Lesbók Morgunblaðsins - 03.08.1958, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSTNS
389
Nv „snjóhús “ handa Eskimóum
SNJÓHÚSIN, sem Eskimóar í
norðurhéruðum Kanada hafa haft
fyrir vetrarbústaði, eru mjög hug-
vitsamlega gerð, enda kallar dr.
Vilhjálmur Stefánsson þau snjöll-
ustu og merkilegustu uppgötvun
þeirra. Snjóhúsin eru gerð úr efni,
sem nóg er til af og kostar ekki
neitt. Þau standast ofsaveður og
þau eru nlý, þótt heljarfrost sé úti.
Þau eru ianghentugustu og beztu
húsakynnin, sem hægt var að
hugsa sér á norðurhjara veraldar.
Menningin færist nú óðum nær
byggðum Eskimóa og breytir lifn-
aðarháttum þeirra á marga vegu.
Námur hafa fundizt nyrzt í Kan-
ada, og þar sem veiðiskap hnignar
ár frá ári, hafa Eskimóar verið
teknir í námurnar, svo að þeir geti
séð sér farborða. En um leið og
lífskjörin breytast, verða snjóhús-
in ekki jafn hentug og áður var.
Þess vegna hefir Kanadastjórn
hugsað mikið um hvernig eigi að
bua að þeim Eskimóum, sem hætt-
ir eru að stunda veiðiskap, og
hvaða húsakynni þeim muni vera
hentugust.
Hér var við mikið vandamál að
etja, því að Eskimóar eru vana-
fastir. Forfeður þeirra hafa um ár-
þúsundir búið r snjóhúsum, og
þess vegna telja þeir það eina
byggingarlagið sem sér henti. Það
hefði verið jafnmikil fásinna að
ætla að reisa timburhús handa
þeim, eins og færa þeim ísskápa.
En þá kom einhverjum það snjall-
ræði í hug, að gera eftirlíkingar
að snjóhúsum handa þeim. Þeir
mundu frekast vilja flytja inn í
slíka bústaði, sem líktust mjög
hinum gömlu bústöðum þeirra.
Svo voru gerðir uppdrættir að
gervisnjóhúsum og sniðið til efni
í þau. Efnið er froðusteypa og úr
henni gerðar plötur, sem eru mjög
svipaðar að stærð og lögun þeim
snjóhnausum, sem Eskimóar skera
úi fönnum og byggja snjóhúsin úr.
Plöturnar eru um sex þumlunga
þykkar, mismunandi stórar og
þannig lagaðar að hægt er að
hlaða úr þeim hringmyndaðan
kofa með hvolfþaki. Þær eru síðan
límdar saman.
Efnið í fyrsta húsið var sent með
flugvél norður til Cape Dorset, en
það er stór ey, sem liggur norður
í íshafi.
Eskimóum var skemmt þegar
efnið kom og þeim var sagt til
hvers ætti að nota það. Þeir hlógu
að heimsku hvítu mannanna. Vissu
þeir ekki að barna var nægur
snjór tii þess að byggja úr fleiri
hús en þörf var á? Þeir bitu í
hvítu steinana til þess að ganga
úr skugga um hvort þeir líktust
nokkuð snjó, en þótti þeir heldur
harðir undir tönn. Undrandi
horfðu þeir á, þegar farið var að
reisa húsið, steinunum var raðað í
hring og síðan sett hvert lagið of-
an á annað þangað til kominn var
hvolfmyndaður kofi. Þeim þótti
undarlegt þegar hvítu mennirnir
sýndu þeim hvernig átti að líma
steinana saman með kolsvörtu
líini. Ekki þurfti að Tíma snjóinn.
Gátu hvítu mennirnir ekki einu
sinni hlaðið hús, án þess að líma
það saman?
Þó fannst þeim kasta tólfunum
ei hvítu mennirnir hlóðu þar reyk-
háf úr sama efni. Hvaða gagn var
að honum, hann mundi fljótlega
bráðna. Þó undruðust þeir