Lesbók Morgunblaðsins - 14.02.1960, Side 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
73
Flugvél finnst langt inni í Sahara
ÞAÐ vekur alltaf nokkurn óhug, þegar menn rekast af hendingu
á flugvélaflök. Svo var þegar rússneska flugvélin fannst norður
í Grænlandsísnum í vetur. Fljótlega vitnaðist þó, að flakið hafði
legið á ísnum nokkur ár og áhöfn flugvélarinnar hafði bjargazt.
Sögulegri var sá atburður er gerðist í sumar sem leið suður í
Sahara-eyðimörkinni, og nú verður sagt frá.
ÞAÐ var í maímánuði s.l að hópur
brezkra jarðeðlisfræðinga fór í
leiðangur suður í Sahara-eyði-
mörkina. Þeir voru sendir af rann-
sóknafélaginu „D’Arcy Exploration
Co. Ltd.“ og áttu að rannsaka
sandauðnir Libyu um 650 km. suð-
ur af Benghazi, þar sem ekki var
kunnugt að neinn hvítur maður
hefði stigið fæti sínum fyr.
Leiðangursmenn ferðuðust í
flutningabíl með stórum hjólbörð-
um, því að sanddyngjurnar þarna
eru erfiðar yfirferðar. Auk þess
var lítil flugvél með í ferðinni, og
átti hún að vísa þeim leið, því að
villugjarnt er á þessum slóðum,
þar sem ekki er annað en háar
sanddyngjur og djúpar kvosir á
milli. Ferðalagið gekk vel, og er
þeir höfðu farið langa leið, hurfu
sanddyngjurnar allt í einu, en
framundan blasti við slétta, eins
langt og auga eygði. Slétta þessi
var öll þakin einkennilegum smá-
steinum, sem líktust grófri möl á
sjávarströnd. Vísindamennimir
komust þegar að því, að þarna
höfðu þeir fundið fornan vatns-
botn, því að steinarnir voru allir
vatnsnúnir.
Ferðinni var nú haldið suður
eftir þessari einkennilegu sléttu.
Og sunnarlega á henni rákust þeir
á herflugvél, og á hana stóð letrað
nafnið „Lady Be Good“. Það var
engu líkara en að flugvélin hefði
„magalent“ þarna daginn áður.
Hún var heil að öðru leyti en því,
að stélið hafði brotnað af. Glugg-
arnir voru allir heilir og þegar vís-
indamennirnir litu inn um þá, sáu
þeir að ýmiskonar fatnaður hekk
þar á snögum, en engan mann var
að sjá, hvorki lifandi né dauðan.
Þar sem stélið hafði brotnað af,
fundu þeir bækling, algjörlega
óskemmdan. Þessi bæklingur hét
„Bjargráð í norðurhöfum“, og þótti
einkennilegt að finna hann hér
langt inni í brennandi eyðimörk-
inni.
Leiðangursmenn sneru þegar
við og heldu rakleitt til Benghazi.
Þangað komu þeir eftir þriggja
daga ferð og skýrðu frá flugvél-
inni, sem þeir höfðu fundið. Eftir
lýsingu þeirra var flugvélin frá
Wheelus-flugstöðinni í Tripoli. Nú
var símað þangað, en þeir í
Wheelus brugðust ókunnuglega
við. Engin árásarflugvél af þessari
gerð (B-24) hafði verið þar síðan
1944.
Þetta þótti undarlegt og nú voru
sendar tvær amerískar flugvélar
suður á bóginn. Var í annarri
þeirra herforingi, sem Rubertus
heitir og átti hann að reyna að
leysa þessa gátu.
Þeir komu að flugvélinni og
brutust inn í hana. Þar fundu þeir
flöskur með vatni og kaffibrúsa
með kaffi, allt á sínum stað. Þar
voru líka súkkulaðibitar, jórtur-
leður og sígarettur. En þar voru
hvorki fallhlífar né fallhlífabún-
ingar. Auðséð var á því, að flug-
mennirnir höfðu stokkið út úr
flugvélinni. En hvar?
Rupertus fór inn í stýrisklefann
og litaðist þar um. Af einhverri
rælni dró hann upp klukkuna, sem
þar var — og hún fór þegar að
ganga. Hann sá að sjálfstjórnar-
útbúnaður var í vélinni. Hann
reyndi leiðslurnar og komst þá að
raun um að bensíngeymarnir voru
tómir. Öll áhöld voru reynd og
voru þau í bezta lagi. Þá fór Rup-
ertus út úr flugvélinni og athug-
aði hæðarstýrið. Að því loknu
mælti hann: „Þeir hafa stokkið út
úr flugvélinni hér einhvers staðar
nærri. Hæðarstýrið er sett þannig,
að flugvélinni hefir verið ætlað að
lenda mjög fljótt“
Fleira kom í ljós. Hreyflarnir
höfðu bilað og seinast hafði flug-
vélin flogið á einum hreyfli.
— 'k —
Það kom nú í ljós hvaða flugvél
þetta var.