Lesbók Morgunblaðsins - 24.08.1958, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 24.08.1958, Blaðsíða 4
420 LESBOK MORGUNBLAÐSINS Einar Ásmundsson: Fyrri grein IVIúnchen á 800 ára afmæli MÚNCHEN, höfuðborg Bayerns og ein frægasta borg lista og vís- inda á meginlandi Evrópu, minn- ist um þessar mundir 800 ára af- mælis síns. Er þar mikið um dýrð- ir og fjöldi fólks hvaðanæva að hefur að undanförnu streymt til borgarinnar. Þegar afmælishátíðin hófst í sumar voru þar margir gestir og þar á meðal sjálfur yfir- borgarstjóri Lundúna. Sá, sem hélt aðalhátíðarræðuna, var Wern- er Heisenberg prófessor, sem er fæddur í borginni, en hann er nú einn frægasti eðlisfræðingur, sem uppi er, og hefur að nokkru tekið upp verk Einsteins Mörgum íslendingum er Mún- chen að góðu kunn. Þar hafa marg- ir þeirra gist, bæði fyrr og síðar, og þar hefur fjöldi íslenzkra stúd- enta verið við nám og er svo enn. Verður lauslega vikið að því síðar. Innviðum úr hinu gamla sóngleikahúsi hertogahallarinnar var forðað frá eyíi- leggingu styrjaldarinnar og hefur salurinn nú verið endurbyggður, í sinni fyrri mynd. Bær hins „eðla hertoga" Þegar litið er frá Múnchen til suðurs blasa við hlíðar Alpafjalla. og beðið það að senda sér skjal eða bók, sem honum liggur óskaplega mikið á að fá. Þá lætur safnið sjón varpa hinu umbeðna efni, en aust- ur í Japan situr maður við borð og tekur af því „mikro-filmu" Þetta getur gerzt á fáeinum klukkustundum. Það eru Hollendingar, sem eiga heiðurinn af því að hafa fundið þetta upp. Þeir taka myndirnar á 9x12 sm. filmu og eftirmyndin er gerð á gegnsæa filmu. Sá sem fann upp myndavélina heitir dr. J. Goe- bel, en annar maður fann upp les- vélina. Það eru ekki nema fjögur ár síðan, en þó hefir þessi nýung nú þegar gert byltingu í bókasöfn- um þar í landi. Lesvélin nefnist „Dagmar" og er hún seld með nokk uð mismunandi verði, eftir þvi hver í hlut á, eða sem svarar 40— 60 dollurum. Af hverri frummynd, sem tekin er, má gera eins margar eftirmyndir og menn kæra sig um. Hér má geta þess, að áður höfðu Bandaríkjamenn fundið upp á þvi að gera „mikro-filmur" af bókum og blöðum. En eftirmyndin var gerð á pappír, og lesvélarnar voru mörgúm sinnum dýrari en þær hol- lenzku. Hér er því áreiðanlega um mikla framför að ræða. Á. Ó. Þar er í dalverpi nokkru vatn, sem nefnist Tegernsee og var þar snemma stofnað klaustur, sem enn er til. Þess er getið í annálum klaustursins frá árinu 1102, að I þess eigu sé sveitabyggð nokkur á vinstri bakka Isar-fljótsins, sem nefnd sé „zu den Mönchen" eða Munkasetur. En þessi byggð hefði ef til vill aldrei orðið að borg, ef tilviljunin hefði ekki komið til sög- unnar. Á þessum stað er, fljótt á litið, ekkert sem stuðlað gæti að stofnun stórrar borgar. Jarðvegur á þessum slóðum er fremur ófrjór engar eru þar námur eða önnur nattúrugæði. Ekki eru þar heldur frá náttúrunnar hendi neinar krossgötur og Isar-fljótið er ekki failið til samgangna. Þarna varð því tilviljunin að ráða. Svo bar til, að þróttmikill höfðingi, Hinrik

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.