Lesbók Morgunblaðsins - 26.04.1959, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 26.04.1959, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 223 ekki nema til þess að kaupa helztu lífsnauðsynjar, svo sem hveiti, sykur og salt, og svo afríkanska brennivín- ið, sem þeir kalla „dop“. Hum varð að fara varlega með „dop“, konan mátti ekki vita af því. Hún hefði eflaust lamið hann í hausinn með hverri flösku, sem hún hefði fundið. Eina ráðið var að fela það í mykju- haugnum. Ekki þorði hann að bragða á því heima, konan hefði þá snuðrað upp felustaðinn. En hann tók gjarna með sér eina og eina flösku þegar hann fór að líta eftir vegavinnunni, eða þá að hann fór heim til Boetic van Herd- en, næsta nágranna síns. Þeir voru gamlir drykkjubræður. Það var venja þeirra að Ham rak sláturfé sitt á hverju ári tii Boetic, og Boetic lét það fylgja sínu sláturfé á markaðinn og keypti vörur fyrir and- virði þess, þar á meðal „dop“ handa Hum. En það þurfti að fara að þessu með mestu gætni og klókskap, því að frú Hum taldi jafnan hverja kind, sem fór á markað og vissi því upp á hár hvað hún átti að fá mikið fyrir þær. Hum hafði þess vegna komið því svo laglega fyrir, að hann „missti" jafnan einn gemling, einum eða tveimur mán- uðum áður en reka skyldi til markaðs. Þessi gemlingur var þá saman við fé Boetics, og fór með hinum þegar tími var til kominn. Þegar svo frú Boetics fór með sláturféð á markað, ók Hum til hans í vörubíl stjórnarinnar. Þeir settust svo að drykkju um kvöldið og drukku fram á nótt. Morguninn eftir ók Hum svo heim til sín og skilaði kellu sinni öllu því sem henni bar að fá fyrir sláturféð. Þessi mikla reglusemi var frú Hum ráðgáta. Hún þekkti mann sinn. Hún vissi líka að frú Boetic var ekki við lambið að leika, ef „dop“ var annars vegar, og að hún mundi aldrei leyfa þeim körlunum að bragða dropa í sín- um húsum. Og þó var hún viss um að þeir svölluðu þar. Það var ekki von að hún gæti gizkað á hið rétta. Frú Boetic hafði þann sið að fara alltaf sjálf á markaðinn, til þess. að vera viss um að engu væri eytt í óþarfa. En karlarnir höfðu gert samn- ing við kaupmanninn um að láta Hum fá brennivínið sitt fyrirfram, og brennivinskassinn var alltaf kominn heim til Boetic einum eða tveimur dög- um áður en frú Boetic lagði á stað í markaðsferðina. Meðan hún var burtu voru karlarnir öruggir og gátu drukkið eins og þá lysti. Auðvitað urðu þeir að vera algáðir þegar hún kom heim og hafa afmáð allar minjar svallsins. Og svo tók Hum við sínum skerf og ók með hann heim til konu sinnar. En svo var það einu sinni að frú Boetic kom að þeim óvörum. Það var rétt eftir miðnætti og gleðskapurinn stóð sem hæst, með glymskrattaglym og söng, sem heyrzt hefir eflaust lang- ar leiðir. Sex tómar flöskur lágu á gólfinu á víð og dreif, en brennivíns- kassinn hafði fengið heiðurssæti á stofuborðinu. Hundarnir byrjuðu allt í einu að gelta, og þá vissu þeir karlarnir að eitt- hvað óvenjulegt mundi á seiði. Og er þeir litu út var frú Boetic komin á bílnum sinum í hliðið og beindi ljósun- um beint á gluggana. Allt datt í dúnalogn, en svo æpti Boetic í skelfingu: — Konan mín er að koma! Hann ætlaði að safna saman tómu flöskunum, en valt um eina þeirra og lá þar fallinn á gólfinu. Hum lét sér ekki detta í hug að hjálpa