Lesbók Morgunblaðsins - 31.01.1960, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 31.01.1960, Blaðsíða 4
40 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS var hafin umferð um brautina til reynslu þá um veturinn, en snjóa- lög og hríðar stöðvuðu það brátt. Svo var unnið að því tæp tvö ár að byggja yfir brautina á verstu stöð- unum koma upp snjógirðingum meðfram brautinni, afla tækja til snjóruðnings o. s. frv. unz brautin var opnuð'til reglubundinnar um- ferðar haustið 1909 sem fyrr segir. Fimmtíu ára afmæli Fimmtíu ára afmælis Björgvinj- arbrautarinnar var minnst á marg- an hátt, í útvarpi og blöðum og með hófi miklu í Björgvin. Talið er að á umliðnum 50 árum sé búið að flytja vörur sem nema 13 milj. smálesta með Björgvinjarbrautinni og farþegaf jöldinn er nú árlega um 340 þúsund. Flugsamgöngur og bættar samgöngur á sjó draga ekki úr, heldur hið gagnstæða. Miklar umbætur hafa verið gerðar á brautinni á undanförnum árum. Hún hefir verið sprengd inn í björg víða þar sem brautin lá utan kletta áður og víða hefir verið aukið við yfirbyggingar til að verjast fann- fergi á vetrum. En ekki er þetta allt gert með glöðu geði þó að það sé nauðsyn. Öllum er illa við að byrgja fyrir útsýn frá brautinni meir en brýnasta nauðsyn krefur, því að enn er hún mikil skemmti- leið ferðamönnum. Víða er því hagað svo að yfirbyggingar til að verjast aðfenni eru opnaðar að nokkru á sumrin ferðamönnum til aukinnar sjónar og ferðagleði. Reykurinn frá eimvögnunum var mikil plága lengi vel, sérstaklega vegna þess hve mikið er um jarð- göng á brautinni. Nú hefir verið bætt úr því. Verið er að rafvæða brautina alla, en meðan því er ekki lokið eru nú notaðir dísilvagnar í stað eimvagna áður. Þegar 50 ára afmælisins var minnst í norska útvarpinu, var rætt við nokkra gamla menn sem unnu við að leggja Björgvinjar- brautina. Var gaman að heyra frá- sögn þeirra sumra. Einn sagði frá því er hann var í flokki sem vann að því að grafa Haversting-jarð- göngin sem eru 2300 nietra löng. Spenningurinn var mikill daginn sem síðast var borað, hlaðið og sprengt frá báðum hllðum. Hvort myndi nú allt standa heima um hæð og stefnu, og hvort myndu nú sprengingarnar ná saman. Jú, þegar reykurinn leið frá og fært var inn í göngin gátu verkamenn- irnir tekizt í hendur yfir hrúgald af grjóti. Slíks áfanga varð að minnast eftirminnilega. Nú varð að gera sér glaðan dag. Einn lítri af brennivíni var skammturinn á mann daginn þann. Þessir grjót- vinnumenn kunnu að vinna hörð- um höndum en þeir kunnu líka „að halda upp á afmælið sitt“ þegar svo bar undir. Einn þáttur hátíðahaldanna í til- efni af 50 ára afmæli Björgvinjar- brautarinnar er þó merkastur. Dag- inn þann hófst vinna við að grafa jarðgöng, sem verða 7654 metrar, gegnum fjallið Ulriken að borgar- baki við Björgvin. Við það og við að gera tvenn göng önnur í því samband — önnur 2180 og hin að- eins 40 metra löng, styttist brautin um rúmlega 21 km (21057 metra). Þessi framkvæmd, sem áætlað er að kosti um 36 milj. kr. (norskar) á sér langan aðdraganda. „Rieberplanen“ Mörg ár undanfarin hefir F. Rieber, stórkaupmaður í Björgvin, verið lífið og sálin í markvissri baráttu fyrir því að koma fram miklum og skjótum umbótum á samgöngum á landi víða um Noreg, og þó fyrst af öllu á leiðinni milli Björgvinjar og Ósló. Aðalkjarni hugmynda hans og tillagna er þessi: Með núverandi samgöngu- mála-pólitík er fé því sem varið er til samgöngubóta árlega, pírt niður í ótal staði, alls staðar miðar því hægt, alls staðar verða menn að bíða óþolinmóðir eftir árangri, sem um munar. Þessu verður að breyta. Ganga verður að því að vinna meira í einu á hverjum stað, taka verkefnin fyrir hvert af öðru, ekki of mörg í einu, ljúka þeim verkum sem mest kalla að og sem hafa mesta þýðingu sem fyrst og í einni kviðu, en láta önnur heldur bíða alveg á meðan, unz röðin kemur að þeim með þessu móti. Einnig ber að hleypa einkafram- takinu að við lausn málanna, fá einstaklinga og félög til að leggja fram fé í stórum stíl til samgöngu- bóta. Tillögur Riebers skulu ekki raktar frekar, en vel mættu ís- lenzkir löggjafar taka upp sömu hugmyndir þegar um er að ræða framkvæmdir í vegamálum og hafnamálum víða um land, svo illa samræmist smáskammtalækning sú, sem löngum hefir verið tíðkuð á þessu sviði, tækni þeirri og vinnubrögðum sem nú er hægt að beita við verkin og verður að beita ef sæmilega skal áfram miða og sæmileg afköst eiga að fást fyrir peningana. Hið svokallaða Riebersplan var fellt í norska þinginu þó að mjóu munaði. Þar var hreppapólitík að verki. Það varð þó svipa á yfir- völd og löggjafa að því er varðar Björgvinjarbrautina og umbætur á henni, sérstaklega með það fyrir augum að stytta leiðina milli Björgvinjar og Ósló svo um munar. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd liggur leiðin þegar lagt er af stað frá Björgvin með Björg- vinjarbrautinni í hásuður, unz komið er að þorpinu Nestún. Þar er „snúið við‘j eða því sem næst og stefnt fyrst í norðaustur og síð- 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.