Lesbók Morgunblaðsins - 26.04.1959, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 26.04.1959, Blaðsíða 14
230 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Hverniff tiskar synda 1 fiskariki fœ eg lært flugrás sporö s og ugga, kvað Jón Strandfjeld kennari einu sinni (öðru nafni Jón „bassi“ af því að hann var frá Bassastöðum í Strandasýslu). En þetta er þó ekki svona einfalt. Erlendir vís- indamenn hafa um langt skeið ver- ið að rannsaka sundaðferðir fisk- anna, en segjast eiga margt ólært enn. Þó hafa þeir komizt að þeirri niðurstöðu, að fiskar noti ugga mjög lítið eða ekki til þess að knýa sig áfram í sjó og vatni. Eins og öllum mun kunnugt, er líkamsbygging fiskanna mjög ein- kennileg. Fyrst og fremst er á þeim „straumlínulag“, en vöðv- arnir liggja í lögum eins og flísar, sem felldar eru saman og mætast á víxl. Vöðvalög þessi eru sam- felld alla leið framan frá tálkn- um aftur á sporð. Þegar talað er um að eta fisk, þá er alltaf átt við þessa vöðva. Vegna þess hvernig vöðvarnir liggja, getur fiskurinn sveigt sig mikið á báðar hliðar, og það gerir hann jafnan á simdi. Það er þessi sveigja líkamans sitt á hvað, sem sundhraðinn byggist á að mestu leyti. Með þessum sífelldu sveifl- um næst viðspyrna í vatninu, og hún knýr fiskinn áfram. Þessar sveiflur eru ekki alveg ólíkar því hvernig menn skrefa á skautum, fyrst á öðrum fæti og svo á hinum. Og eftir því sem þessar sveiflur eru hraðari, eftir því er fiskurinn fljótari í ferðum. Sveiflurnar verða lengri eftir því sem fiskurinn er mjórri og lengri, og einna mestar hjá álnum. — o — Fyrir okkur mennina er það miklum mun erfiðara að hreyfa sig í vatni en í lofti. Vatnið veitir svo miklu meiri mótstöðu en loftið. Þess vegna hættir mönnum til að undrast sundfimi fiskanna og að þeir geti náð 30—50 km. hraða á klukkustund. Menn gleyma því þá, að í sjón- um er fiskurinn í sínu rétta um- hverfi og lítt háður þyngdarlög- málinu, því að eðlisþyngd hans er litlu meiri en eðlisþyngd sjávar- ins. Fiskur, sem vegur 20 kg. á landi, vegur ekki nema um 1 kg. meðan hann er í sjónum. Hann þarf því ekki nema 1/20. hluta af orku sinni til þess að halda sér uppi, en 19/20. af orku sinni getur hann beitt til þess að ná hraða á sprettinum. Ef hlutföllin væri hin sömu hjá manninum, mundi full- orðinn karlmaður ekki vega nema svo sem 7—8 pund — og ætli menn þættust þá ekki léttir á sér! Þetta skýrir líka hvernig á því stendur, að hægt er að veiða 20 punda lax á svo veika veiðistöng, að hún mundi ekki bera uppi 5 punda þunga. — o — Uggar og sporður hafa langt um minni þýðingu fyrir sundhraða fiskanna. Það hafa athuganir sýnt. Að vísu auka uggar og sporður hraða fiskanna ofurlítið, en hlut- verk þeirra er aðallega að halda jafnvægi og stýra fiskinum upp og niður, eða til hliða. Uggana nota fiskar einnig til þess að halda sér kyrrum á sama stað. Þeir andæfa með uggunum, því að ella mundu þeir ekki geta haldið kyrru fyrir, vegna þess að útspýting sjávar undan tálknunum mundi þá reka þá áfram. Menn hafa nú komizt að þeirri niðurstöðu, að hlutverk ugganna er stórum minna en áður var talið. Þetta hefir sannazt þegar sniðnir voru uggar af lifandi fiskum í sjó- kerjum. Þótt bakuggarnir væri sniðnir af, syntu fiskarnir eins og ekkert væri um að vera og náðu sama hraða og áður. Þótt allir ugg- ar væri sniðnir af þeim, gátu þeir synt jafn hratt, en áttu ver með að stjórna sér. Margir fiskar nota uggana til þess að snarsnúa, ef einhver hindr- an verður á leið þeirra, í stað þess að snöggstöðva sig. Þetta á aðal- lega við um fiska, sem hafa stutta og stinna ugga. Aðrir fiskar, sem hafa langa eyrugga, stöðva sig oft skyndilega þegar hindran verður á leið þeirra. Ein sundaðferð fiska er útspýt- ing sjávar aftur úr tálknunum og hana notar hann óspart þegar hann er á ferð. Þessi útspýting myndar strauma aftur með fisk- inum báðum megin, en þeir auka skrið hans. Þetta sést bezt á því, að fiskurinn getur ekki haldið kyrru fyrir, nema því aðeins að hann andæfi með eyruggunum gegn straumnum. Sennilegt er tal- ið að fiskurinn noti þenna straum, þegar hann þarf að taka snöggt viðbragð og koma ferð á sig. Þetta má bezt sjá hjá flatfisk- um. Þeir liggja venjulega við botn og snúa upp annari hliðinni. En þeim er meðfædd sú varkárni að þá anda þeir aldrei með þeim tálkn unum, sem upp vita, heldur hafa þau harðlokuð, svo að óvinir skuli ekki geta séð neina hreyfingu á þeim. Þeir anda svo með neðri tálknunum og útspýtingin fer und- ir þá og kemur straumurinn fram aftur undan sporðinum. En ef flat- fiskur þarf að taka snöggt við- bragð, opnar hann öll táknin upp á gátt og spýtir sem fastast. Við það lyftist hann frá botni og nær skriði. Sumir segja að fiskar muni nota tálknin sitt á hvað þegar þeir þurfa að beygja á sundi, en það hefir ekki verið rannsakað til hlítar. i i

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.