Lesbók Morgunblaðsins - 14.09.1958, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 14.09.1958, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 451 orðnir leiðir á því. Sami miði veit- ir þeim aðgang að hjúkrun og ókeypis meðul. Schweitzer er fjármálamaður Hann var svo hygginn, að hann vildi ekki seðla, þegar hann fór til Afríku, heldur gull. Og á þann hátt komst hann hjá gengisfallinu mikla eftir fyrri heimsstyrjöldina. Byggingar hans bera líka vott um hagsýni hans. Hann hefir komið þeim upp inni í frumskógi, svo að segja áhaldalaus og án aðstoðar verkfróðra manna. En þær sýna líka hverja trú hann hefir á því, að Svertingjum geti farið fram. Sumir hafa legið honum á hálsi fyrir það, að hann vilji ekki greiða Svertingjum kaup. Sannleikurinn er sá, að hann vill að þeir vinni fyrir sjálfa sig og þeim sé enginn greiði ger með því að láta þá vinna í verksmiðjum. Þeir kunna ekki með fé að fara. Þeir eyða því þeg- ar í áfengi og tóbak, eða þá ein- hverjar vélar, sem þeir kunna ekki með að fara. Hann segir að hugs- unarháttur hvítra manna sé þeim ekki hollur, því að hann eigi ekki við í frumskógunum. Aðalatriðið sé að kenna Svertingjum hvernig þeiri eigi að bjarga sér sjálfir. Nú er það kunnugt, að Schweit- zer er ekki hrifinn af menningu Norðurálfubúa. Hann heldur því fram að þeir hafi glatað andlegum verðmætum í vitlausu kapphlaupi um efnalegar framfarir. Hann seg- ir að það væri álíka heppilegt að flytja slíka „menningu“ til Afríku, eins og sjúkdómana, sem hvítir menn hafa flutt þangað. 'k 'k Það er áreiðanlegt, að allar „framfaratilraunir“ í Afríku eru fyrirfram dæmdar, ef þær byggj- ast ekki á þeim andlega krafti og siðgæði sem Schweitzer hefir sýnt í öllu sínu starfi. Og það er þessi andlegi kraftur, sem hefir fengið Albert Schweitzer samstarfsfólk hans til þess að snúa baki við Evrópu, og fórna sér á þessum stað, þar sem hitinn er drepandi og ótal sjúkdómar vofa yfir mönnum. Þetta er merkilegt fólk. Fyrst skal nefna yfirlæknirinn Francis Catchpool. Hann er ensk- ur að ætt, en stundaði nám í kvek- ara-skóla í Bandaríkjunum. Hann fór í fyrra stríðið og barðist í Frakklandi. Síðan lauk hann læknisprófi í Lundúnum og var læknir við Watford-spítalann, áður en hann gerðist Schweitzers-mað- ur. Hann er hár og grannur, dálítið hærður í vöngum og reykir óaflát- anlega sterkar franskar sígarettur. Annar læknir er þrítug stúlka, Margaret van der Kreck. Hún er hollenzk og voru foreldrar hennar listamenn. Hún er stórfögur. Hún sagði mér svo frá: „Það eru tvö ár síðan eg afréð að bjóða Schweitzer aðstoð mína, en þar réði æðri vilji en minn eigin“. Þriðji læknirinn er tékkneskur og heitir Richard Friedmann. Hann er þéttvaxinn og með mikið yfir- skegg. Á handleggjunum ber hann enn merki þess, að hann var í fanga -búðum nasista í Dachau. Síðan kpmmúnistar hrifsuðu völdin í landi hans, hefir hann verið „lífs- tíðar flóttamaður“, eins og hann kemst að orði. Og þar sem Evrópa hafði útskúfað honum, fórnaði hann sér fyrir Afríku. Svo eru hjúkrunarkonurnar. Þær leggja hart að sér ekki síður en læknarnir og Schweitzer. Hver þeirra hefir sitt eigið herbergi, hvít -málað og snoturt. En skilrúm eru þar engin, nema vírnet og tjald dregið fyrir. Engin þeirra er því út af fyrir sig. Hvorki er þarna rafmagnsljós né vatnsleiðsla, frem- ur en í sjúkrahúsinu. Á einum stað hefur verið gerður baðkrókur og er þar steypibað þannig, að vatnsfata hangir þar uppi og geta menn steypt úr henni yfir sig. Sam -komur eru engar og Schweitzer er því mótfallinn að fólk sitt fari í kynnisferðir til hvítra manna þar í nágrenninu. Bezt má sjá agann sem þarna ríkir þegar fólkið snæðir, sérstak- lega á kvöldin. Matsalurinn er 10 metra langur og eftir honum endilöngum er borð, og á því standa sjö steinolíu- lampar í röð. Stólar eru beggja megin við það, en enginn sezt fyr en Schweitzer kemur inn. Hann tekur þá ofan sólhjálm sinn eða flókahatt og þá setjast aðrir. Hann gengur að stól sínum, sem er við mitt borðið. Og svo mælir hann lágt á þýzku: — Þökkum drottni. Hann er góð- ur. Kærleikur hans varir eilíflega, Amen. Þeir, sem ekki hafa náð að setj- ast, standa grafkyrrir á meðan. Svo stingur Schweitzer horninu á pentudúki sínum í hálsmálið og tekur að matast. Þegar máltíð er lokið og borið hefir verið af borði, er útdeilt þýzkum sálmabókum. Schweitzer setur upp gleraugu, nefnir númer á sálmi, sezt svo við hljóðfærið og byrjar að leika. Allir sitja í sætum sínum og syngja.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.