Lesbók Morgunblaðsins - 06.09.1959, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 06.09.1959, Blaðsíða 8
I 384 LESBÓK MORGTJNBLAÐSINS BRIDGE 4 9 7 5 2 V 6 2 ♦ K 10 7 2 * D 7 4 4 D 6 V D G 6 5 ♦ 9 6 5 4i 4 G 6 N V A S 4 G 10 8 4 V 10 7 ♦ G 8 4 K 10 9 5 3 4 A K 3 V A K 8 4 3 ♦ Á D 4 Á 8 2 S sagði 2 hjörtu, N sagði 2 grönd, S 3 hjörtu og N 4 hjörtu. Hinir sögðu aldrei neitt. Út korn T 4, lágt úr borði, A drap með gosa og S með ás. Síðan tók hann slagi á H Á og H K og sló enn út hjarta, en þá kom í ljós að trompin lágu illa. V fekk slaginn, en gerði svo þá skyssu að taka ekki líka hinn tromp- slaginn. Hann sló út T 3, sjálfsagt vegna þess að hann hefir haldið að A ætti drottninguna. S drap með kóng í borði og var að hugsa um að slá út T 10, en sá sig um hönd og kom sér inn á spaða. Næst sló hann út lág- laufi og drap með L D í borði, en A drap með kóng. Nú kom spaði út og tók S þann slag. Síðan tók hann slag á L Á og kom svo V inn á trompið. Og nú varð V að spila undir tiglana. Þar fekk S tvo slagi og. vann þannig spilið. SYNDASTRAFF Páll Vídalín getur þess í annál sín- um, að þegar nefndarmenn gáfu orður til sýslumanns um fólksregistur og fjáruppskriftir, „varð við þetta mikið hljóðskraf um byggðir, og þóttust menn lítt vita, hvað gilda mundi“. Þar sem margir voru biblíufróðir í þá daga, er ekki ólíklegt, að sumum hafi dottið í hug manntal Davíðs konungs, sem sagt er, að Drottinn hafi refsað fyrir með drepsótt, er 70 þúsund manns dóu FNYKUR — Þetta er mynd af bræðslustöðinni á Kletti í Reykjavík. Hún var að vísu reist langt utan við bæinn á sínum tíma, en nú hefir byggðin þan- izt svo út, að stöðin er inni í sjálfum bænum. Þessi stöð vinnur úr alls kon- ar úrgangsfiski, og hún fekk fljótt leiðindaorð, vegna hins leiða þefs, sem af henni lagði. Varð þetta eigi aðeins til óþæginda íbúum í næstu hverfum, heldur lagði dauninn stundum niður í Miðbæ í norðaustlægri átt, og minnti gamla Reykvíkinga á þá daga, þegar grútarbræðslan var i Örfirisey. Það verður að segja forstjórum þessa fyrirtækis til maklegs lofs, að þeir hafa nú komið fyr- ir tækjum í stöðinni til þess að eyða þeim þef, sem gufunni fylgdi. Hefir skipt svo um síðan að vart mun fnykur frá henni breiðast um allan bæinn. — Slík- an útbúnað þyrftu síldarverksmiðjurnar að fá, því að oft leggur af þeim slæm- an daun, og svo er venjulega byggð allt í kring um þær. I úr. Til þess bendir það, sem Jón Þor- kelsson (Thorcillius) skólameistari segir í landlýsingu sinni, að alþýða manna á íslandi hafi haldið, að stóra bóla 1707 hafi verið syndastraff fyrir manntalið 1703. — (Úr formála að útgáfu Manntalsins). HORFT A DANS Ólína Jónasdóttir skáldkona á Sauð- árkróki horfði eitt sinn á nýa dansinn á einhverri skemmtisamkomu, og varð þá að orði: A því sé eg engan glans, þótt yfir blakti landsins flagg, þetta er ekki þjóðardans, það er bara nudd og vagg. BAKKABRÆÐUR hinir alkunnu fávitringar, voru kenndir við Bakka í Fljótum, sem ráða má af Ármanni á Alþingi. Baldvin Einarsson, sem sjálfur var úr Fljót- um, segir þar um Sighvat sveitunga sinn: „Enginn getur sagt það um hann Sighvat, að hann sé heimskingi, og þó er sagt að hann sé ættaður úr Fljótum í Skagafirði, sem ætíð hefir verið í munnmælum jafnað saman við Flóa að aulahætti, eins og stefið sannar: Tvær eru sveitir, Flói og Fljót, sem flestir saman jafna o. s. frv. (Þjóðsögur J. Á.) BREYTINGAR Á ÞINGVALLAVATNI Hinn 10. dag júnímánaðar 1789 gerði landskjálfta mikla, svo að hrundu hús mjög um allt Suðvesturland, og lágu menn víða í tjöldum, því að oft varð vart við þá um sumarið. Urðu þá sprungur í jörð víða og nýir hverir, og umbreyttist Þingvallahraun og svo vatnið, svo að sökk grundvöllur vatns- ins að norðan og dýptist það þeim meg- in og hljóp á land, en alfaravegur forn varð undir vatni sums staðar, grynntist það og allt að sunnan, hrundi mjög* Almannagjá og klettar fleiri. — (Árb. J. Esp.) 1 \

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.