Lesbók Morgunblaðsins - 31.01.1960, Síða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 31.01.1960, Síða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 39 Hér fer lestin í gegnum fjöllin. fjalla eru 157 jarðgöng samanlagt 37600 metrar. Göngin sem slaga helzt upp í Gravhalsgöngin eru rúmlega 2 km að lengd, og svo er fjöldi af styttri jarðgöngum. Þar sem brautin liggur hæst er hún 1301 metra yfir sjó. Á 50 km. svæði liggur brautin ofan við mörk þess sem fjallabjörkin skríður hæst til fjalla. Á þessum fjallaslóðum geisa oft blindhríðar á vetrum og frost- hörkurnar eru oft allt að 30°. Sá sem ferðast með Björgvinjarbraut- inni í góðu veðri að sumri til dáist að landslagi og útsýni, t. d. frá Mýrdal þar sem sér niður til byggða í Sogni og á háfjallastöð- inni Finse, en fæstir ferðamenn, sem um brautina fara renna grun í hvert harðræði það var að vinna að lagningu brautarinnar vetur sem sumar á hinum efstu slóðum. Hið sama má segja um að vera brautarvörður á erfiðustu stöðum brautarinnar, slíkt er ekki heiglum hent, þrátt fyrir þau tæki og tækni sem nú er völ á. Er mér minnis- stætt er ég tók þátt í dauðaleit að nábúa mínum sem var brautar- vörður og lét lífið í snjóflóði miklu er fell á brautina, er hann var að sinna skyldu sinni sem vörður. Timburbjálkar eins og gildustu símastaurar voru brytjaðir niður og í graut innan um fönnina. Þann- ig fór ofurafl snjóflóðsins með bjálkaskýlið sem átti að vera verð- inum til varnar þar sem hann vann verk sitt. Björgvinjarbrautin var fullgerð 1909. Það var 25. nóvember um haustið að fyrsta lestin kom til Voss frá Ósló, en þar helt Hákon konungur vígsluræðuna. Fögnuð- urinn var mikill er hið mikla mannvirki var fullgert ,en mestur var fögnuðurinn í Björgvin. Björg- vinjarbúar höfðu barizt mest fyrir þessari brautarlagningu og þeir væntu sér mests af brautinni. —• Og þær vonir þeirra brugðust ekki. Mikið mannvirki — fræg ferðaleið Björgvinjarbrautin var þá, fyrir 50 árum, mesta mannvirki, sem norskir verkfræðingar og menn höfðu unnið, og brautin er það að mörgu leyti enn. Hún varð brátt víðfræg sem verkfræðileg fram- kvæmd og eigi síður sem ferða- mannaleið. Til eru brautir sem liggja enn hærra til fjalla og lengri jarðgöng, en talið er að á engri járnbraut í heimi sé við jafnmikla erfiðleika að etja við starfrækslu og viðhald. Á engri braut er við jafnbreytileg fárviðri og snjóalög að etja. Um 15 þús. manns vann alls að byggingu brautarinnar, um tvö þúsund manns í einu þegar mest var. Um 225 smálestir af sprengiefni voru notaðar við að grafa Gravhalsjarðgönginsem voru talin 370 þús. dagsverk. Brautin, sem er 492 km — frá Björgvin til Ósló — kostaði um 60 milj. króna, hlægilega lítil upphæð samanborið við það sem nú er í veltunni hjá norska ríkinu. En þá voru líka dag- launin ekki nema um 6 krónur og af því fór þriðjungurinn í fæði og þess háttar. — Mikið var unnið í ákvæðisvinnu. Fyrsta ár brautarinnar kostaði farseðill á 3ja farrými báðar leiðir kr. 22,95. Nú kostar farseðill aðra leiðina kr. 47,10. Samt má fullyrða að sú hækkun er langtum minni en sem nemur verðhækkun yfirleitt á umliðnum 50 árum. Ekki gekk allt þrautalaust með akstur á brautinni fyrsta sprettinn. Brautin náð: saman á fjöllunum, 227 km. frá Björgvin og 265 km frá Ósló, þann 7. okt. 1907. Svo

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.