Lesbók Morgunblaðsins - 06.09.1959, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 06.09.1959, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 379 nam land þarna, og við hann eru dalirnir kenndir. Eru þeir tveir og liggja frá opnu hafi inn í Úlfsdala- fjöllin, en svo nefnist fjallgarður sá, er nær frá hafi suður að Siglu- fjarðarskarði. Að austan eru dal- irnir afkróaðir af Strákafjalli. Á milli dalanna er fjall, sem heitir Dalseti, en vestast er Mánárfjall. Fjöll þessi ná fram að sjó með snarbröttum skriðum og aðskilja dalina og einangra þá. Landleiðir þangað eru torsóttar. Þó má kom- ast úr vestari dalnum yfir fjallið til Sigluf jarðar, og eins til Almenn- inga og Fljóta. Á milli dalanna er illfært gil, sem mun hafa heitið Hergunnargil, en er nú jafnan nefnt Herkonugil. Er það hin eina teljandi leið til eystri dalsins, þótt einstigi sé upp úr botni hans, og stundum gangfært með sjó til Siglufjarðar með stórstraumsfjöru. Eins og á þessu má sjá, eru ekki allar torfærur yfirstignar, þótt jarðgöng komi í gegnum Stráka- fjall. Mun enn eigi ráðið hvernig á að koma veginum yfir Herkonu- gil og skriðurnar, svo öruggur sé. En þegar „gatið" er komið og veg- urinn, þá er lokið einangrun þess- ara fögru og gróðursælu dala. Þá mun byggð rísa þar að nýu og þar munu rekin kúabú, því að öruggur markaður er fyrir mjólkina í Siglufirði. EYÐING ENGIDALS Eystri dalurinn heitir Engidalur og var þar einn bær samnefndur. Lítil á rennur eftir dalnum og stóð bærinn vestan hennar neðan við dalsmynnið. Þarna var byggð fram um 1927, og er svipleg sagan um hvernig hún lagðist í eyði. Hinn 12. apríl 1919 var aftaka stórhríð í Siglufirði og fannkoma gífurleg. Fell þá snjóflóð austan fjarðarins og tók af síldarstöð Evangers og fleiri hús og fórust þar 9 menn. í byrjun þessa veðra- hams kom Skafti Stefánsson frá Nöf við Hofsós á vélbáti frá Eya- firði og ætlaði til Hofsóss, en varð veðurtepptur í Siglufirði. Komst hann ekki á stað þaðan fyr en mið- vikudaginn fyrir skírdag. Var þá bjart veður og gott. Þegar hann sigldi fyrir Úlfsdali, þótti honum það undarlegt að hann sá ekki rjúka í Engidal og gat ekki heldur komið auga á bæinn, sem átti þó að blasa við. Grunaði hann þá að ekki væri allt með felldu og ætlaði að fara í land, en þá var ólendandi vegna brims. Helt hann svo áfram til Haganesvíkur og símaði þaðan tafarlaust til Siglufjarðar og kvað það grun sinn, að snjóflóð hefði fallið á Engidal. Siglfirðingar brugðu þegar við, mönnuðu bát og sendu hann út í Dali. Þegar menn þessir komu að Engidal, sáu þeir að snjóflóð hafði fallið á bæinn og tekið hann af, eða brotið niður. Hófust þeir þegar handa um að moka upp rústirnar og störfuðu að því langt fram á nótt. Kom nú í ljós, að flóðið hafði svipt þakinu af baðstofunni og kastað því fram yfir frambæinn, en bylt um austurvegg baðstofunn- ar ofan á fólkið sofandi í rúmum sínum. Var þar hryllileg aðkoma. Hitinn í sængurfötunum hafði haldizt lengi við undir snjódyngj- unni, og voru-líkin því orðin rotin og lagði af þeim svo banvænan óþef, að hraustir karlmenn gugn- uðu og hörfuðu frá. Fólkið á hinum bæunum, Dala- bæ og Máná, hafði ekki hugmynd um slysið fyr en Siglfirðingar komu þangað og sögðu fréttirnar. Varð fólkið þá skelfingu lostið og óttaðist að snjóflóð mundu einnig falla á þessa bæi, því að þar þótti hættara við snjóflóðum en í Engi- dal, sem allir höfðu talið öruggan, vegna þess hve langt hann var frá fjöllunum. Snjóflóðið hafði fallið úr fjallinu norðan við Engidalinn, farið þvert yfir dalinn og upp í brekkurnar hinum megin, en breytt þá stefnu og ætt fram úr dalsmynninu. Hafði það farið þar yfir lágan háls eða hóla upp undan bænum, og síðan steypzt yfír bæinn og túnið, en staðnæmst niður undir sjávarbakk- anum. Flest sauðfé bónda og hross- in var í húsum niður við sjóinn og sakaði ekki. En mjög voru skepn- urnar aðþrengdar af hungri, og mátti á því sjá að langt var síðan þeim hafði verið sinnt. Allt heimilisfólkið í Engidal fórst í snjóflóði þessu, 7 manns, og mun allt hafa kafnað samstundis. Líkin voru flutt til Siglufjarðar á skír- dag. Auk þessa fórust tveir menn í snjóflóði í Héðinsfirði, svo að alls höfðu farizt 18 menn í snjóflóð- um í hreppnum samtímis. Engidalur var nú í eyði fram til 1925. Þá var reist býli þar sunnar í túninu og búið þar til 1927. En þá brann þetta býli og síðan hefir Engidalur verið í eyði, nema hvað vitavörðurinn á Sauðanesi hefir haft afnot jarðarinnar. DALA-RAFN í vestari dalnum voru tvö býli, eins og fyr segir, en til forna höfðu þau verið þrjú. Er svo langt síðan að eitt býlið fór í auðn, að menn hafa gleymt nafni þess. Annars hefir saga dalanna verið slitrótt, og voru þeir oft í eyði tímunum sam- an. Þeir eyddust í Svariadauða og aftur um 1500. Fara og engar sögur af þeim, sem þar hafa átt heima fyr á öldum, enda munu það hafa verið kotbændur. En þegar kemur fram á 17. öld og eftir það, fer að bregða fyrir manni og manni. Frægastur þeirra er Rafn Guð- mundsson, talinn ættaður af Siglu- nesi og því sennilega sonur séra Guðmundar Jónssonar þar og bróðir Hettu-Jóns, sem þar var prestur um þær mundir. Um séra

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.