Lesbók Morgunblaðsins - 31.01.1960, Side 14

Lesbók Morgunblaðsins - 31.01.1960, Side 14
50 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS verði ásamt öðrum gestum. Næstur mér sat gráhærður lögregluforingi, og ég greip tækifærið til þess að spyrja hann um bálförina. Hann hugsaði sig lengi um áður en hann svaraði, eins og hann vildi vega hvert orð. „Við höfum nú handtekið kennimann fjölskyldunnar“, sagði hann, „en það er ekki víst að neitt sannist". .Teljið þér að presturinn hafi lagt á ráðin og hjálpað konunni til þess að ganga á bálið“, spurði ég. Hann gretti sig. „Það er hreint ekki víst. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem ég hefi með höndum rannsókn út af „suttee“. Sum- ar konur missa alla stjóm á sér þegar menn þeirra deya, og segjast óðar og uppvægar ætla að steypa sér á bál með þeim. Þetta berst svo út. Þess vegna voru 500 áhorfendur að þessari útför, menn bjuggust við að fá að sjá eitthvað óvenjulegt“. Hann þagnaði um stund, en mælti svo: „Oft snýst þessum ekkjum hugur. Það er svo sem ekki skemmtilegur dauðdagi að brenna á báli“ „En þessari konu snerist ekki hug- ur“, sagði ég. Hann leit einkennilega á mig: „Það fáum við sennilega aldrei að vita“. Mér brá í brún. „Haldið þér þá að þarna hafi verið einhverjar brellur?“ „Það er sitt hvað að gruna og að sanna“, mælti hann þreytulega. „Ég veit ekki annað með vissu en það, að 500 manns var í grafreitnum þegar þetta skeði, en enginn einasti vill bera vitni. Þeir segja allir sem einn, að þeir hafi ekkert séð og ekkert heyrt. Ég þekki marga af þeim, sem voru við staddir, heiðvirða menn, en þeir vilja ekkert um það segja“. •• Hann þagði um stund, en mælti svo enn: „Konan hafði hótað því að ganga á bálið með líki manns síns. Það er mjög heilagur atburður í augum Hindúa. Ég þekki það bezt, því að ég er Hindúi. Jæja, einhver kona ákveður að verða gyðja, en vera má að hún geti orðið bað hvort sem hún gengur á bálið eða ekki“. Seinna hitti ég mág hinnar helgu gyðju úti á veröndinni. Hann hafði komið til þess að ráðstafa eignum bróður síns. „Gleður mig að hitta yður“, sagðl hann og rétti mér höndina. „Eigum við ekki að fá okkur sæti?“ Svo hlammaði hann sér niður í hægindastól, dinglaði öðrum fætinum og spurði: „Hvað get ég gert fyrir yður,“ „Ó, majór“, hrópaði Mr. Bhatkai, „þér getið gert mikið fyrir okkur. Ég þarf að skrifa margar blaðagreinar. Allt landið stendur á öndinni út af þessu“. Svo fór hann niður í vasa sinn og dró upp stóra hrúgu af símskeytum. „Þetta er allt frá blöðum, sem heimta frásögn af brennunni“. „Það er víst ekki mikið, sem ég get frætt ykkur um“, sagði majórinn. „Jú, þetta hefir víst vakið mikla athygli. Ég flýtti mér hingað undir eins og ég frétti lát bróður míns. Veslingur honum varð ekki aldurinn að meini, aðeins um fer- tugt. Og mágkona mín var yngri. Ég kom of seint, allt var um garð gengið“. Ég bað hann að afsaka að við kæm- um hér á slíkri sorgarstund. Hann rak upp stór augu: „Ég ikil ekki almennilega hvað þér eigið við“ sagði hann. „Ég á við það að við komum iiér þegar bróðir yðar er nýlátinn og mág- kona yðar hefir framið sjálfsmorð". „Já, já . . .“ Hann virtist ekki hafa áttað sig. „Já, auðvitað, auðvitað, auðvitað. Þetta var mikið áfall“. Hann virtist ekki geta komið orðum að þvi sem hann ætlaði að segja, en eftir litla stund var eins og hann áttaði sig: „Ég fæ aðeins ekki skilið að rétt sá að tala um sorgarstund. Við lítum ekki þannig á. Þegar mágkona mín gekk i dauðann, var hún viss um að hún breytti rétt. Það eru engin sældarkiör sem bíða ekkna í Indlandi. Og í stað þess að vera ekkja, er hún nú orðin gyðja. Og það er mjög þýðingarmikið fyrir ættina — við njótum miklu meiri virðingar en áður“. Hann reis á fætur. „Ég bið yður að afsaka að ég skil við yður. Ég hefi mikið að gera, eins og þér munuð geta nærri“. (Úr bókinni „The Hearth of India"). Lagaprófssor var að kenna: — Þegar þér takið að yður að verja mál, þá skuluð þér, einkum ef þér haf- ið málaefni góð og sérstaklega ef þér hafið lögin með yður, berja það blá- kalt inn í höfuðið á dómendum. —En ef við höfum hvorki góðan málstað ,né heldur lögin með okkur, hvað eigum við þá að gera? — Þá eigið þið að berja í borðið. Dryhkjuskapur er jbr/ð/o mesta banameinið DR. ANDREW C. Ivy prófessor í læknavísindum við háskólann í Illinois, hefir nýlega skýrt frá því, að í Bandaríkjunum sé drykkju- skapur nú þriðja mesta heilbrigð- isvandamál þar, vegna þeirra áfalla er þjóðin verði fyrir af hans völd- um. Hann segir, að um 500.000 áfengissjúklingar bætist við á hverju ári, og hver áfengissjúkling- ur stytti ævi sína að meðaltali um 20 ár, að minnsta kosti. í Banda- ríkjunum sé nú 8 milljónir áfeng- issjúklinga, þar af 5 milljónir, sem ekki sé unnt að lækna. Á hverju ári deyi um 350.000 áfengissjúkl- ingar, og þeir nái að meðaltali 50 ára aldri, en meðalaldur í Banda- ríkjunum er rúm 70 ár hjá þeim, sem drekka ekki. Maður, sem er orðinn áfengis- sjúklingur, getur ekki vænst þess að lifa meira en 16 ár að meðaltali, segir hann, og þessar upplýsingar byggir hann á skýrslum lækna og lífsábyrgðarfélaga. Hann getur þess, að seinustu 13 árin hafi drykkjuskapur meðal fullorðins fólks minkað um 12%. Segir hann að það sé aðallega því að þakka, að konur drekki nú minna en áður. Hinn 15. des. sl. var um allan heim minnst aldarafmælis Ludovic Zamen- hof, sem fann upp alþjóðamálið Esper- anto. Hann þóttist sjá, að hatur þjóða á milli stafaði að miklu leyti af þvi, að þjóðimar töluðu ólik tungumál og skildu ekki hver aðra. Úr þessu vildi hann bæta með alheimsmáli sínu. — Fyrstu tillögur sinar um þetta birti hann 1887 undir gerfinafninu Dr. Es- peranto (sem þýðir vongóður). Það varð til þess að hið nýa mál fekk nafn- ið Esperanto. t

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.