Lesbók Morgunblaðsins - 24.08.1958, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 24.08.1958, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 423 Líf getur verið í hundrað milljónum sólhverfa NÝLEGA er komin út í Banda- ríkjunum bók, sem nefnist „Of Stars and Men“. Hún er eftir dr. Harlow Shapley stjörnufræðing við Harvard háskólann og heims- frægan mann í þeirri grein. Þar heldur hann því fram, að til sé að minnsta kosti hundrað milljónir sólhverfa, þar sem líf geti þróast. Og mestar líkur sé til þess að ótal hnettir sé byggðir lifandi verum á borð við mennina, eða þeim miklu fremri. Þessar ályktanir sínar dregur hann af nýustu vísinda- legum uppgötvunum í líffræði, efnafræði og geimfræði. Lífið nam land hér á jörð, þegar þar höfðu skapast viðunandi skil- yrði til þess að það gæti þróast. En slík skilyrði skapast eigi aðeins hér á jörð. Þau eru til alls staðar þar sem jarðhnöttur er hæfilega langt frá sól svo að þar sé nóg vatn og hæfilega hlýtt fýrir lif- andi verur. í „himinhverfi voru“ vetrarbrautinni, eru þúsundir milj- óna slíkra sólna, en svo er vetrar brautin ekki nema eitt heims- hverfi af mörgum þúsundum milj- óna samskonar vetrarbrauta, sem menn hafa þegar fundið. Óteljandi sólir eru eins og sól vor, og það eru óhrekjandi sann- anir fyrir því að jörðin er ekkert frábrugðin öðrum jarðstjörnum um efni og eðli. En slíkar jarð- er hertogahöllin illa farin. En með hverju árinu sem líður fækkar rústunum. Ekki eru nú nema 13 ár frá stríðslokum og vafalaust líður ekki á mjög löngu, þar til Mun- chen-búar hafa grætt sár hinnar fögru borgar, sem á allan hátt er prýði lands síns. stjörnur eru margar í öllum him- inhverfum, því að stjörnufræðing- um telst svo til, að til séu að minnsta kosti hundrað þúsund miljónir miljóna sólna.-------— Þeir, sem vitrastir þóttust fyrir 50 árum, hlógu að því er dr. Helgi Pjeturss kom fram með þá kenn- ingu að byggð mundi vera á ótal hnöttum öðrum en jörðinni. Nú er sá hlátur þagnaður, því að vísind- in hafa fært sönnur á mál dr. Helga og um leið sýnt að hann var langt á undan samtíð sinni. Biljón — Triljón ÞAÐ skakkar allmiklu á þessum töl- um, eftir því í hvaða landi maður er staddur. 1 Frakklandi og Bandaríkj- unum er biljón sama sem þúsund milj- ónir, og triljón sama sem þúsund bilj- ónir. En í Þýzkalandi og Englandi er biljón sama sem miljón miljónir, en triljón sama sem miljón biljónir. Ein triljón í Frakklandi og Bandaríkjunum skrifast með tölunni 1 og 12 núllum á eftir, en í Þýzkalandi og Englandi er ein triljón skrifuð með tölunni 1 og 18 núllum á eftir. Hlýnandi veðrátta ERLING DORF, prófessor við Prince- ton háskólann í Bandaríkjunum, spáir því, að eftir svo sem 200 ár, muni verða komið hitabeltisloftslag í Banda- ríkjunum. Þennan spádóm byggir hann á rannsóknum sínum á bví hvernig veðrátta hefir hlýnað síðan seinustu ís- öld lauk. Að vísu hefir ekki verið stcð- ugt hlýnandi á þeim tíma, því að „litla ísöldin" gekk yfir á' árunum 1600—1850. En síðan hefir stöðugt far- ið hlýnandi. Dorf prófessor segir að samkvæmt mælingum gé úthöfin nú alltaf að Nýasta nýtt úr háloftunum GERFIHNETTIRNIR hafa þeg- ar veitt vísindamönnum ýmsar merkilegar upplýsingar um há loftin. Það hefir t.d. komið í ljós, að í 1500—15.000 km. hæð er 10 sinnum meira af loftefnum en menn höfðu áður haldið. Viö yztu takmörk gufuhvelsins er loftið miklu þéttara en menn höfðu búist við, og þar fyrir utan er meira af ryki, en menn hafði órað fyrir. Þá hefir og komið í ljós, að í 900—1200 km. hæð eru öflugii ósýnisgeislar, þúsund sinnum öflugri en menn höfðu gert ráð fyrir, og þeir munu verða þess valdandi, að geimflug verðui erfiðara fyrir menn, heldur en búist var við. Geimflugmenri mundu þurfa að vera í 1 mm þykkri blýbrynju til þess að þola þessa geisla, en slík blý- brynja mundi auka þunga mannsins um 50 kg. hækka, og það geti ekki stafað af öðru en því, að jöklar hafa bráðnað. Síðan 1920 hefir þessi hækkun hafanna num- ið sem svarar 2 fetum á einni öld. Og til dæmis um hvað veðrátta hafi hlýn- að á þessum árum, getur hann þess, að nú sé hægt að stuncja kornyrkju 100 km. norðar í Kanada en hægt var árið 1920. Hann hefir rannsakað jurtastein- gjörvinga og telur þá bezta mælikvarð- ann á loftslagsbreytinguna. Þeir sé miklu öruggari í því skyni heldur en dýrasteingjörvirigar; dýrin geti flúið unden ísnum og kuldanum, en það geti jarðgróður ekki. Leifar hans sýni alltaf hvernig veðráttu hefir verið far- ið á þeim slóðum þar sem hann óx upp, og rannsóknirnar sýni stöðugt hlýn- andi veðráttu. Og með sama áfram- haldi verði komið hitabeltisloftslag í Bandaríkjunum eftir tvær aldir. 4

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.