Lesbók Morgunblaðsins - 14.02.1960, Side 11

Lesbók Morgunblaðsins - 14.02.1960, Side 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 79 Vb. Rafnkell frá Garði, sem fórst í vertíffarbyrjun. lenzkan starfsmann á Keflavíkurflug- velli þannig að hann brenndist all- mikið á fótum (6.) Fullorðinn maður, Kristmundur Jónsson, starfsmaður Sorpeyðingar- stöðvarinnar, féll þar niður stiga og beið bana (10.) 7 ára drengur úr Sandgerði bíður bana vegna afleiðinga af því óhappi að peningur hrökk niður í háls hans (20.) Vörubíll á mikilli ferð valt á Sel- fossi. Bílstjórinn meiddist allmikið. — (26.) Varnarliðsbíll ók á konu og dreng upp við Hlégarð. Meiddust bæði nokkuð. Aætlunarbíll á leið vestur í Dali rann út af veginum undir Hafnarfjalli og fór á hliðina. Tveir farþeganna meiddust nokkuð. menntamAl og listir Leikfélag Reykjavíkur frumsýnir gamanleikinn „Gestur til miðdegis- verðar“ eftir Kaufman og Hart (13.) Nýorðanefnd hefir nú skráð 20 þús. ný íslenzk orð (13.) Bókasala var sízt minni sl. ár en árið þar áður (15.) Fyrsta konan, Selma Jónsdóttir, list- fræðingur, ver doktorsritgerð við heimspekideild Háskóla Islands (17.) Nýársnóttin eftir Indriða Einarsson sýnd á Akranesi (20.) Dr. Francis Wormald, prófessor við Lundúnaháskóla, flytur fyrirlestur í Háskólanum (20.) Þjóðleikhúsið sýnir barnaleikritið „Kardimommubæ" eftir Thorbjörn Egner (23.) Skáldsaga Indriða G. Þorsteinssonar, „79 af stöðinni", komin út á ungversku (23.) Lúðrasveit stofnuð á Akranesi (28.) Stofnuð hefir verið sendikennara- staða í íslenzku við Gautaborgarhá- skóla (31.) MENN OG MÁLEFNI Jóhann Hannesson, M. A., tekur við skólameistaraembættinu að Laugar- vatni (28.) Helgi Sæmundsson lætur af ritstjórn Alþýðublaðsins og tekur við ritstjórn Andvara (3.) Sr. Bjarni Jónsson, vígslubiskup, flutti þrjár prédikanir um jólahátíðina. Eru þetta 50. jólin, sem hann flytur messu (3.) John J. Muccio, sem verið hefir sendiherra Bandaríkjanna á Islandi, hefir nú verið skipaður sendiherra í Guatemala (3.) Júlíus Jónsson ráðinn útibússtjóri Útvegsbanka íslands á Akureyri (7.) Ólafur Jóhann Sigurðsson hlaut styrk rithöfundasjóðs útvarpsins (7.) Stofnuð nefnd til þess að vinna undir forystu ríkisstjórnarinnar að endurheimt íslenzkra handrita frá Danmörku. Formaður Einar ÓL Sveinsson, varaformaður Alexander Jóhannesson, ritari Stefán Pétursson og gjaldkeri Kristinn E. Andrésson (7.) Hf. Kópur, formaður Axel Kristjáns- son, kaupir frystihúsið við Fífu- hvammsveg í Kópavogi af Gísla Jóns- syni (8.) Asgeir Pétursson, lögfræðingur, skipaður formaður stjórnar Aburðar- verksmiðjunnar (10.) Tveir brezkir þingmenn koma hing- að í boði SÍS (26.) Hafmeyan var sprengd í loft app á nýársnótt.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.