Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 14.02.1960, Qupperneq 1

Lesbók Morgunblaðsins - 14.02.1960, Qupperneq 1
5. tbl. im Sunnudagut 14. febrúar 1960 XXXV. árg. IMY VÍSINDAGREIIM: IUEIMIMIIMGARFRÆÐI ÞAÐ er sagt um enska mannfræðinginn E. B. Tylor að hann hafi fyrstur manna uppgötvað, að menningin eigi að vera sérstök vís- indagrein. Og hann lagði fyrstur manna drög að því 1871 með bók sinni „Primitive Culture“. Síðan hafa margir vísindamenn fallið á þessa sveif. Má þar fremstan nefna prófessor Leslie A. White. sem nýlega hefir gefið út allstóra bók um þetta efni, og nefnist hún „The Science of Culture". Dr. White hefir verið kennari við ýmsa háskóla í Bandaríkjunum og einnig sendikennari við háskólann í Peking. Og þar sem fróðlegt mun þykja að vita hvað slíkir menn hafa fram að bera, skal drepið hér á nokkur atriði í kenningum hans. — MENNINGIN greindist jafnskjótt og hún hófst. Frá því er sögur hóf- ust hafa menn skifzt í ólíka hópa, þar sem réðu mismunandi tungu- mál, siðir, trúarbrögð og klæðnað- ur, ef um hann var að ræða. ' Fullyrða má, að mönnum hafi verið þetta ljóst frá upphafi, og þannig kunnað nokkur skil á menningunni. Sumir fræðimenn skýrðu þennan breytileik menn- ingarinnar þannig, að hann stafaði af breytileik umhverfisins, heim- kynni manna sköpuðu mismunandi menningu. Aðrir töldu þetta stafa af breytileik meðfæddra gáfna. Allt þar til mannfræðin varð að sérstakri vísindagrein, var enginn greinarmunur gerður á mannkyni og menningu. En eftir því sem vís- indunum þokaði áfram, sáu menn að menningin var sérstakt fyrir- brigði. Hún var ekki bundin stað- háttum né meðfæddum gáfum manna. Það varð ljóst að menn- ingin þróaðist, hún var eins og straumur, sem barst frá einni kyn- slóð til annarrar, og frá einni þjóð til annarrar. í stuttu máli það varð ljóst, að frá vísindalegu sjón- armiði laut straumur menningar- innar sínum eigin lögum. og verð- ur því ekki skýrður nema út frá sínum eigin lögmálum. Menningin hefst með því er menn læra að tala, geta fært hugs- anir sínar í sérstakan búning og gefið orðunum sérstaka merkingu. Tungumálin eru því merkasti þátt- ur menningarinnar. Án þeirra væri maðurinn ekki maður Án tungu- máls væri ekki til nein stjórnmál, fjármál, trúarbrögð, né herbúnað- ur, þá væri ekki til neinar siða- reglur, né lög, engin vísindi, engar bókmenntir; þá væri ekki til nein- ar íþróttir né söngur. nema á apa- vísu. Flest af því, sem vér höfuna af- rekað, má skýra á menningarfræði- legan hátt, en þó ekki allt. Sál- fræðin kemur þar einnig til.greina o—oOo—o Frá upphafi vega hefir hvert mannsbarn fæðst inn í menningu, þar sem ráða sérstök trúarbrögð, siðir, þar sem notuð eru sérstök áhöld, þar sem er sérstök listtúlkun o. s. frv. En auðvitað fæðist hann líka inn í sérstakt umhverfi, þar sem er sérstakt loftslag, landslag, jarðargróður og dýralíf, Þannig skapast þjóðhættir. En af því straumur menningarinnar er stöð- ugur, berst hann frá einni þjóð til annarar. Hann hefir í sér eigin óstöðvandi kraft, sem eflist með hverri framför. Mannfræðin kemur hér ekki til

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.