Lesbók Morgunblaðsins - 14.09.1958, Blaðsíða 2
450
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
um á milli. í einum skálanum er
skurðstofan. Eru þar hin fullkomn-
ustu áhöld og eru þau gjöf frá
furstanum í Monakó. Að öðru leyti
líkist sjúkrahúsið ekki sjúkrahús-
um í Norðurálfu. Þetta eru báru-
járnsskúrar. Þarna á að vera rúm
fyrir 350 sjúklinga. En hver sjúk-
lingur heimtar að fá að hafa með
sér einhvem ættingja til að hugsa
um sig, og þá tvöfaldast þessi tala.
Þarna eru moldargötur og þær
eru mjóar, því að eftir þeim er
opið göturæsi. Þarna er fullt af
Svertingjum. Sumir skjótast út
fyrir húsin til að kveikja eld og
matreiða á bersvæði. Aðrir sitja
flötum beinum og snúa trefjaþráð
við lær sér. Nokkrar konur eru
þarna með börn á brjósti og reykja
sjálfar í ákafa meðan þær gefa
börnunum að sjúga. Sundurleitur
hópur örkumlamanna situr úti fyr-
ir skálunum.
Þetta er ekki beinlínis sjúkrahús.
Þetta er þorp — afríkanst þorp.
í flestum skálunum eru leirgólf.
Sumum rúmunum er klambrað
saman með því að negla fjalir á
stutta trébúta. Sums staðar eru
engin rúm, heldur flatsængur. Er
þá hey breitt á gólfið og strádýnur
lagðar þar á.
Karlmenn, konur og börn er
þarna hvað innan um annað og
hafa hjá sér matreiðsluáhöld sín
og nokkra fátæklega gripi — al-
eiguna. Þarna er hvorki rafmagns-
Ijós né vatnsveita. Skógurinn er
náðhús þeirra. Annars er öllu
fleygt í fljótið, og í því baða menn
sig og þvo þvott sinn.
Eitt kvöld gekk eg þarna á milli
skálanna og var með ljósker í
hendi. Hvar sem ljósið fell, sá eg
svört og sveitt andlit. Og allir voru
með gleðibragði. Það er hið furðu-
lega við stöð dr. Schweitzers, að
hann hefir leyst úr læðingi með-
fætt glaðlyndi Svertingjanna.
Hann lofar þeim að halda háttum
sínum, leysir þá undan valdi töfra-
mannanna og veitir þeim traust á
lækningar hvítra manna. Hann
hefir kappkostað að kenna þeim
að vinna og vera alúðlegir hver við
annan. Áður voru þetta blóðlatar
mannætur.
★ ★ ★
Á hverjum degi er komið með
fárveika sjúklinga og sumir eru
haldnir mörgum hræðilegum sjúk-
dómum. Þangað koma geðveikir
menn, sem forðað hefir verið frá
því að fremja sjálfsmorð. Þangað
koma blindir menn og ellihrumir,
sem enginn vill hafa, og menn sem
ekki geta séð sér farborða. Öllum
er vel tekið. Þeim er hjúkrað og
gefinn matur. Það er ófrávíkjan-
leg regla Schweitzers að reka eng-
an frá sér.
Af þessu stafa þrengslin. En nú
á að fara að reisa þar nýtt hæli.
Það er úr aluminium og er tilsnið-
ið og gefið af firma 1 Sviss. Með
því að þiggja það hefir Schweitzer
beygt sig fyrir tækninni. En hon-
um hefir alltaf verið illa við hana,
því að hann segir að hún sé orðin
á undan vitsmunum vorum og ekki
hægt að nota hana á réttan hátt.
Um fimm mínútna gang frá
heilsuhælinu er hæli hinna holds-
veiku. Þar eru snotur hús úr bam-
bus með járnþaki og þar eiga
heima 300 holdsveikissjúklingar og
vandamenn þeirra. Þessa stöð
reisti Schweitzer fyrir Nobels-
verðlaun sín og þar er allt miklu
fullkomnara en í aðal sjúkrahús-
inu.
Frönsku yfirvöldin eru á móti
því að Schweitzer hafi hjúkrunar-
stöð fyrir holdsveika menn. Þau
segja að þeir eigi að vera kyrrir
í þorpum sínum, en fólk sent þang-
að til að hjúkra þeim. En eg sá að
þarna komu sjúklingar með holds-
veiki á háu stigi, og auk þess haldn
-ir fleiri sjúkdómum, svo að þeir
þurftu stöðugrar hjúkrunar.
★ ★ ★
Á stöðinni eru hæns, endur, kett-
ir, geitur (150 fyrir utan kið), fimm
antílópur, pelikan, túkan (hita-
beltisfugl með gríðarlegt nef),
páfagaukur og sjimpansi. Eitt sinn
er eg sat inni hjá Schweitzer sá eg
ugluunga, grimmilegan á svip, sitja
uppi á bókaskáp hans. Hér gengur
eitt yfir menn og dýr. Engum, sem
kemur, er vísað á bug. Og sé dýr-
in veik eða slösuð, er þeim veitt
hjúkrun. Þannig fylgir Schweitzer
fram kenningu sinni: að það sé
góðverk að vernda lífið, en illvirki
að drepa. Og það var löngu áður
en hann varð nafnkunnur, að hann
kappkostaði að hjálpa öllum sem
bágt áttu, svo sem flækingum,
mönnum sem komnir voru úr tukt-
húsi og bjargarlausum fjölskyld-
um. Þetta kenndi honum jafnframt
að afla fjár til góðgerða, og það var
„æfing undir það betl, sem eg hefi
stundað á seinni árum“, segir hann.
Hann varð að biðja um fjárstyrk
til þess að koma upp sjúkrahúsi
sínu í Lambarene. Og fram á þenn-
an dag er því haldið uppi með
samskotum í ýmsum löndum.
Sjálfur hefir hann þó lagt mest
fram: allt það fé, sem hann aflaði
með hljómleikum sínum og bók-
um, — og bækurnar seljast enn og
gefa stöðinni drjúgan skilding.
En það er dýrt að reka stöð, þar
sem er um 1000 manns. Hér er
ekki aðeins veitt læknishjálp, held-
ur er matvælum úthlutað þrisvar
í viku. Sjúklingarnir, eða aðstand-
endur þeirra, koma þá í hópum og
mynda biðraðir. Þeim er úthlutað
hrísgrjónum, bjúgaldinum, ávöxt-
um og ætirótum (manioc). Hver
maður kemur með seðil og á hann
er skráð nafn hans og númer, því
að Svertingjar hafa þann sið að
skipta um nafn þegar þeir eru