Lesbók Morgunblaðsins - 03.08.1958, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 03.08.1958, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 391 Merkisdagar í ágúst Bandadagur 1. ágúst Svo segja gamlar veðráttuspár, að sé regn á Bandadaginn, þá rigni oftast samfleytt í 3 vikur. 2. ágúst Þá var þjóðhátíðin haldin 1874 í tilefni af því að Kristján konung- ur IX. kom til landsins og færði ís- lendingum stjórnarskrá. Helzt það síðan lengi við um land allt, að þessi dagur væri talinn þjóðhátið- ardagur, og var þess minnzt með ýmsum hætti. Verslunarmannafé- lagið í Reykjavík tók daginn upp á sína arma og haf ði venjulega ein- hver hátíðahöld, annað hvort í Reykjavik eða í nágrenni bæarins. Síðan 17. júní var gerður að þjóð- hátíðardegi hefir þetta breytzt. Hefir 2. ágúst fengið nafnið „Frí- dagur verslunarmanna" en þó þarf „frídaginn" ekki að bera upp á þann dag, heldur er hann ákveð- inn fyrsti mánudagur í ágúst, svo að verslunarfólk fái 2V2 dag til um- ráða. Er þetta nú kölluð .Verslun armannahelgi", og er þá búðum lokað frá hádegi á laugardag til þriðjudagsmorguns. — Að þessa sinni er Verslunarmannahelgin frá 2. ágúst til 4. ágúst. Þess má geta hér, að fyrir tæp- um 300 árum voru þessir dagar lögskipaðir „frídagar" Hinn 28. apríl 1676 skipaði Kristján konung -ur fimmti svo fyrir. að dagarnir 2., 3. og 4. ágúst þá um sumarið skyldi vera almennir bænadagar á íslandi „Guds retfærdige Vrede og vore Synders velfortjente Straf at afbede" Á þessum bænadögum var bannað að halda þing eða ver- aldlegar samkomur, allar verald- legar sýslanir bannaðar, og bann- að að hafa áfengi um hönd eða annað slíkt ósiðlæti, svo að bæna dagarnir yrði haldnir í guðs ótta og alvöru. — Árið eftir skipaði konungur einnig svo fyrir, að dag- arnir 1., 2. og 3. ágúst skyldi vera almennir bænadagar á Islandi. 16. sumarhelgin 10. ágúst Almenn trú var það fyrrum á Suðurlandsundirlendi, að þegar óþurkasamt hefir verið um slátt- inn, þá mundi birta upp um 16. sumarhelgina, og verði þá þerri- flæsa eða góður þurkur um viku- tíma. Nú er Laurentíusmessa þennan sama dag og henni fylgir sá veðr- áttuspádómur, að ef bá sé bjart veður boði það oft hvassviðri og viti á kaldan vetur. En ef þá er þykkviðri, veit það á vætusaman vetur. Maríumessa fyrri 15. ágúst Hún var haldin í tilefni af himna för Maríu meyar. Ef sólskin er þann dag, boðar það góðviðri eftir- leiðis. En gangi þá með smáskúr- um, boðar það votviðrí í 14 daga. — Vera má að það hafi einhver áhrif á þennan spádóm nú, að tungl kviknar þá um nóttina. Hundadagar enda 23 águst. Þá var eins og létti vf- ir mönnum áður, allir trúðu því að eftir hundadagana mundi koma góð heyskapartíð. Sól gengur í Jómfrúmerki 23. ágúst. „Hver sem undir þvi merki er fæddur, er af Merkúríus- ar náttúru, kaldur og þur, hefir góða náttúru, skarpa siði og góða skikkan. skarpa sýn, langt nef litlar hendur; elskar andlega siðu og er ráðhollur, forsjáll og réttlát- ur. Honum má snúa til góðs og ills; er forvitinn og lærdómsstinn- ur, hugvitssamur í öllum uppáfinn -ingum. Hans stærsta lukka kem- ur eftir hans miðaldurstíð. Hann mun deya undir Jómfrúmerki, og lifi hann 3 ár, verður hann 80 ára". — Ef um konu er að ræða, þá verð- ur hún „góð hjá góðum, verður góður ráðgjafi, vill gjarnan syngja og spila og nærir sig á sinni mennt- un. Hún er lystugri á sumrin en á vetrum. Menn elska hana mikið. og með tveimur mönnum kemst hún til lukku". Bartholomeusmessa 24. ágúst, og fylgir henni sú spá, að eins og þá viðrar, muni viðra um haustið. Tvímánuður byrjar 27. ágúst. Það er seinasti sumar- mánuðuiinn, því að næst kemur Haustmánuður. Höfuðdagur 29 ágúst var helgur haldinn í minningu lífláts Jóhannesar skir- ara. „En er afmælisdagur Herodes- ar kom, dansaði dóttir Herodíasar frammi fyrir þeim og geðjaðist hún vel Herodesi. Þess vegna hét hann með eiði að gefa henni hvað sem hún bæði um. Og eftir áeggjan móður sinnar segir hún: Gef mér hingað nöfuð Jóhannesar skírara á fati. Og konungurinn varð hrygg- ur, en vegna eiða sinna og boðs- mannanna, bauð hann að henni skyldi það gefið verða. Og hann sendi og lét höggva Jóhannes í varðhaldinu, og var komið með höfuð hans á fati". — Mikil trú var á það hér á landi, og ai henni eim- ir enn, að veðrátta mundi batna með Höfuðdegi. Segir svo á einum stað: „Bregður þá vanalega veðr- áttu og helzt þá hið sama í 20 daga. og minnir á það í 40 daga eftir Ege- diusmessu (1. sept.)".

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.