaði „neutrino“, enda
þótt hún hefði ekki fundizt, því
að með engu öðru móti yrði skýrt
það orkutap, er stundum yrði í
=tóminu. Og sem sagt — nú er
þessi öreind fundin, og segir for-
maður amerísku kjarnorkunefnd-
arinnar, dr. Libby, að uppgötvun
þessi hafi stórkostlega þýðingu, og
muni leysa erfiðustu gáturnar, sem
kjarnorkufræðingar eigi nú við að
glíma. Nú muni fást skýring á
hvað það sé, sem heldur atómkjarn-
anum saman.
Þetta ber ekki svo að skilja, að
nokkur maður hafi séð „neutrino",
því að þótt þetta sé talin efniseind,
þá hefir hún enga rafhleðslu og
enga fyrirferð. Hún er tæpast ann-
að en geisli, því hún gæti farið
hiklaust í gegn um þúsundir millj-
óna kílómetra af föstu efni.
llí spegilmynd
ENSKT firma, Dorset Light Industries
Ltd., hefir nýlega tekið alheims einka-
leyfi á spegli, sem sýnir rétta mynd
af hverju sem er. Áður hafa allar
spegilmyndir verið öfugar, eins og
menn vita. Beri maður t. d. bók að
spegli, er letrið allt aftur á bak. í
þessum nýa spegli kemur mynd bók-
ar og leturs rétt fram. Þessi rétta mynd
kemur fram við það, að hjá speglinum
eru hliðarspeglar og kasta myndinni
hvor frá sér, svo að lokum kemur
fram rétt mynd. — Eftirspurn að þess-
um speglum er þegar farin að gera
vart við sig, og eru það einkum tizku-
verslanii og snyrtistofur, sem hafa
hug á að eignast þá.
F-ægur hugvitsmaður var að reyna
að finna eitthvert efni, sem hægt væri
að gera úr gerfigúm. Eftir 50.000 til-
raunir var aðstoðarmaður hans orðinn
langþreyttur og sagði:
— Þetta gengur ekki, við höfum nú
gert 50.000 tilraunir, og enginn árang-
ur.
— Það er nú helzt að segja. Við
höfum náð stórkostlegum árangri. Nú
vitum við um 50.000 tegundir, sem ekki
«r hægt að nota.