Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1957, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1957, Blaðsíða 2
710 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS flóðið svo mikið á götunum, að illfært var milli húsa. Annað stórviðri gerði um mest allt landið á aðfangadag, og var það þó verst á Norðurlandi, enda talið að veðurhæð hafi þar verið 12 stig. Urðu þá miklar skemmdir á verk- smiðjunni í Krossanesi. Víða olli veður þetta bilunum á rafleiðslum og urðu t. d. Borgnesingar og Grundfirðingar að sitja í myrkri um kvöldið og gátu ekki eldað jólamatinn. — Um áramót in var víða kominn mikill snjór. Árið kvaddi svo með frosti og hreinviðri suðvestanlands, en með hríðareljum nyrðra. ÚTGERÐIN Gæftir voru yfirleitt slæmar 1 þess- um mánuði og afli togaranna rýr, en það bætti nokkuð úr skák, að þeir sem gátu siglt með afla sinn á erlend- an markað, fengu hátt verð fyrir hann. Hér syðra kom síldveiðihrota og aflað- ist ágæta vel nokkra daga, svo að eigi er aðeins séð fyrir nægri beitusíld í vetur, heldur verður og talsvert síld- armagn til útflutnings, þó ekki sem í fyrra. Bátarnir hættu flestir síldveið- um fyrir áramót. Samtals hefir afli Suðurlandssíldar numið 178.829 málum og tunnum (var 255.369 mál og tunn- ur í fyrra). Heildaraflinn á þessu ái' hefir verið um 3% minni en í fyrra, enda þótt sumarsíldaraflinn væri meiri. — Framleiðsla Hvalveiðistöðv- arinnar í Hvalfirði varð . ár 3000 tonn lýsi, rúm 3000 tonn hvalkjöt, 29.000 sekkir af mjöli og 40—60 tonn af skíð- um (4.). — í byrjun mánaðarins sögðu Sjómannafélögin upp kjara og fisk- verðssamningum, en í lok mánaðarins náðist samkomulag milli ríkisstjórn- arinnar og samninganefnda frá útgerð- armönnum og sjómönnum um rekstr- argrundvöll bátaútgerðarinnar 1958. Eiga þó viðkomandi félög eftir að leggja samþykkt þar á. Ekki var geng- ið frá tryggingum vegna togaraútgerð- arinnar. FJÁRMÁL og viðskipti Alþingi afgreiddi fjárlagafrumvarp að nafninu til tekjuhallalaust, en því var náð með þeim hætti, að nokkrir tekjuliðir voru hækkaðir meira en fjár- málaráðherra hafði áður talið fært og 85 milljón króna vituð útgjöld voru ekki talin með en sagt, að sá vandi yrði leystur síðar. Fjárhagsáætlun Reykjavíkur var lögð fram. Útgjöld hækka um 3 millj. kr. vegna dýrtíðarhækkunar. Alls hækka útgjöldin (miðað við sl. ár) um 10%, sem verður að taka með út- svörum, en þó er ekki gert ráð fyrir því að útsvarsstiginn hækki. Helztu hækkanir útgjalda eru þessar: Til fræðslumála 3,5 millj., til lista og íþrótta 1,2 millj., til heilbrigðismáli 1,2 xnillj., til félagsmála 2,4 millj. ig til gatnagerðar 2.8 millj. — Gert er ráð fyrir því, að 19 millj. kr. verði varið til skólabygginga. Og svo er bær- inn að koma sér upp stóru og vönduðu bæarsjúkrahúsi. Innflutningur til 1. des. nam 1131,8 millj. kr. Útflutningur á sama tíma 901.4 millj. kr. Gert er ráð fyrir aó allur útflutningur ársins verði um 50 millj. kr. lægri