Lesbók Morgunblaðsins - 26.04.1959, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 26.04.1959, Blaðsíða 16
232 LEtíBÓK MUKGUMBLAÐSINS BRIDGE A A K 8 4 V 9 8 ♦ 8 7 5 * G 10 3 2 A D 9 7 V Á G 4 ♦ 962 * 8 7 A G 10 6 V 10 7 5 ♦ K D 10 4 A 9 6 5 * 532 V K D 6 ♦ Á G 3 4.ÁKD4 S sagði 3 grönd og H3 kom út, A drap með H10 og S með drottningu. Nú er ekki um margt að gera, S hefir vissa 8 slagi. Níunda slaginn getur hann fengið í tigli, ef A hefir kóng og drottningu. En A má ekki komast að til að slá út hjarta, því að þá er úti um spilið. Önnur leið er sú, að treysta á að spaðarnir sé 3-3 hjá andstæðingum og þannig fáist einn slagur á spaðg. En þó er þar enn hætta á að A komist inn, því að V mun eflaust fleygja af sér SD þegar hann sér hvernig liturinn liggur. S verður því að spila spaða tvisvar af hendi. Ef V hefir þá drottn- inguna eftir er spilið unnið. Reyni V að villa með því að drepa með SD, þá er hún gefin. Það er hættulaust að koma V inn, því að þá á S fyrirstöðu í hjarta. ÁRIÐ 1845 Alþing í fyrsta sinn var nú haldið í nýbyggðu skólahúsi í Reykjavík (Latínuskólanum), sem nærgætinn áætlunarreikningur áleit, að byggjast mundi af 14000 rd., en svo fór, að komið varð í það 40.000 rd Byrjað var þá að prentaAlþingistíðindi.Tóku menn móti þeim með mesta fögnuði og for- vitni. Verðið var líka hið allra bezta, svo þau voru keypt og lesin með á- nægju, en þóttu koma út seint. — (Brandsstaðaannáll). ÁRNI skáld böðvarsson bjó að Ökrum á Mýrum og þótti ALVIÐRA t ÖLFUSI er efsti bær sveitarinnar og stendur undir Ingólfsfjalli þar sem skemmst er milii þess og Sogsins, og örskammt frá Sogsbrúnni. Nafniö Al- viðra er komið frá Noregi. önnur Alviðra er vestur í Dýrafirði, og hin þriðja hefir verið í landnámsbyggðinni á Mýrdalssandi, því að þar við sjóinn heita enn Alviðruhamrar. 1 málverkasafni ríkisins er málverk af Alviðru í Sogni, gefið af norskum mönnum til minningar um Þórð Víkingsson, er sumir sögðu að hefði verið sonur Haralds hárfagra. Hann bjó í Alviðru í Dýrafirði. Frá Alviðru á Hörðalandi var Þórarinn Þorkeisson landnámsmaður, sem kom skipi sínu i Þjórsárós. Á skipi sínu hafði hann þjórshöfuð í stafni, í stað drekahöfuðs, og við það var árin kennd. (Ljósm. Gunnar Rúnar) ákvæðaskáld. Eitt sinn átti að hýða strák fyrir sauðaþjófnað. Hafði hann verið smalapiltur hjá Árna áður og var Árna hlýtt til hans, svo hann bað piltinum vægðar, að hann skyl^i ekki ævilangt bera þá skömm að hafa verið hýddur. En er engin vægð fekkst, er mælt að Árni hafi kveðið þessa vísu: Hvað á þá að segja, segja að sjá hann hraktan, naktan? Fyrst hann á að deya, deya, dauði takt ’ann, takt ’ann. Fell þá maðurinn dauður niður, en ótta sló að mönnum. ÞEGAR HANDRITIN FÓRU Ár 1647 sótti Brynjólfur biskup til konungs um leyfi til að mega stofna prentsmiðju í Skálholti, og fól Otto Krag, fornum vini sínum og velgerðar- manni á hendur, að koma þessari bæn sinni á framfæri, og hefði Krag gert það í tíma, mundi það hafa fengizt; en konungur andaðist í febrúar 1648, og þá varð ekkert úr þessu; að sönnu fekk hann leyfið árið eftir, en það var tekið aftur eftir tillögum Þorláks biskups. Hefði hann komið upp prent- smiðju í Skálholti, þá hefði hann prentað margt fróðlegt bæði eftir sig og aðra, og þá hefði ekki þurft að flytja eins mörg handrit burt úr land- inu, því hann mundi hafa haldið þeim eftir, sem hann ætlaði að láta prenta. — (Pétur biskup). JARÐGJÖLD Svo er að sjá sem menn hafi eignað jörðinni ýmsa persónueiginleika, svo sem þann, að hún vildi jafnan hafa nokkurn þakklætisvott frá mönnum fyrir það, sem hún léti af hendi við þá, ella mundi mönnum hefnast fyrir. Þess vegna skyldi aldrei hirða allt þurrkað hey, heldur skilja ávalt — að minnsta kosti — fang eftir og gefa jörð aftur; mundi þá vei ganga hey- skapurinn. Einkum gilti þetta um seinustu hausthirðingu, og væri þetta rækt, mundi eigi heylaust verða. Hinn merki bóndi, Hallur Einarsson á Rangá í Tungu, hafði þennan sið og brast aldrei hey. — (Þjóðs. Sigf. Sigf.)

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.