Lesbók Morgunblaðsins - 14.02.1960, Side 6
74
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
Saga hennar hófst vorið 1943.
Þá var hún nýsmíðuð og áhöfnin
hafði þegar málað á hana nafnið
„Lady Be Good". Hún lagði á
stað frá Morrison-flugvelli í Flor-
ida til þess að taka þátt í hernaðar-
aðgerðum við Miðjarðarhaf. Hún
var í 276. sprengjuflugvélaflokkn-
um, sem hafði aðsetur í Soluch,
eyðilegum stað í Norður-Afríku.
Þaðan fóru þessar flugvélar til
árása á flugvelli í Ítalíu, og marg-
ar þeirra fórust.
Hinn 4. apríl 1943 fekk William
J. Hatton, foringi á „Lady“ skipun
um að fara í fyrstu árásarför sína,
ásamt öðrum flugvélum. Þeir áttu
að gera árásir á flugvelli hjá
Napoli, en þangað var um 1200 km.
flug. Þeir fengu veðurfregnir upp-
lýsingar um varnir óvinanna og
hvaða leið þeir ættu að fljúga, en
þeim var harðbannað að nota loft-
skeyti, nema í ýtrustu nauðsyn.
Það var heitur sunnanvindur —
sem Arabar kalla ghibli — þegar
þeir lögðu á stað og stóð af eyði-
mörkinni. Honum fylgdi sand-
mistur. Það var gott að vindurinn
var á eftir, það mundi flýta för
þeirra, en sandurinn var hættu-
legur fyrir hreyflana.
Þær voru 25 árásarflugvélarnar,
sem lögðu á stað frá Soluch þenn-
an dag, og vegna þess að þeir á
„Lady“ höfðu ekki fengið neina
æfingu í loftárásum, voru þeir
látnir fljúga seinastir. Flugvélarn-
ar bjuggust við því að komast til
Napoli fyrir kvöldið og heim aftur
um miðnætti.
Ferðin gekk ekki vel. Aðeins 11
flugvélar komust til Napoli og gátu
gert árásir þar. Hinar réðust á ein-
hvern annan stað, sem þeim hafði
líka verið bent á, ef þær kæmust
ekki alla leið, en aðrar fleygðu
sprengjum sínum í hafið.
Allar lentu þær í vandræðum
vegna þess að sandur hafði farið
í hreyflana áður en lagt var á stað.
Þrjár nauðlentu á Möltu. Um mið-
nætti höfðu allar lent einhvers
staðar, nema ein.
Þegar klukkan var 12 mínútur
gengin í eitt, sendi „Lady“ skeyti
og bað um samband við Benina-
loftskeytastöðina. Flugstjórinn
sagðist þá enn vera úti yfir Mið-
jarðarhafi og bað um miðun. Mæli-
tækin á loftskeytastöðinni voru
ekki góð. Hún tilkynnti að „Lady“
væri norðvestur af Benghazi og
sennilega á alveg réttri leið. En nú
er það vitað að flugvélin var þá
komin inn yfir land og var suð-
austur af flugvellinum og stefndi
beint inn yfir Sahara-eyðimörk-
ina. Vindurinn hafði breytt sér og
var kominn á norðan og hafði flýtt
ferðum þeirra, en það vissu þeir
ekki. Auk þess var loft orðið skýað
og sá ekki til neinna kennileita.
Þeir gátu ekki einu sinni séð vit-
ann á flugvellinum í Soluch, enda
var hann hálfbyrgður, af ótta við
fj andmannaárás.
— ~k —
Til viðbótar þessu höfum vér svo
frásögn fréttaritara ameríska
blaðsins „This Week“ í New York:
— Eg er nýkominn frá slysstaðn-
um. Þar sést ekki neinn lífsvottur
og hefir ekki sézt um mörg hundr-
uð ár. Þar er hitinn aldrei minni
en 55 stig C. um miðjan daginn.
Þarna hefir aðeins einu sinni rignt
seinustu 16 árin.
Eg sá flakið af flugvélinni, sem
liggur þarna í skál, er líkist mest
hringdölum tunglsins. Á 60.000 fer-
mílna (enskra) svæði þar um
kring, er engan vatnsdropa að
finna, þar sést hvergi tré og ekki
eitt stingandi strá. Næstu vinjar
þarna eru Kufra, 300 km. sunnar,
og Djalo, 370 km. fyrir norðan.
Fuglar frá þessum vinjum villast
stundum hingað, en þá er þeim
dáuðinn vís. Þeir komast ekki burt
úr þessari kvos aftur. Vegna hit-
ans er loftið svo þunnt, að þeir ná
ekki flugi. Þeir geta aðeins lyft
sér, en falla óðar til jarðar aftur.
Að lokum örmagnast þeir og deya
og skrokkar þeirra þorna og
harðna. Eg fann milli 10 og 20
dauða fugla undir flugvélinni, þeir
höfðu dregizt þangað vegna þess
að þar var skugga að fá.
Hér er algjör þögn, heyrist ekki
einu sinni hvinur í skríðandi sandi.
Vatnsbotninn gamli er þakinn
núðum smásteinum. Sumir eru
rauðleitir, aðrir brúnir, og öll slétt-
an er yfir að líta eins og hún væri
ryðguð.
Hér geymist allt óskemmt von
úr viti. Þess vegna sér ekki á flug-
vélinni, og þess vegna hefir mönn-
um líka tekist að gera sér grein
fyrir hvernig slysið hafi að hönd-
um borið. Og þess vegna hefir líka
tekist að rekja slóð flugmann-
anna.
Þegar flugmennirnir voru orðnir
bensínlausir, stukku þeir út í fall-
hlífum. Þeim mun hafa brugðið í
þrún er þeir komu niður á harðan
mel, þeir munu hafa búizt við því
að lenda í sjó. Sennilega hafa þeir
getað safnazt saman þegar um
nóttina, með því að skjóta úr
marghleypum sínum og gefa
þannig hver öðrum merki. Tómt
skothylki fannst um 20 km. fra
þeim stað þar sem flugvélin ligg-
ur, og vegna þess að þarna er ekk-
ert til að skjóta, var það talið tákn
þess að þeir hefði kallað sig saman
með skotum.
Þegar dagaði hafa þeir ekki séð
neitt nema endalausa rauða slétt-
una. Flugvélin hafði lent í slakka,
svo að þeir gátu ekki séð hana. —
Nú hófst leitin að líkum þeirra.
Ekki var hægt að nota kopta til
leitarinnar nema fyrst á morgn-
ana eða á kvöldin, því að í hita
dagsins geta þeir ekki haldist á