Lesbók Morgunblaðsins - 24.08.1958, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 24.08.1958, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 421 Loftmynd af hluta borgarinnar. — Á myndinni sjást turnar dómkirkjunnar og lengra til hægri ráðhúsið. ljón, fékk Bajaraland að léni af Friðriki keisara Barbarossa. Hinrik var það hinn mesti byrnir í aug- um að þýðingarmiklir saltflutn- ingar, eftir hinni svonefndu „salt- leið“, lágu frá Salzburg (Saltborgi og til Föhring við Isar, þar sem var brú og saltið var flutt þar yfir en biskuparnir í Freising réðu yfir ferjustað þessum og höfðu miklar tekjur af. Hinrik ljón vildi ná þess- um tekjustofni undir sig og gerði hann sér lítið fyrir og sendi að næturþeli flokk vopnaðra ribbalda til Föhring. Er það skemmst að segja, að þeir brenndu þorpið til ösku og brutu brúna. En Hinrik kom þá auga á litla munkaþorpið nokkru neðan við Isar-fljót og þar lét hann byggja brú fyrir saltflutningana, og stofnaði þar til markaðar sér til tekna. Þetta gerð- ist árið 1158 og telst þá borgin Munchen stofnuð. Munchen-búar telja með réttu að hinn „eðla Hin- rik hertogi“ sé faðir og stofnandi borgarinnar. Hinrik ljón og eftir- menn hans héldu fast utan um tekjurnar af saltflutningunum og var framtíð Múnchen þar með borgið. Öld síðar en bæjarbrennan var og Múnchen telst stofnuð, fékk bærinn borgarrétt og Lúðvík her- togi, sem hafði viðurnefnið hinn strangi, tók sér þar bólfestu. Var hann af ætt Wittelsbacha og sátu þeir á valdastóli í Múnchen allt þar til 1918, að höfðingjaveldi var lagt niður um gjörvalt Þýzkaland Þegar á fyrstu og annarri öld borgarinnar óx íbúatalan mjög. Höll hertogans var byggð og kirkj- an „Gamli Pétur“, sem enn er við lýði með því nafni, var reist. En árið 1468 var lagður hornsteinr þess húss, sem síðan hefur gnæft yfir borgina og setti lengstum svip á hana. Er það sjálf dómkirkjan. Hefur á ýmsu gengið á hennar dögum og skemmdist hún mjög í styrjöldinni síðustu, en var þegar endurbyggð í hinni fornu mynd. Er kirkjan í gotneskum stíl ,á borgaralega vísu“, eins og það er kallðti. Allir, sem til Múnchen koma, taka fljótlega eftir hinum forniegu laukturnum kirkjunnar, sem gnæfa hátt yfir. Gústaf Adolf í Munchen Ekki er það ætlunin hér að rekja sögu Múnchen að nokkru ráði, en ekki mundi þó ófróðlegt að geta um upphaf hennar, sem rakið er til þess tíma, sem íslendingar bjuggu enn við þjóðveldi og voru ekki fyrir löngu farnir að rita bækur Múnchen hefur átt sína sögu, „sig urljóð og raunabögu“. Þannig tókst til, að hertogar þeir, sem í Múnchen sátu, voru miklir list- unnendur og menningarfrömuðir. Byggðu þeir fagrar hallir og önn- ur stórhýsi og var borgin snemma orðlögð fyrir fegurð. í lok 16. ald- ar voru hertogarnir og borgin skuldum vafin, vegna „of mikillar fjárfestingar“, eins og það kallast nú, og vegna græðgi höfðingjanna í að safna að sér fögrum og dýrum munum hvaðanæva. Um þessar mundir komst til valda hertogi sá, sem nefndist Maximilian I og tók hann mjög í taumana gegn eyðslu og sukki. En valdatími hans, árin 1594—1651, var óróasamur. Þrjátíu ára stríðið geisaði. Hertoginn var strangkaþólskur og greip til vopna gegn mótmælendum. Sigraði her- foringi hans, Tillý, í orustunni „á hvíta fjallinu“ árið 1620. Þótti óvænlega horfa fyrir mótmælend- um, en þá kom Gústaf Adolf Svía-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.