Lesbók Morgunblaðsins - 17.08.1958, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 17.08.1958, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 411 ina yfir sig. Þar kepptist kona við að sópa öskunni af steinlögðu þreskisvæði sínu. Svo leit hún upp á gosmökkinn og vonleysissvipur kom á hana. Skammt þaðan var heil fjölskylda að hreinsa ösku af húsþaki og setja nýtt þak á, 1 stað þess er gossteinar höfðu brotið. Mér var sagt, að þetta fólk hefði flúið heimili sín, en í hvert skifti sem eitthvað sljákkaði í gosinu, kæmi það aftur og reyndi að laga til. Við ókum vestur á höfðann rétt hjá eldgígnum, og sáum þaðan beint ofan í gínandi ginið á eld- gígnum. Skyndilega þeysti hann úr sér 800 metra hárri gusu af gló- andi steinum og voru sumir þeirra á stærð við bíl. Þeir fellu síðan niður í öskuna þar á hæðinni og sindruðu þar. Til vinstri handar vall glóandi hraunleðjan upp úr gígnum, rann eins og lækur niður barminn og sló undarlegum gulum bjarma á gufurnar í gosmekkinum. Eldingar þutu yfir gígnum og þrumubrestirnir yfirgnæfðu gos- dynkina. Stórir öskuskaflar voru alt í kring um okkur. Kofi skammt frá vitanum var á kafi 1 ösku, steinn hafði komið á þak hans og brotið það, svo að þar var koldimm gjóta eftir. Skammt héð- an hafði heilt fiskimannahorp far ið algjörlega á kaf í ösku. Vindáttin breyttist og kolsvart- ur öskumökkur gossins barst í átt,- ina til okkar. Við flýðum til vit- ans og vikurinn urgaði undir skón- um okkar. Um leið og við slupp- um inn um dyr vitans, féll glóandi vikurinn eins og eldregn allt um kring. í myrkrinu hrasaði ég um stein á gólfinu. Hann hafði skollið á vitanum og farið í gegn um þak og loft. FÓLK VAR OFSAHRÆTT Vitavörðurinn leiddi okkur upp snúinn stiga og var öskulag á Gosið á ýmsum stigum. hverju þrepi. Neglt var fyrir glugga, sem sneru að gosstaðnum. Við komum upp í vitaherbergið, en það var tómt, öll áhöld höfðu verið flutt þaðan. Svo gengum við út á svalirnar á þessum 115 feta háa turni. Og þegar ég svipaðist þar um, varð mér fyrst ljóst hve herfi- leg spjöll hafa orðið á þessari grænu og fögru ey, af völdum eldsumbrotanna. Eins langt og sást voru hæðir gráar af ösku og land- ið tilsýndar líkast því sem sagt er um landslag í tunglinu. Áreiðan- lega var fjórði hluti eyarinnar kominn í auðn. Þarna höfðu menn áður fengið uppskeru þrisvar sinn- um á ári. Nú var fólkið flúið, hafði orðið að farga nautpeningi sínum og átti nú eiíkert. Vitavörðurinn sagði okkur að mestu jarðskjálftarnir hefðu kom- ið áður en gosið brauzt út, og þá hefði vitinn verið eins og skip í stórsjó. En um leið og tók að gjósa, flyktist fólk þangað. Konurnar voru hágrátandi, því að þær héldu að eyan mundi springa í loft upp. Karlmennirnir voru stilltari, en þeir voru líka hræddir. Fólkið var komið til að biðja guð að stöðva gosið. Það hafði með sér helgan kross frá kirkjunni. Nú var mesti óttinn horfinn. Það mátti sjá á því hvernig fólkið var alls staðar að moka burt nýfallinni ösku af lóðum sínum, í einhverri þrjósku gegn forlögunum. Þegar við fórum frá vitanum rigndi aurleðju og loftið var meng- að brennisteinseim. Aurhríðin klesstist á bílinn og hann „spólaði" í leðjunni. Það var dimmt, en gagn- laust að nota bílljósin, því að þau urðu aðeins villuljós. Bíllinn mjak- aðist áfram og eftir nokkra stund komum við út úr mökknum, en þá tók við steypiregn, sem kom úr gufumökknum upp af gígnum. Regnið þvoði allan aur af bílnum og eftir að hafa ekið enn um stund, skilaði honum hreinum og fáðum út í sól og sumar og á grænar grundir. HÖPP OG ÓHÖPP Ekki höfðu allir tjón af gosinu.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.