en í fyrra. Verslunai- jöfnuður mun eftir því verða óhag- stæður um 350 millj. kr., eða 87 millj kr. lakari en í fyrra (31.) Gjaldeyrisskuldir bankanna hafa aukizt um 90 milljónir kr. á árinu, en auk þess hafa ábyrgðarskuldbind- ingar þeirra og greiðsluloforð aukizt verulega, og óinnkomnar erlendar inn- heimtur hækkað. Þegar á allt er litið, hefir gjaldeyrisaðstaða bankanna versnað um 153 millj. kr. frá ársbyrj- un til nóvemberloka (31.) Ríkisstjórnin hefir fengið 5 millj. dollara lán í Bandaríkjunum með séi- stakri fyrirgreiðslu Atlantshafsbanda- lagsins, og á von á að fá um 2 millj. dollara lán að jafnvirði annars stað- ar. Hefir þá á 1% ári verið samið um erlendar lántökur á vegum ríkis- ins og með ríkisábyrgð, sem munu nema um 386 millj. króna (31.) MANNALÁT Magnús Sigurðsson, Skuld, Hafn- arfirði (30. nóv.) Karl G. Magnússon fyrrv. héraðs- læknir, Rvík (30. nóv.) 1. Kristín Guðjónsdóttir frú, Rvík. 1. Sólveig Magnúsdóttir frú, Rvík. 2. Kristín Bernhöft frú, Rvík 2. Ólafur Hróbjartsson verkamaður, Reykjavík. 2. Sigurður Ólafsson, Hábæ, Þykkvabæ. 2. Sesselja Haraldsdóttir frú, Reykjavík. 3. Guðbjörg Símonardóttir frú, Reykjavík. 3. Sigurður Halldórsson skósm., Akranesi. 5. Guðmundur Bjarnason fv. bóksali, Seyðisfirði. 6. Þuríður Eiríksdóttir frá Stokkseyri. 8. Sveinbjörg Þórðardóttir frá Votmúla. 8. Guðbjörg Pétursdóttir frú. Rvik 9. Helga J. Þorsteinsdóttir, Lamba- stöðum, Garði. 10. Dr. phil. Ólafur Daníelsson, Rvík. 11. Jón Jóhannesson, bilstjóri, Rvík 11. Jens Pétursson, Rvík. 12. Sigurður Guðmundsson, Þórukoti Ytri Njarðvík. 12. Hjörtur Jónsson, Rvík. 12. Arni Einarsson kaupmaður, Reykjavík. 14. Bennie Lárusdóttir frú, Rvík. 14. Pétur Hafliðason beykir, Rvík. 15. Guðbjörg Gísladóttir frú, Rvík. 15. Guðmundur Kjartansson, Ytri Skógum, Eyafjöllum. 16. Guðmundur Eggerz fv. sýslum.. Reykjavík. 17. Sigríður Halldórsdóttir, Rvík. 17. Guðlaug Ólafsdóttir frá Árbæ. 17. Kristín Gísladóttir frú, frá Stakkagerði, Vestmanneyum. 19. Magnús H. Jónsson prentari, Reykjavík. 20. Eiríkur Magnússon, Rvík. 21. Arni Ingimundarson frá Andrés fjósum. 21. Ingibjörg Jóhannesdóttir frá Útibliksstöðum. 21. Sigurður M. Wíum loftskeytam., Reykjavík. 22. Dýrleif Tómasdóttir frú, Þingeyn. 23. Guðmundur Sigurðsson frá Grafarnesi. 24. Ragnheiður Helga Magnúsdóttir, prestekkja frá Stað. 25. Jónfríður Helgadóttir frú, Rvík. 25. Jón Ólafsson símstjóri, Króks- fjarðarnesi. 25. Sólborg Matthíasdóttir frá Sval- vogum Dýrafirði. 26. Guðrún Bjarnadóttir húsfrú, Vallá, Kjalarnesi. 26. Guðjón Kr. Jónsson, Rvík. 28. Guðrún Magnúsdóttir frú, Rvík. 29. Helga Gísladóttir frú, Keflavík. 29. Astríður Vigfúsdóttir, Rvík. 30. Ólafur Þorbergsson vélstjóri, Rvík 31. Gunnhildur Möller, Rvík. ELDSVOÐAR Eldur kom upp í þakpappaverk- smiðju í Silfurtúni og urðu þar mikl ar skemmdir (10.) Eldur kom upp í timburhúsi í Rvík, þar sem 4 fjölskyldur áttu heima. —

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.