Lesbók Morgunblaðsins - 17.08.1958, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 17.08.1958, Blaðsíða 6
414 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS mynd, eða ólitaðri prentmynd Þeirra heimur er hinn litlausi heimur stærðfræðinnar. Sagt er að einstaka menn sé með þeim ósköpum fæddir, að sjá ekki liti, og þeirra umhverfi er þá eins Þetta er hin fullkomna litblinda. En það er þó ekki þetta sem átt er við í daglegu tali þegar sagt er að einhver sé litblindur. Þá er átt við það, að hann sjái liti á annan hátt en aðrir menn. Um þetta segii dr. Nouy í bók sinni „Stefnumark mannkvns": „Hinn ytri heimur, náttúran, op- inberast oss fyrir milligöngu skyn- færa vorra. Vér sjáum stjörnurnar, sólina, fjöllin, dýrin og aðra menn með augunum, sem eru svipuð ljós- myndavél að gerð. Hin öfuga mynd af hlutunum varpast til nethimnu augans. Nethimnan er samsett af ákaflegum fjölda ljósnæmra frum- parta, hinna svonefndu keilna og sprota. Svaranir þessara viðkvæmu keilna flytjast svo með sjóntaug- inni til ákveðinna stöðva í heilan- um. Eru svaranir þessar orsök þess. sem vér nefnum sjón. Það er þess vegna ekki augað, sem í raun og veru sér, heldur heilinn. Nú er það ekki ævinlega satt og rétt, að sjónin samsvari nákvæm- lega hinum ytra veruleika. Sumum mönnum sýnist t. d. litir vera frá- brugðnir því, sem aðrir sjá þá; þeir eru með öðrum orðum litblindir. Þegar vér tölum um rautt blóm eða græna haga, gerum vér það með þeim fyrirvara í huga, að vér tölum fyrir munn meiri hluta athugenda. Það er þessi meirihluti, sem ákveð ur það, sem vér köllum eðlilegt“. í ensku tímariti birtist nýlega grein eftir litblindan mann, og sýn ir hún glöggt hvað þetta „eðlilega“ getur orðið ,raunverulegt“ í líti manna, engu síður en hið efnis- kennda. Skal hér því birtur út- dráttur úr henni. H3— Hann segir fyrst, að það sem að sér gengur sé ekki fullkomin lit- blinda, heldur „litruglun". En fram til fermingar hafi hann ekki tekið neitt eftir því að hann sá liti öðru vísi en annað fólk, að sjón hans var ekki eðlileg. Frá barnæsku hafði það verið æðsta ósk hans að verða sjóliðs- foringi. Og þegar hann hafði aldur til, fór hann í sjóliðsforingjaskóla. Námið gekk honum mjög að ósk- um, þangað til kom að því að hann varð að greina á milli lita. Þá kom reiðarslagið. Þetta gat hann ekki Honum var gefinn frestur til þess að reynt væri að bæta úr þessu, og um langan tíma var hann að fást við að aðgreina liti á eðlilegan hátt, en honum tókst það aldrei. Þess vegna gat hann ekki orðið sjóliðs- foringi, og segir hann að það hafi orðið sér hin stærstu vonbrigði lífinu. Hann var nú orðinn sautján ára gamall, og nú ætlaði hann sér að verða flugmaður. Það var sú næst- bezta lífsstaða, sem hann gat hugs- að sér. En hér fór á sömu leið. Við flugprófið átti hann að greina á milli ýmissa mismunandi ljós- merkja, en ruglaðist algjörlega i því. Hann bað um leyfi til þess að reyna aftur, en menn hlógu aðeins að honum. Þá sá hann, að ef hann átti að komast áfram í lífinu, yrði hann að leyna þessum galla og gæta þess að tala aldrei um liti. Þetta segir hann að sér hafi tekizt. Hann náð< bílprófi og hefir nú ekið bíl' í 25 ár án þess að umferðaljósin hafi nokkuru sinni villt um fyrir hon- um. Hann sér þau að vísu öðru vísi en aðrir menn, rauða Ijósið er í hans augum nærri svart, gula ljós- ið er gult, en græna ljósið er blátt. Þetta er nóg fyrir hann. Þótt undarlegt kunni að virðast hefir hann gaman að mála og hefir verið í málaraskóla og fengið þar verðlaun fyrir málverk. „En eg hefi aldrei getað þekkt litina“, segir hann. „Og ef einhver skyldi finna upp á því að taka litanöfnin af málningahylkjunum mínum, þá gæti eg ekki þekkt litina hvern frá öðrum og allra sízt sagt rétt nöfn á þeim. Eini liturinn, sem eg villist sjaldan á, er gult. Oft get eg ekki gert greinarmun á dökkbláu, fjólu- bláu og purpara á einn bóginn. og dökkgrænu, brúnu og dumbrauðu á hinn bóginn. Og Ijósari litir renna flestir saman“. Ýmsir af þeim, sem skrifað hafa um drauma, hafa haldið því fram. að draumarnir sé alltaf litlausir, draumarnir sé aðeins skuggamynd- ir af því, sem menn hafi áður séð. Margir halda þessu fram enn, en það gerir þessi maður ekki. Hann segir: „Mér er það vel ljóst að eg sé liti í draumi, og í draumum hefi eg séð liti, sem eg hefi aldrei séð í vöku“. Þetta styður ágætíega þá skoðun dr. Helga Pjeturss, að draumarnir sé ekki endurminning, heldur líf, þar sem fram kemur í heila manns mynd af því sem einhver vakandi hefir fyrir augum. Heimfararleyfi Sú saga gengur í Moskvu, að nýlega hafi komið furðulegt skeyti til póst- stöðvar nokkurrar á heimsenda, lengst inni í frumskógum Síberíu. Skeytið var frá æðsta ráðinu i Moskvu og það til- kynnti, að allir Kákasusmenn. sem Stalin hafði látið flytja nauðuga til Síberíu, skyldu nú fá heimfararleyfi. Þetta var póststofunni skipað að til- kynna öllum Kákasusmönnum þar í grennd. Póstmeistarinn var orðinn leikinn í að framkvæma fyrirskipanir. Hann fór með skeytið út í grafreit þorpsins sem komið var í auðn, og hengdi það þar UPP- ...................... ✓

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.