Lesbók Morgunblaðsins - 14.02.1960, Page 2

Lesbók Morgunblaðsins - 14.02.1960, Page 2
70 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS greina, því að gagnvart fram- streymi menningarinnar er hún kyrstæð. Það skiftir engu máli hvort menn eru Svíar, Kínverjar eða Zulúar, því að hörundslitur, hár, augnalitur, vöxtur og innri hæfileikar koma þessu máli ekki við. En vér skulum nú samt athuga einstaklinginn með hliðsjón af framvindu menningarinnar.Eins og áður er sagt, fæðist hver maður inn í menningu, sem til var áður en hann fæddist. Þessi menning legg- ur hald á hann þegar við fæðingu, og þegar honum vex þroski, leggur hún honum til tungumál, siði, skoð- anir, áhöld o. s. frv. Með öðrum orðum, menningin mótar hann og allt hans atferli. Hvað er þá um þá kenningu að það sé einstaklingurinn sem skap- ar menninguna og hafi vald á henni? Þegar slíku er haldið fram, hlýt- ur mann að reka í rogastanz. Vér skulum sleppa því að tala um hvort tvær heimsstyrjaldir á einum mannsaldri voru háðar af ásetn- ingi eða heimsku. Vér skulum heldur ekki tala um hvort það var af framsýni gert eða blindni og flónsku, að Þýzkaland og Japan voru moluð, en Rússland gert að yfirdrottnara á norðausturhveli jarðar. Vér skulum vera miklu hógværari. Um aldarskeið hafa verið gerðar miklar tilraunir að stjórna nokkr- um smávægilegum atriðum í menn ingu vorri, breyta stafsetningu, breyta almanaki og breyta mæli og vog» þannig að til bóta sé. Með miklu stríði hefir tekizt að sleppa o úr „honour“, en ekki var við komandi að sleppt væri hljóðlaus- um staf eins og t. d. b í „lamb“. Baráttan um almanakið stendur enn. Og metrakerfið hefir aðeins verið tekið upp meðal nokkurra vísindamanna, en yards, ounces, pints og furlongs gilda enn meðal almennings, öllum til skaða og skammar. Þegar á þetta er litið förum vér að efast. Ef vér erum ekki færir um slíkt smáræði eins og að taka b út úr orðinu „lamb“, eða koma tímatalinu í betra horf, hverju munum. vér þá ráða um heims- menninguna? Lítum á fleira. Menn og konur elta tízkuna. Karlmenn eru altaf óánægðir með föt sín, en hvað geta þeir gert? Þeir verða að vera í frakka og með hálsknýti hve heitt sem er 1 veðri. Ekki mega þeir ganga á eldrauðum skóm né heið- bláum. Og í samkvæmisföt verða þeir að fara — eða sitja heima. Ekki er að sjá að þeir hafi mikið vald á menningunni að þessu leyti. Og konan er viljalaust verkfæri tízkunnar. Hún verður að hlíta öll- um breytingum, hversu afskræmis legar og hryllilegar sem þær eru. „Nýjasta tízka“ gerir konurnar blindar. Það þarf ekki annað en líta á mismunandi gamlar myndir til þess að sjá, að það er ekki feg- urð, þokki né glæsileikur sem tízk- an stjórnast af. Lítum á pilsin. Fyrst eru þau stutt, og svo eru þau síð. Konur geta um þetta engu ráð- ið. Þær verða aðeins að fylgjast með. Það er dálítið einkennilegt, að þótt konurnar geti engu um það ráðið hvað þær ganga ; síðum pils- um, þá stofna þær samt félög til þess að hafa áhrif á gang heims- málanna. o—0O0—o Menn stjórna ekki menningunni, heldur berast þeir með henni. Hver einasti maður, hver einasta kynslóð, hver einasti kynflokkur, hefur frá alda öðli fæðst til ein- hverrar menningar. Hún gat verið lítilsigld og frumstæð, eða á háu stigi. En öll menningarfyrirbrigði hafa margt sameiginlegt, svo sem tækni (áhöld og vélar), félagshætti (venjur og stofnanir), skoðanir (þjóðtrú, heimspeki, vísindi), og listastefnur. Þetta þýðir það, að hvert barn mótast af þeirri menn- ingu sem það er borið til. Afleið- ingin er sú, að sú menning ræður síðar hugsunarhætti manns, við- horfum og framkomu. Hún ræður því hvaða tungumál hann talar, hvernig hann klæðist (ef hann klæðist), hvaða trúarbrögð hann hefir, hvernig hann gengur í hjóna band, hvernig hann aflar sér fæðu og neytir hennar, hvernig hann sér um sjúklinga og hvernig hann fer með þá dauðu. Hvað getur maður- inn gert annað en fylgt þeirri menningu, sem hann hrærist í frá vöggu til grafar? Engin þjóð skap- ar sína eigin menningu, hún tekur hana að erfðum frá forfeðrum, eða lærir hana af öðrum þjóðum sem næstar eru. o—oOo—o Það er að sjálfsögðu vandalaust að halda því fram, að maðurinn hafi skapað menninguna, hver kyn- slóð hafi lagt sinn skerf til hennar, og það sé maðurinn sem stjórnar henni og stýrir gangi hennar um allar aldir. Eða var það ekki mað- urinn, sem bjó til örvarbrodda og steinaxir, smíðaði vagna og hreyfla, fann upp peninga, valdi forseta og hafnaði konungum, samdi sinfóníur, gerði höggmyndir, dýrkaði guði og hóf styrjaldir? En það er ekki ávallt að treysta á það, sem virðist liggja í augum uppi. Það lá einu sinni í augum uppi að jörðin stóð kyr, en sólin snerist í kring um hana, þetta gat hver maður séð með sínum eigin aug- um. Fyrir 400 árum sýndi Koper- nikus fram á að þetta var öfugt, og nú sýnir menningarfræðin, að það er ekki maðurinn sem stjórnar menningunni, heldur öfugt, menn- ingin stjórnar manninum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.