Lesbók Morgunblaðsins - 14.02.1960, Síða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
71
Enda þótt maðurinn hafi smíðað
steinvopn, samið sinfóníur o. s. frv.
þá verður menningin ekki skýrð
með því að segja: „Maðurinn gerði
þetta“. Engri einustu spurningu
viðvíkjandi menningunni verður
svarað með því að segja: „Maður-
inn gerði þetta og þetta“ Vér vilj-
um fá að vita hvers vegna menn-
ingin hefir þróazt eins og raun er
á; hvers vegna hún greindist, en
helt þó aðaleinkennum sínum;
hvers vegna hún hefir tekið stökk-
breytingum. Vér viljum vita
hvernig á því stendur að sums
staðar eru peningar og þrælahald,
en á öðrum stöðum ekki; hvernig
á því stendur að sums staðar eru
dómarar sem skera úr málum, en
á öðrum stöðum töframenn; hvern-
ig á því stendur að sums staðar eru
konungar, en á öðrum stöðum for-
setar eða ættarhöfðingjar; hvernig
á því stendur að sums staðar er
drukkin mjólk, en forsmáð á öðr-
um stöðum; hvers vegna sums stað-
ar er fjölkvæni, en á öðrum stöð-
um ekki. Að skýra þetta á þann
veg, að „maðurinn hafi viljað hafa
þetta þannig", er auðvitað fásinna.
Útlistun sem á að skýra allt, skýrir
ekki neitt.
o—o O o—o
Þeir, sem halda því fram, að
einstaklingar, mikilmenni, ráði
gangi menningarinnar spyrja sem
svo: Hvað segir sagan? Mundi ekki
saga Norðurálfunnar hafa orðið öll
önnur á árunum 1798—1815 ef
Napoleon hefði ekki verið? Breytti
ekki Julius Cæsar öllum gangi sög-
unnar?
Vér viðurkennum fúslega að
menn eins og Julius Cæsar,
Ghengis Khan, Napoleon og margir
aðrir hafi átt mikinn þátt í að
breyta gangi sögunnar. En vér
drögum ekki af því sömu ályktan-
ir og aðrir því að óþokkar og geð-
bilaðir menn geta líka breytt gangi
sögunnar. Einhver óviti hreyfir
handfang, eða drukkinn vélstjóri
gleymir að hreyfa það og afleið-
ingin verður járnbrautarslys, og
þar ferst einhver forsætisráðherra
sem var á leið til mikilsverðrar
ráðstefnu. Gangi sögunnar er
breytt um leið. Ef Lenin og félagar
hans hefði farizt í iárnbrautarslysi
á leiðinni til Rússlands mundi saga
kommúnista hafa orðið öll önnur.
Hinn geggjaði maður. sem myrti
Cæsar, er engu síður merkilegur í
sögunni en Cæsar sjálfur. En það
þarf svo sem ekki geggjaða menn
til þess að breyta gangi sögunnar.
Rotta getur sýkt keisara af tauga-
veiki, íkorni getur valdið skamm-
hlaupi á háspennulínu, svín verður
fyrir járnbrautarlest og veltir
henni, elding lystur flugvél svo
hún ferst.
Menningin getur breyzt, og hún
er alltaf að breytast, en maðurinn
hefir ekkert breytzt líffræðilega
séð, seinustu 30.000 árin að minnsta
kosti. Það er sá mikli munur á
sögu mannsins og framvindu
menningarinnar.
o—oOo—o
Vér skulum nú líta á þessa
menningu, sem maðurinn þykist
stjórna. Hið fyrsta er athygli vek-
ur, er hvað hún er gömul. Það er
ekkert í henni, sem ekki á rót sína
aftur í grárri forneskju, hvort sem
vér lítum á tækni, bjóðskipulag,
vísindi eða heimspeki Hún á upp-
tök sín þar sem maðurinn byrjar
að tala. Og straumur hennar hefir
haldið áfram viðstöðulaust síðan
og fram á þennan dag Menningin
er framþróunarfyrirbæri vex stig
af stigi. Vísindi heimspeki trúar-
brögð og listir, eru sprottin upp af
gömlum rótum. Menningin er
skriða verkfæra, áhalda, siða og
skoðana, sem vefst hvað innan um
annað og myndar ný og ný tengsl
og samtvinning. Menningin í deg
er ástand þessa straums, afleiðing-
in af aldagömlum samtengingum,
víxlunum og samruna, sem átt hef-
ir sér stað um óralangt skeið Ef
vér ættum að tákna ástand menn-
ingarinnar í dag með tölum, þá
yrði hún t. d. 365.000.000 (dagar í
miljón árum), en menningin á
morgun yrði þá táknuð með 365.-
000.000 -f- 1. Menningin í dag var
ákveðin af menningu fortíðarinnar,
og í framtíðinni verður hún að-
eins áframhald af menningunni í
dag. Hún skapar sig því sjálf. Og
vilji einhver skýra menninguna
vísindalega, þá verður hann að
telja að hún hafi skapað sig sjálf
og maðurinn hafi hvergi komið þar
nærri og ekki haft nein áhrif á
stefnu hennar og framvindu. Auð-
vitað kemur maðurinn þar við
sögu, þar sem um viðhald menn-
ingarinnar er að ræða því að engin
menning væri ef enginn hefði verið
maðurinn. En hlutdeild einstakl-
ingsins í menningu er á borð við
hlutdeild hans í þjóðaratkvæða-
greiðslu. Framþróun menningar
skapast af sjálfu sér, hvílir á eigin
lögmálum hennar og er stjórnað af
þeim lögmálum. Menningin verður
því ekki skýrð nema menningar-
fræðilega.
o—oO o—o
#
Forfeður vorir heldu að þeir
gæti ráðið fyrir veðri með göldr-
um, og ýmsar frumstæðar þjóðir
trúa á það enn. Síðan hefir veður-
fræðin komið til sögunnar, en hún
megnar ekki að hafa vald á veðr-
inu. Það er þó langt í frá að hún
sé gagnslaus. Hún getur spáð fyrir
um veður, og vér hagað oss eftir
því. Það væri auðvitað mjög æski-
legt að geta ráðið fyrir veðri, en
úr því að vér getum það ekki, þá
er veðurspái.. það næst bezta. Og
til þess að geta spáð fyrir um veð-
ur, verðum vér að hafa þekkingu
og skilning..