Lesbók Morgunblaðsins - 17.08.1958, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 17.08.1958, Blaðsíða 8
416 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS BRIDGB 4 8 3 V K 10 2 ♦ K G 10 9 7 4 D 8 2 4 9 V Á D 9 8 4 3 ♦ 8 6 5 2 4 G 6 4 ÁKDG10 72 V 4 ♦ 6 4 Á 9 7 3 V gaf og sagði pass, og N og A sögðu lika pass, en S sagði þá 4 spaða. Út kom HÁ og síðan tígull, sem A drap með drottningu. Hann slær svo út trompi, S drap með háspili og S9 kom í hjá V, og þar með getur S komizt inn í borði á S8. Hann slær þá út S7I, borðið fær slaginn og TK kemur út, A drap með ás, en S með hátrompi. Nú var ekki þægilegt að koma borð- inu inn, svo að nota mætti fríslagmn í tígli, en S sér við því. Hann slær út S2 og A fær þann slag. Nú er hann í vanda staddur. Slái hann út tigli eða hjarta er borðið komið inn; slái hann út LK drepur S með ás og kemur svo borðinu inn á LD. En slái A út lág- laufi, hleypir S því til drottningar- innar í borði. Spilið er unnið með því að geyma S2 til þess að koma A inn á heppileg- um tíma! 4 6 5 4 V G 7 5 ♦ Á D 3 4 K 10 5 4 Frostastaðavatn. Frá Frostastaðavatni (á i^andmanna- afrétti) er þessi saga sögð: Veiði var í vatninu. Þeir er stunduðu hana síð- ast, höfðu með séi konu til matreiðslu og þjónustu. Svo vildi til, að konan felldi ástarhug til eins marmsins, en hann vildi ekki við henni líta. Þegar hún var vonlaus um ást hans, náði hún í loðsilung — sennilega úr vatninu — sauð hann og ætlaði manni þessum; en maðurinn var sendur eftir vatni ÞJÓFADALIR Á KJALVEGI. — í Landnámu segir frá því aff Norfflendingar leituðu að leiff suður yíir hálendið: „Eiríkur í Goðdölum sendi þræl sinn suður á fjöli, er hét Rönguður. Hann kom suður til Blöndukvísla og fór þá upp með á þeirri, er fellur fyrir vestan Hvinverjadal, og vestur á hraunið milli Reykjavalla og Kjalar, og kom þar á manns spor, og skildi að þau lágu sunnan að. Þaðan fór hann aftur og gaf Eiríknr honum frelsi fyrir ferð sína. Og þaðan af tókust upp ferðir um fjallið milli Sunniendinga og Norðlendinga". — Reykjavellir kallast nú Hveravellir, en Hvinverjadalir kallast Þjófadalir. Á þessum slóðum hefir Matthías hugsað sér bústað Skugga-Sveins og félaga hans. (Ljósm.: Vig.) á meðan skammtað var, en fólkið hafði drukkið seyðið og var allt dautt, þegar pilturinn kom heim aftur .— Veiðin á að hafa horfið úr vatninu við þetta. — Lík þessara manna eiga að vera seinustu líkin, sem grafin voru í Næf- urholtskirkjugarði. — Sumir segja þessa menn úr Landeyum, og að þeir hafi verið 3, en aðrir segja 7 og 2 af þeim bræður. — (Guðmundur Árna- son, Múla). MISTÖK Jón Jakobsson, kallaður verri, var niðursetningur á Vatnsleysuströnd á öldinni sem leið. Var hann látinn ganga milli bæa til að eta út meðlag sitt. Hann var matmaður með afbrigð- um. Helzta vinna hans var að bera inn þang og annan eldivið, bera út ösku, sækja vatn, mala korn og því um líkt. — Einu sinni kom Jón á bæ og var þá búinn að ganga talsvert langan veg. Þóttist hann þá vera orð- inn matlystugur, fer rakleitt inn í eld- hús og sér þar kjötlæri í trogi. Bíður hanii ekki boðanna, tekur kjötlærið og etur. Það kom upp úr kafinu, að lærið var af hundi, sem hafði verið soðinn til að ná af honum feiti til áburðar. Þótti þar koma vel á vondan, og var svo um það kveðið: Lúinn eftir langan veg lítt við hungur undi, græðgisfullur gleypti eg ganglim einn af hundi. (G. J.: ísl. sagnaþ.) TÓFUR Það var lengi hjátrú hér á landi, að á Finnmörk byggi galdramenn, sem væri íslendingum illviljaðir; fyrir hverja sök það var, er ekki getið. Finnar höfðu t. a. m. sent tófuna til íslands og mælt svo um, að hún skyldi „veiðast en aldrei eyðast", og að hún skyldi leggjast á það, sem hún sæi fyrst lifandi, er hún kæmi að landi Var svo tilætlað, að hún sæi fyrst mann, því menn mundu taka á móti skipinu, sem tófa var á, er það kæmi að landi, og skyldi hún svo leggjast á fólkið. En áður en menn komu til skips, var hún búin að koma auga á kindur í fjörunni. Því lagðist hún á kindurnar (Huld II.) i

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.