honum, nú varð hver að hjálpa sér sjálfur. Hum lagði á flótta út um eldhúsdyrnar og komst út í bíl sinn, og tveir negra- strákar hans stukku upp á pallinn. En ekki var gott í efni. Bíll frú Beotic stóð þar í garðshliði. Hum setti bílinn í gang og ók beint á girðinguna og braut hana. Svo „spýtti hann í“ og hugsaði um það eitt að hann yrði að komast heim sem allra fyrst. Hann vonaði að frú Boetic hefði ekki þekkt sig. Og skyldi hún nú samt sem áður halda því fram, að hann hefði verið þarna, þá ætlaði hann að harðneita, hann ætlaði að segja að hann hefði verið að vinna að vegagerð og komið heim sömu nóttina. Það hlaut að sýna að hann hefði ekki til Boetic komið. Og því var um að gera að komast heim sem fyrst. Hann ók eins og vitlaus maður og negrastrákarnir heldu sér dauðahaldi og heldu að dómsdagur væri kominn. Bíllinn fór í loftköstum. Það fór að renna af Hum. En hann dró ekki úr ferðinni fyr en hann var viss um að frá Boetic veitti sér ekki eftirför. Svo nam hann loks staðar, andvarp- aði þungan og dró klút upp úr vasa sínum til þess að þurka af sér svitann. Þá sá hann „tijgerinn". Hann sat beint fyrir framan bílinn, alveg eins og hann væri taminn. Þrátt fyrir hugaræsinguna á undan, vissi Hum samstundis hvað hann átti að gera. Hér var tækifæri til að sýna, að hann hefði ekki verið á fylliríi með Boetic. Hann þreif byssu sína og stökk út úr bílnum og skaut. Hlébarðinn hneig niður. Húrra — skyldi sá maður, sem skaut hlébarða, hafa verið á fyll- iríi?! — Komið og hjálpið mér, kallaði hann til negrastrákanna. Komið tijg- ernum upp á bílinn! Þeir létu ekki segja sér það tvisvar, gripu í lappirnar á hlébarðanum og sveifluðu honum upp á bílinn. Svo sett- ust þeir á skrokkinn og töluðu hástöf- um um hver snillingur húsbóndinn væri að skjóta. — Já, eg kann að skjóta, hvort sem eg er fullur eða ekki, sagði Hum drýg- indalega, því honum þótti lofið gott. En haldið ykkur nú fast, strákar, því að nú ætla eg að aka greitt! Hann þaut á stað, var glaður og tal- aði við sjálfan sig. Þetta mikla happ hafði gert hann ölvaðan á ný, og það var mikil mildi að hann skyldi ekki aka á tré, eða hvolfa bílnum þegar hann fór krappar beygjur. Eftir nokkra stund leit hann aftur fyrir sig til þess að sjá hvernig strák- unum liði. Þeir voru þá horfnir, en á bakglugga stýrishússins sá hann smett- ið á hlébarðanum. Og hlébarðinn var ekki frýnilegur, og hvæsti á hann. Hann hafði raknað við aftur! Þá varð Hum ekki um sel. Hann var þarna einn með sært villidýr á bílnum hjá sér. Hann náfölnaði og augun ætl- uðu út úr höfðinu, en hárin risu á höfði hans og kaldur sviti streymdi niður andlitið. Og nú lét hann bíllinn fara eins og hann komst. Hann ók þrjá seinustu kílómetrana á tveimur mín- útum, hentist í gegn um hliðið heima hjá sér, og hemlaði svo snöggt að bíll- inn skrækti og jós upp rykmekki. Hum hentist út úr honum og heim að dyr- um. 1 sama mund stökk hlébarðinn af bílnum og forðaði sér. Dyrnar opnuðust og þar stóð hús- móðirin. Hann þreif dauðahaldi í hana og hrópaði: — Sjáðu, sjáðu! Sjáðu tijgerinn sem eg kem með .... eg kem með tijger! — Þú ert íullur, sagði frú Hum og lamdi hann í hausinn með „dop“- flösku, sem hún hafði fundið í mykju- haugnum um daginn. (Paul Smiles)

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.